Vikan


Vikan - 07.06.1979, Page 10

Vikan - 07.06.1979, Page 10
Á slóðum Njáls — Ég er menntuð í norrænum fræðum og var skjalavörður í Rotterdam áður en ég gerðist nunna. Eftir að hafa lesið öll rit Theresu, sem var stofnandi reglunnar og uppi á 16. öld, tók ég þá ákvörðun i hrifn- ingu að gerast nunna. Síðan eru 26 ár. Ég hef aldrei verið í öðru klaustri en þessu hérna og ástæðan e.t.v. sú að ég var ekki alls kostar ókunnug íslandi og íslendingum áður. Þannig var nefnilega mál með vexti að ég dvaldi í Kaupmannahöfn á öðrum tug 20. aldarinnar og viðaði að mér efni í doktorsritgerð mína sem fjallaði um Njálssögu. Að því loknu vaknaði áhugi minn á íslenskum' söguslóðum og íslensku máli og það varð úr að ég heimsótti landið árið 1928, þá nýbúin að ljúka ritgerð minni; „Litteraire Motieven In De Njála”. Þetta var heljarmikil bók sem systir Ólöf hélt á, en ófáanleg var hún til að láta mynda sig með gripinn, sagði hann heyra til liðinni tíð og ekki koma þessu máli við. Þar við sat. Skraytfctgarnar i kömum sru sftir þýskan liita- mann, Eglno Wsinsrt fri Köln. Þœr sru msrki- Isgar fyrir það aö listamaðurinn missti hœgri höndina i fangabúðum i striðsirunum og vann þvi þsssi verk msð vinstri handinni ainni saman. Þœr heita íslenskum nöfnum og kjósa í Reykjaneskjördæmi Allar eru nunnurnar íslenskir ríkis- borgarar og hafa því þurft að taka upp íslensk nöfn til að falla betur að opinberri skriffinnsku. Systir Miriam heitir María Kristjánsdóttir, systir Ólöf heitir Anna Hauksdóttir en systir Veronika heitir bara Veronika því lög um að útlendingar sem ætluðu að gerast íslenskir ríkisborgarar yrðu að taka sér íslensk nöfn tóku ekki gildi fyrr en hún hafði verið hérlendis í tölu- verðan tíma. Annað sem fylgir því að vera íslenskur ríkisborgari er réttur til að taka þátt í almennum kosningum, og þann rétt nýta nunnurnar sér svo sannarlega. Þær vantar aldrei á kjörstað. — Við lesum blöðin reglulega og hlust- um á útvarp, ekki vegna áhuga á því sem þar stendur eða heyrist, heldur til að æfa okkur í íslenskunni (þær stöllur tala furðan- lega góða íslensku miðað við þau litlu tengsl sem þær hafa við íslenskt umhverfi). Auk þess kemur til okkar fólk endrum og eins og þá er eins rætt um landsmálin eins og hvað annað. Að öllu þessu samanlögðu þá teljum við okkur vera fullfærar um að meta stöðuna og horfur í islenskum stjórn- málum hverju sinni. Nunnurnar kjósa í Reykjaneskjördæmi, og þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni voru

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.