Vikan


Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 07.06.1979, Blaðsíða 51
unni, svo birta kom aðeins frá glugganum. Frú Ingibjörg stóð nú á miðju gólfi og rétti út frá sér höndina — lófinn upp. Allt í einu heyrist ofurlítill smellur, og þá liggja í hendinni á henni tvö bréf og bundinn utan um þau rauðbrúnn, mjór spotti. Þá fór hún aftur inn í svefnherbergið, nam þar staðar við ofninn og segir að bréfin eigi að brenna. Við hjónin stóðum alveg hjá henni og litum á bréfin í björtu ljósi. Annað bréfið var umslagslaust og skriftin svo dauf að við héldum fyrst að bréfin væru skrifuð með hlýanti. Bréfið var farið að gulna, en alveg slétt og óvelkt. Konan mín laut niður og las orðin: „Ég get beðið.” Óþekkti gesturinn hélt þvi fast fram út af vörum frú Ingibjargar að bréfin ætti að brenna. Við dagvitund hennar varð engu sambandi náð, og fundarmönnum fannst ekki drengilegt að gera neitt annað við bréfin en fyrir var mælt. Húsfreyjan kveikti eld í ofninum og bréfin voru lögð á logann. Þá var sagt af vörum frú Ingibjargar: "Nú hef ég fengið því framgengt sem ég hef verið að vinna að í langan tíma. Hér var að tefla um sæmd konu sem var í hættu •Tieðan bréfin voru hér. Ég var sjálfur valdur að þessu. Ég skil vel að ykkur 'angaði til að lesa það sem í bréfunum var, er> þá hefði öll mín fyrirhöfn verið árangurslaus. Ég verð að biðja ykkur um að minnast ekkert á þetta við ungu frúna (miðilinn) því ég ætla að koma til hennar einu sinni enn.” Miðillinn heyrist þá hafa eftir honum að þegar hann komi næst skuli hann koma með nokkuð sem ekki verði tekið aftur. Þegar miðillinn vaknar segir hún að sér hafi fundist hún vera að brenna. Það samband virðist hafa verið milli líkama hennar og bréfanna. Enginn veit hvar bréfin hafa verið geymd. En líkurnar eru til þess að þau hafi verið á bak við súðina í litla klefanum. Af því að svo mikilli huldu er haldið yfir því hver maðurinn hafi verið, fær lesandinn ekkert um það að vita hvort hann hafi búið þarna í húsinu. En sennilegt er það. Hjónin í húsinu hafa sjálfsagt vitað það, þvi hann hafði sagt frúnni nafn sitt. Svo gerðist það á tiiraunafundi þann þriðja i jólum 1929, þegar frú Ingibjörg var í sambandsástandi, að hún og faðir hennar voru látin halda á pappírsörk á milli sín, bæði með báðum höndum. Fimm manns horfðu á þetta í fullu ljósi. Þá kemur allt í einu hringur úr hári á pappírsörkina. í sama bili er bæjarfógetinn spurður af vörum miðilsins, hvort hann finni nokkuð. Og á því andartaki finnur hann sterkan straum, líkan rafmagns- straumi, fara um sig frá herðunum niður eftir handleggjunum. En miðillinn kvartar í transinum svo mjög um sársauka rétt á eftír að hún fer að gráta. Samt líður sá sársauki mjög fljótt frá. Allir reka upp undrunaróp þegar þeir sjá hringinn. Einn ætlar að taka hann. Þá er sagt af vörum miðilsins: „Snertið hann ekki enn — hann kann að hverfa.” Eftir örskamma stund er bæjarfógetanum sagt að reyna að taka hann upp og leggja hann svo aftur á sama stað. Hann gerir það og er spurður með sama hætti, hvort hann finni til hans eins og hlutar. Ósýnilegu gestirnir vita augsýni- lega ekki með vissu hvort tilraunin hafi tekist. Þeir láta alla viðstadda þreifa á hringnum og spyrja hvort allir hafi fundið að þeir tækju á nokkru. Allir höfðu fundið það. Þá segja þeir að nú verði að geyma hann í sólarhring, og ef hann verði þá sjá- anlegur haldi hann sér upp frá því. Geymslustaðinn handa honum velja þeir á bæjarfógetanum innan klæða. Hringurinn var óskertur eftir sólar- hringinn. Sagt hafði verið í sambands- ástandinu hvert hann ætti að fara og þangað var hann sendur. Engin vitneskja er gefin í bókinni um viðtakanda önnur en sú að það sé kona. Ekki er ósennilegt að það hafi verið sama konan og skrifaði bréfin, sem mest kapp var lagt á að konia út úr veröldinni. Endir 23. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.