Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 42
fylltan með rækjum, kjúklingarétt og
súkkulaðibúðing í eftirrétt.
Hún hafði á réttu að standa.
Arch var húsbóndalegur þegar hann
var sestur við borðsendann.
— Mig langar til að þið bragðið á
þessu víni, sagði hann. — Það er mjög
létt.
— Jæja, já, sagði Jim.
Það var korkbragð af víninu, en
enginn nefndi neitt. Seinni flaskan sem
var opnuð var skárri. Jú, jú, þau slógu
um sig í kvöld.
Arch sveiflaði munnþurrkunni til
áherslu einhverju sem hann sagði, sneri
upp á yfirskcggið og Jim hugsaði með
sér að svona fyrirferðarmikið yfirskegg
hefði nægt til að hylja skarð í vör — en
það var ekki í þessu tilviki. Jim hafði
kynnst Arch áður en hann lét sér vaxa
þetta tilgerðarlega skegg. Löngu, löngu
áður.
— Armitage sagði mér góða sögu í
hádeginu í dag, sagði Arch. — Hún var
um náunga sem keypti sér sláttuvél. Það
voru gangtruflanir.. . hvernig var þetta
nú aftur...?
Jim var óafvitandi búinn að rúlla litlar
kúlur úr brauðinu — hann tók eftir því
hve kúlurnar virtust skítugar — hann
var samt alveg hreinn um hendurnar.
Arch gat ómögulega munað þessa
bráðskemmtilegu sögu, sem Armitage
hafði skemmt honum með fyrr um
daginn.
AÐ VAR erfitt að átla sig á
því hvernig verslunin blómstr-
aði eins og raun bar vitni hjá
Arch. Kannski var það þessari
brjóstalitlu ungfrú Cullen að þakka.
Arch hafði verið á flakki í mörg
ár. Svo hafði hann náð í umboð fyrir
loftræstikerfi. Þá bjuggu þau í Burwood.
Arch hafði gert það gott. Svo kom
stríðið eins og sending af himnum ofan.
Arch hafði verið mjög samviskusamur í
hemum. Fór lika vel með launin.
En svo hafði hann byrjað fyrir alvöru
strax eftir stríð. Hann var bæði í inn- og
útflutningi.
Arch og Nóra fluttu þá til hússins við
North Shore. Nóra skammaðist sín
hálfpartinn fyrir að búa í svona fínu
húsi. Það var líkast þvi að henni fyndist
hún þurfa að biðja afsökunar á
velgengni þeirra. En það voru líka
fuglarnir. Þau fóru saman um hverja
helgi út í náttúruna — upp til fjalla eða
inn í skógana. Hún vandist þvi að taka
segulbandið með. Hún leit á það sem
nauðsynjahlut frekar en lúxus.
Elínu langaði til að reykja.
— Er í lagi að ég fái mér að reykja,
Arch?
— Hvað, við erum í góðra vini hópi. .
Elín ansaði ekki, en Arch stóð upp og
sótti öskubakka sem þau höfðu við
höndina ef einhver skyldi þarfnast hans.
Frammi í eldhúsi missti Nóra bauna-
fatið í gólfið. Allir heyrðu það en Arch
lét sem ekkert væri og spurði Jim hvort
hann hefði eitthvað sem skynsamlegt
væri að fjárfesta í. Hann spurði alltaf
slíks um leið og Nóra skrapp eitthvað
frá. Nóra hafði fengið þá flugu að
fasteignaviðskipti væru alltaf óheiðar-
leg.
Svo kom Nóra inn með disk af litlum
litlausum, niðursoðnum baunum.
— Aha! Peti poah! sagði Jim.
Þykkar varirnar mynduðu stút og
hann mælti hljóðin með fullkomnum
hreim.
Nóra gleymdi vandræðum sínum.
Hún dáðist að málakunnáttu Jims. Þó
hún hefði farið á málanámskeið þorði
hún aldrei að viðra kunnáttu sina.
— Já, ég vona að þið fyrirgefið þetta,
ég missti baunafatið í gólfið áðan, sagði
Nóra afsakandi.
— Indælt, indælt elskan min, sagði
Elín og brosti sínu blíðasta.
Hún var glorsoltin og í slæmu skapi.
Það væri svo sem eftir öðru að Nóra
missti eftirréttinn lika i gólfið. Skjálfandi
hendurnar voru svo litlar og hreyfing-
arnar afsakandi. Hún horfði á hringinn.
Þetta var ómerkilegur og litilfjörlegur
vígsluhringur. Arch og Nóra höfðu ekki
haft smekk fyrir ekta steina í þá daga.
— Jæja, hvernig gengur með fugla-
skoðunina?
Jim varð greinilega að taka sig á til að
spyrja að þessu, en hann var nú búinn
aðfá sér af víninu þeirra.
RCH Mackenzie rétti sig í
sæti. Hann var greinilega
drjúgur núna.
