Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 26
Létt við fæðingu — erftðleikar í skóla Börn sem vega 2500 grömm eða minna við fæðingu eru álitin hafa lága fæðingar- þyngd. Þetta eru oft börn sem hafa fæðst fyrir tímann, og 5-6% af öllum börnum geta átt það á hættu að verða fyrirburðir sem kallað er. Börn með lága fæðingar- þyngd geta átt það á hættu að lenda í erfiðleikum í skóla. En ýmiss konar varnar- aðgerðir og uppeldi í góðu félagslegu og andlegu umhverfi geta haft áhrif á þessa þróun. Rannsóknin Árið 1959 hófst rannsókn á Rikis- spítalanum i Danmörku á því hvaða þýðingu þungun og fæðing hefði fyrir heil- brigði og þróun barnsins. Um það bil 9000 börn sem fæddust á Ríkisspítalanum frá september 1959 til desember 1961 voru nákvæmlega rannsökuð af barnalæknum. Rannsóknirn- ar fóru fram rétt eftir fæðinguna, og aftur þegar börnin voru um 1 árs aldur. Aflað var upplýsinga um yfir 500 atriði við hvert barn. Upplýsingum var safnað um mörg mismunandi atriði, allt frá menntun móður til 18 mismunandi viðbragða hjá ungabörnum og venjulegs heilbrigðisástands við eins árs aldur. Spurningin um námserfiðleika í skóla Rúmlega 1400 börn í rannsókninni höfðu lága fæðingarþyngd. Þetta er næstum því þrisvar sinnum hærri tala en búast má við á venjulegum fæðingar- deildum. Orsökin fyrir þessari háu tíðni á Ríkisspítalanum var að konur sem fæða þar eru í hópi þeirra kvenna sem geta átt erfiða fæðingu i vændum. Bæði danskar og aðrar erlendar rann- sóknir sýna að það er meiri hætta á erfið- leikum við fæðingu þegar fæðingarþyngdin er lág en ella. En spurningin er sú hvort þessir byrjunarerfiðleikar hafa langtíma- áhrif á barnið. Spurningin snýst um hvort byrjunarefiðleikar ungbarnanna valda námserfiðleikum seinna meir í skóla, eða hvort sé hægt að yfirvinna þá áður en barnið kemur i skóla. Rannsókn á skólagöngu barnanna f rá 7 ára bekk til 12 ára bekkjar Þegar bömin í rannsókninni komust á skólaaldur hófst samvinna á milli Rikis- spítalans og skólasálfræðinga. Skólasál- fræðingar fylgdust með skólagöngu 349 þessara barna í Kaupmannahöfn. Af fjárhagslegum ástæðum var ekki hægt að fylgja fleirum eftir. En það var safnað saman ótal sálfræðilegum og uppeldisfræði- legum upplýsingum um börnin í 5 ár. Börnin voru prófuð með ýmsum greindar- prófum og látin taka margs konar lestrar- og stafsetningar- og reikningspróf. Að lokum var þessari löngu og ýtarlegu rannsókn hætt í bili með því að safnað var upplýsingum um hvernig skólaganga barn- anna hefði farið fram þangað til í lok 12 ára bekkjar. Samfara þessu voru fengnar upplýsingar um hve mörg börn hefðu þurft á rannsókn og ráðgjöf frá sálfræðideild að halda . og hve mörg börn hefðu þurft sérkennslu. Til að berá þessi „léttu” börn saman við „venjuleg” b'örn, var fylgst með um það bil jafnstórum hópi barna frá sama skóla með sömú athugunum. Þessi samanburðar- hópur var valinn af tilviljun. í skóla fer gengi þeirra barna sem fæðast látt eftir stótt þeirra í rannsókninni fundust 12,9% tornæm börn meðal þeirra sem höfðu lágan fæðingarþunga á meðan aðeins 1 1/2% barna voru tornæm í samanburðar- hópnum. Mestur munurinn kom fram meðal drengja frá heimilum þar sem feðurnir voru ófaglærðir verkamenn. 36% drengja með lágan fæðingarþunga frá heimilum ófaglærðra verkamanna höfnuðu í hjálparbekk eða urðu fyrir sérráðstöf- unum fyrir sérstaklega tornæm börn. Engin börn úr hástétt, þ.e.a.s. úr mjög vel stæðum fjölskyldum voru tornæm. Þetta gerðist ekki, þrátt fyrir að þessi börn hefðu lent í miklum fæðingarefiðleikum eða vandamálum við 1 árs rannsóknina. Þessi börn komust þannig yfir byrjunar- erfiðleika sína. Guófinn »» m Bornm I sambandi við lestrar/stafsetningarerfið- leika var dæmið svipað, en ekki alveg eins áberandi. 21.7% barna með lágan fæðingarþunga áttu í lestrar/stafsetningar- erfiðleikum, en 18% barna í samanburðar- hópnum áttu við þá að etja. En í lægstu þjóðfélagshópunum reyndust fæðingar- erfiðleikar og lítill fæðingarþungi auka á hættuna á námsörðugleikum í lestri og staf- setningu. 50% drengja með lágan fæðingarþunga sem fengu sérkennslu í móðurmáli, voru frá heimilum þar sem faðirinn var ófaglærður verkamaður. Um 10% barna með lágan fæðingar- þunga áttu í hegðunarerfiðleikum í skóla, á móti 3,7% í samanburðarhópnum. í þessu tilviki voru drengir ófaglærðra verkamanna líka algengari en úr öðrum þjóðfélags- stéttum. 26 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.