Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 10
Á slóðum Njáls — Ég er menntuð í norrænum fræðum og var skjalavörður í Rotterdam áður en ég gerðist nunna. Eftir að hafa lesið öll rit Theresu, sem var stofnandi reglunnar og uppi á 16. öld, tók ég þá ákvörðun i hrifn- ingu að gerast nunna. Síðan eru 26 ár. Ég hef aldrei verið í öðru klaustri en þessu hérna og ástæðan e.t.v. sú að ég var ekki alls kostar ókunnug íslandi og íslendingum áður. Þannig var nefnilega mál með vexti að ég dvaldi í Kaupmannahöfn á öðrum tug 20. aldarinnar og viðaði að mér efni í doktorsritgerð mína sem fjallaði um Njálssögu. Að því loknu vaknaði áhugi minn á íslenskum' söguslóðum og íslensku máli og það varð úr að ég heimsótti landið árið 1928, þá nýbúin að ljúka ritgerð minni; „Litteraire Motieven In De Njála”. Þetta var heljarmikil bók sem systir Ólöf hélt á, en ófáanleg var hún til að láta mynda sig með gripinn, sagði hann heyra til liðinni tíð og ekki koma þessu máli við. Þar við sat. Skraytfctgarnar i kömum sru sftir þýskan liita- mann, Eglno Wsinsrt fri Köln. Þœr sru msrki- Isgar fyrir það aö listamaðurinn missti hœgri höndina i fangabúðum i striðsirunum og vann þvi þsssi verk msð vinstri handinni ainni saman. Þœr heita íslenskum nöfnum og kjósa í Reykjaneskjördæmi Allar eru nunnurnar íslenskir ríkis- borgarar og hafa því þurft að taka upp íslensk nöfn til að falla betur að opinberri skriffinnsku. Systir Miriam heitir María Kristjánsdóttir, systir Ólöf heitir Anna Hauksdóttir en systir Veronika heitir bara Veronika því lög um að útlendingar sem ætluðu að gerast íslenskir ríkisborgarar yrðu að taka sér íslensk nöfn tóku ekki gildi fyrr en hún hafði verið hérlendis í tölu- verðan tíma. Annað sem fylgir því að vera íslenskur ríkisborgari er réttur til að taka þátt í almennum kosningum, og þann rétt nýta nunnurnar sér svo sannarlega. Þær vantar aldrei á kjörstað. — Við lesum blöðin reglulega og hlust- um á útvarp, ekki vegna áhuga á því sem þar stendur eða heyrist, heldur til að æfa okkur í íslenskunni (þær stöllur tala furðan- lega góða íslensku miðað við þau litlu tengsl sem þær hafa við íslenskt umhverfi). Auk þess kemur til okkar fólk endrum og eins og þá er eins rætt um landsmálin eins og hvað annað. Að öllu þessu samanlögðu þá teljum við okkur vera fullfærar um að meta stöðuna og horfur í islenskum stjórn- málum hverju sinni. Nunnurnar kjósa í Reykjaneskjördæmi, og þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.