— Ég er með nokkrar
nýjar sna idur, sagði hann. — Við fórum
til Kurrajong á sunnudaginn og
heppnaðist að taka upp klukkufuglana.
Ég ætla líka að leyfa ykkur að heyra
upptökurnar með paradísarfuglunum.
— Hlustuðum við ekki á paradísar-
fuglana siðast? spurði Elín.
Arch sagði:
— Jú.
Horfði undrandi á þau.
— Langar ykkur ekki til að hlusta á
það aftur? Þetta er alveg frábær
upptaka.
Nóra sagði að þau skyldu drekka
kaffiö í stofunni.
Svo sótti Arch segulbandið. Hann
stillti því á litla hnetutrésborðið.
— Nú fáið þið að heyra paradísar-
fuglinn.
— Ættum við ekki að geyma það þar
til síðast?
— Hann má alltaf til með að byrja á
paradisarfuglunum, hann getur ekki
beðið.
Nóra virtist í betra jafnvægi núna.
Hún sat með kaffibollann á lofti og
brosti gegnum gufuna sem lagði frá
brennheitu kaffinu hennar.
— Gott kaffi, sagði Elin.
Hún var búin með vindlingana. Það
var langt síðan henni hafði liðið eins
óþægilega.
Segulbandið tók að snúast. Það var
óvanalega mikið brak og brestir.
Kannski var það i runnunum. Já,
auðvitað. Runnarnir, hvaðannað.
— Stórkostlegt hvað þið hafið verið
þolinmóð, sagði Elín.
— Ussss ...
Arch Mackenzie hleypti brúnum.
Hann hallaði sér yfir segulbandið.
— Núkemur það!
Andlitsdrættirnir voru raunalegir, í
daufri birtunni var hann allt í einu svo
ósköp dapurlegur að sjá. Það er af þvi að
þau hafa ekki eignast börn ...
— Heyrðuð þið í honum, hvíslaði
hann. Hann bandaði höndunum.
— Stórkostlegt, sagði Elín.
ÓRA starði ofan í tóman
bollann sinn. Augnaráðið var
fjarrænt og dreymið.
Nóra gæti verið nokkuð
snotur, hugsaði Elín. Henni fannst hún
sjálf allt í einu gömul, hún sem hafði
dansað nakin tvívegis í veislum. Nóra
vissi ekkert um það.
Einhvers staðar úr fjarska heyrðist
rödd Nóru hrópa að klukkan væri hálf
fjögur og hún hefði gleymt að taka hita-
brúsann með.
Bandið snerist áfram.
Arch hlustaði einbeittur á svip. Hann
nagaði yfirskeggið.
— Það kemur fínn kafli eftir smá
stund.
Hann hleypti brúnum.
— Heyrðu, elskan min, hvíslaði Nóra.
— Geturðu ekki skotist fram I eldhús og
skipt um peru fyrir mig þegar paradísar-
fluginn er búinn? Peran sprakk meðan
ég bjó til kaffið.
Arch setti enn meira i brýnnar. Meira
að segja Nóra sveik hann.
En hún áttaði sig ekki á neinu. Hún
varsvo ástfangin.
Þetta hefði kannski verið sniðugt ef
það hefði ekki verið svona afskaplega
viðkvæmt. Fólk er svo fjarska
viðkvæmt, hugsaði Elín. Svo var henni
flökurt. Það var þessum væmna eftir-
rétti að kenna.
— Eins og þið heyrið koma truflanir
inn, sagði Arch og stóð á fætur. — Ég
ætti kannski að klippa það burtu. Þessi
aukahljóð, á ég við.
— Það finnst mér, sagði Elín. — Og
þó, það er að vissu leyti eðlilegra að láta
þau fljóta með.
— Gleymdu ekki perunni í eldhúsinu,
sagði Nóra.
Hún var hógvær, sagði þetta nastum
dreymandi. Hár hennar hafði losnað úr
hnútnum og féll niður á axlir.
— Ég set klukkufuglana á. Þið getið
þá hlustað á þá meðan ég er frammi.
TRÁ Jim heyrðist svefnhljóð.
Hann hrökk upp mátulega til
að bjarga kaffibollanum sem
var að fara í gólfið.
— Ég man eftir klukkufuglunum,
sagði hann meðandfælum.
— Ekki þessum! Þessir eru nýir. Bestu
klukkufuglarnir sem ég á. Einstök
upptaka.
Arch var búinn að setja segulbandið
aftur af stað og horfinn fram. Hann lét
klukkufuglunum eftir að sanna mál sitt.
— Þetta er besta upptakan okkar,
lofaði Nóra.
Allir lögðu við hlustir, eða létu svo.
AlltíeinusagðiNóra:
— Kæru vinir, ég held bara að búið sé
að eyðileggja klukkufuglana.
Hún andvarpaði þunglega og stóð
upp.
— Klukkufuglasnældan er víst . . .
ónýt.
Þetta eru ekki stafsetningarvillur, heldur frumlegur stíll.
42 Vikan 23. tbl.