Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 18
því að ég átti einfaldlega ekki tár fyrir þá alla. Ég lærði mismuninn á hreyflununt á bakborða og stjómborða. Ég lærði að vélarnar voru Rolls-Royce Merlin, að Lancastervélarnar komust tvö þúsund og sjö hundruð milur og hleðsluþol fjögur þúsund pund. Og það sem var mikilvægast, að vélbyssurnar hans Johnnys voru Browning 303. Richie kenndi mér nokkra flugmanns- lykla og enn i dag get ég þulið þá utan- bókar. Tilbúinn að setja i gang innri hreyfil á stjórnborða. Ground Flight rofi — á ground. Eldsneytisgjöf — stillt. Skurður — góður, luegt áfram — hlutlaas af. Aðalhleðsla — m gír — Ijós af. Loft- inntak — kalt, rad. lokur — sjálfvirkt. Tankur nr. 2 — valinn — booster dæla á. Master eldsneytisloki — opinn. Kveikja — á. Samband. Flugbókin hans Johnnys varð biblían mín og eins var með skýrslurnar hans, námskeiðin og hvern einasta flugtíma og skotmark. Blátt á daginn en rautt ef það var næturárás. Nöfnin urðu mér jafn- kunn og bæjanna I kringum heimili mitt. Hamborg, Bremen, Dortmund, Kiel. Flug fram og til baka til Essen tók fjóra tíma, Dortmund — fimm og hálfan, Ludvigshafen — sex og hálfan, Berlín — átta. Lengst var til Dresden — tíu tímar. Mér fannst sú nótt aldrei ætla að líða. Eftir þvi sem ég kynntist liðinu betur varð ég áhyggjulausari. þvi að ég smit aðist af forlagatrú þeirra. Ég sá að sumir stóðu aðeins í nokkrar vikur, en aðrir virtust ganga endalaust. Og þegar frá leið var ég fastur liður I kaffivagninunt og kynntist félögum Johnnys nokkuð vel. Bunny O'Hara var írskur liðþjálfi. Ilann var síbölvandi Englendingum fyrir hvað þeir hefðu gert írlandi. Ég gat aldrei fengið það til að koma heirn og saman við þá staðreynd að hann hafði sjálfviljugur gengið í breska flugherinn. Og enginn spurði hann. Þeir umbáru röflið i honuni, gerðu grin að þvi og létu það siðan eiga sig. Það var áberandi að þeir létu sérvisku hvers annars lönd og leið og svo sakaði ekki að Bunny bar flugorðuna. Richie var vanur að segja að flestir væru orðnir hálfvitlausir um það leyti er þeir lykju fyrsta þjónustutimabilinu og hann sagði mér harðneskjulega sögu um pólska skyttu á þriðja tímabili sinu sem var vanur að berja höfðinu reglulega utan I járnrör á ofninum. Ég var miður mín vegna þessa I nokkra daga á eftir. Öll áhöfn Stóru Bertu var jafnsér- kennileg og Bunny. Siglingafræðingur inn Dad Walker var kallaður pabbi vegna þess að hann var orðinn þritugur og þó nokkuð eldri en hinir. Hann hafði verið leiktjaldamálari áður en hann gekk i herinn. Hann málaði mjög góða niynd af Lancastervél á einn vegginn I matstof- unni. Loftskeytamaðurinn Henry Maclaine var frá Barbados, og félagi hans efri-mið- skyttan Billy Forbes var Skoti. George Middleton, sprengjumiðarinn, sagði engum frá fortíð sinni, sem kom mér ekki á óvart þegar ég komst að þvi seinna að hann hefði verið vigður prestur Meþódistakirkjunnar. Og að lokum Ted Ormeroyd. flugvélavirkinn frá Preston, sem spilaði á hawaiiskt banjo eins og George Formby og kunni flest öll lög hans, þó að strákarnir úuðu hann niður þegar hann reyndi að syngja „Ifs in the air". Allir nema Bunny, Dad og Johnny voru á fyrsta þjónustutímabili og Johnny, sem hafði tvö að baki, yrði búinn á undan þeim. Þetta voru hressir strákar sem voru sífellt að grinast og Sumaríð sem var töluðu mest um bjór og stelpur. En allir báru þeir virðingu fyrir Johnny því að hann var nokkurs konar þjóðsaga, eins og Richie tók til orða. Og þeir voru forlagatrúar, eins og flestar flugáhafnir eru. Áður en þeir lögðu upp voru þeir vanir að snerta ermi Johnnys sér til verndar, en það var venja sem Ormeroyd hafði komið á. Og það vakti furðu mína að honum virtist ekk- ert vera það á móti skapi. Hann var ánægður þá — ánægðari en ég hafði séð hann áður. Hann kom oft heini og vann við lagið sitt. Oft kom Richie með honum, þannig að þeir urðu báðir eins konar fastagestir. Meira að segja kom að þvi að faðir minn hætti að kalla Richie kaptein Richaud, svo að ég sannfærðist um aðkraftaverk geta skeð. Ég varði öllum fristundum minum með Johnny. Við fengum hest að láni handa honum og fórum i reiðtúra um nágrennið. Hann var góður knapi en ég hafði betri reiðskjóta svo að ég vann oftast i keppni okkar. Á kvöldin, þegar Johnny átti frí, ókum við oft til Fakenham og fórum í bio. Richie fór oft með okkur en hann kom aldrei með Anne-Marie með sér, sem vakti undrun mina. Þegar ég hugsa um það núna, eftir svona mörg ár, þá býst ég við að hann hafi viljað fá að vera í friði með samband sitt við hana, ef til vill fyrir mér. Þann 27. júlí héldum við upp á afmæli Johnnys með þvi að fara á mynd sem hét „Dangerous Moonlight” og fjall- aði um pólskan píanóleikara sem flaug nú í breska flughernum og háði innri baráttu milli þess að skjóta niður Þjóð- verja fyrir það sem þeir höfðu gert i Varsjá og löngunarinnar að halda áfram hljómleikahaldi. Richie og Johnny höguðu sér illa, höfðu i frammi köll og háreysti um léleg flugatriði og þess háttar. Það gekk svo langt að dyra- vörðurinn ætlaði að henda okkur út, en það sljákkaði í honum þegar hann kom auga á flugbúningana við geislann frá vasaljósinu. En þeim likaði tónlistin. Þegar við gengum út á torgið sagði Richie. „Þið Anton eigið einn hlut sameiginlegan, Johnny. Hann hefur Varsjár konsertinn og þú hefur Norfolk rapsódíuna.” Og þar með var nafnið fengið. U pp frá þessari stundu átti Richie meiri þátt i rapsódíunni en ég hafði haldið að væri mögulegt. Dag nokkurn þegar ég kom frá Fakenham úr verslunarferð með móður minni, kom ég að þeim báðum við píanóið. Johnny lék og Richie sat til hliðar einbeittur á svip með sigarettu á milli varanna og skrifaði nótur. Ég vissi ekki áður að hann hefði reynslu á tónlistarsviðinu. Ég býst við að mér hafi fundist að það útheimti ekki mikla tónlistarkunnáttu að vera trommuleikari, en ég átti margt eftir ólært. Þetta voru á margan hátt erfiðir timar. Mjög margar vélar fórust yfir Ruhrhéruðunum. Allt of margar vélar týndust og allt of margir góðir menn létu lífið. í fyrstu fannst mér allir á vellinum svo kaldir gagnvart þeim dauðu, en það rann fljótt upp fyrir mér að þeir gátu ekki borið tilfinningar sinar utan á sér. Þegar einhver sagði léttum rómi: „Æ, hann datt,” eða „Þeir sáu sæng sina upp- reidda yfir Hamborg,” þá var hann ekki harður. Þetta var eina leiðin til að kom- ast yfir slíkar hörmungar, að öðrum kosti hefði allt farið úr skorðum á vellin- um. Hamingja okkar Johnnys gat auðvit- að ekki enst til eilífðar. í byrjun ágúst- mánaðar, þegar hann átti enn eftir sautján ferðir, var gerð stærsta árásin fram að þessu á Hamborg. Henni var haldið áfram næstu nótt. Hundrað og þrjár Lancastervélar fórust þessar tvær nætur. Seinni nóttin liður mér aldrei úr minni. Hún var ein sú hræðilegasta sem ég hef lifað. Við biðum í Upton Magna eftir að vélarnar kæmu til baka og spennan var voðaleg vegna þess hve margar höfðu farist nóttina áður. í dög- um fóru þær að tínast inn hver af annarri. Margar voru mjög illa farnar. Það voru þrjár nauðlendingar. Tvær tókust vel, en sú þriðja skelltist of harkalega niður á brautina og sveiflaðist til hliðar á tvær vélar sem voru nýlent- ar. Til allrar hamingju voru áhafnir þeirra komnar út. en það kviknaði i og upp steig stórt svart reykský. Golan bar það yfir völlinn og allt var umlukið reyk. Allt fór á ringulreið. Slökkvilið, sjúkrabilar og alls konar farartæki hurfu inn í reykinn upp á von og óvon. Enginn brosti þennan morgun. Þetta var of mik- iö. Ég gekk um þvöguna með bakka hlað- inn tebollum og leit upp yfir reykjar- mökkinn. Þá sá ég þrjár eða fjórar Lancastervélar fljúga I hringi yfir vellin- um. Og ég kom auga á aðra vél sem ég kannaðist ekkert við. Hún var tveggja hreyfla og svört aðlit. Hún flaug með miklum hraða að öftustu Lancastervélinni og ég sá eld blossa upp. Hún skaust í burtu, en Lan- castervélinni hvolfdi og hún hrapaði til jarðar hinum megin við flugvöllinn. Það var grafarþögn I kringum mig, siðan var kallað í gjallarhorn frá turnin- um: „Skýlið ykkur, skýlið ykkur.” önnur svört vél, nákvæmlega eins og sú fyrri. kom út úr reyknum i ekki meira en þúsund feta hæð yfir jörðu, svo lágt að ég sá þýsku krossana á vængjunum og skrokknum og hakakrossinn á stél- inu. Tvær sprengjur féllu og hún flaug áfram yfir endilangri flugbrautinni og lét 18 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.