Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 8

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 8
Jónas Kristjánsson skrifar frá Grikklandi: 2. grein Ekki bara klifur Hin mikla háborg Akrópólis í miöri Aþenuborg er að sjálfsögðu Mekka flestra Grikklandsfara. Þetta hrikalega klettavirki 24 alda gamalla mustera er óneitanlega með því áhrifaríkasta, sem ferðamenn í Grikklandi hafa tækifæri til aðsjá. Vegna hitans og mannfjöldans endast menn ekki lengi uppi á sjálfum klettin- um. Best er að príla upp klukkan átta að morgni, þegar hliðið er opnað. Þá er svalast og fámennast. Um tíuleytiðer ör- tröðin orðin mikil og þér farið að hitna óþægilega. Þá er best að troðast niður, gegn straumþunga mannhafsins. Hvað svo? Er Akrópólis bara tveggja tíma virði? Alls ekki. En það er líka hægt að horfa á klettinn og musterin utan frá, af völdum stöðum í Aþenu. Sumir ferða- langar hafa sagst geta starað á furðu- verkið dögum saman. Akrópólis breytir um svip eftir átt áhorfandans. Og musterin breyta um svip frá morgunskímu til rökkurs og ljósadýrðar kvöldsýningarinnar, þegar kletturinn og musterin eru flóðlýst. Á þessum forsendum getur Akrópólis verið margra daga verkefni. Þá er best að byrja á þvi að finna sér notalegan stól á þægilegum stað, sem gefur tilefni til slökunar, og beina þaðan sjónum upp á furðuverkið mikla. Og það liggur i augum uppi, að slíkt gerist helst á völdum veitingahúsum, sem byggja á þessu útsýni. Horft niður á háborg Frá einum slíkum stað getur þú horft niður á Akrópólis, sem er 156 metra há. Það er af klettastrýtunni Líkavittos, sem er 277 metra há og í um 1800 metra fjarlægð. Þangað þarf ekki að príla, því að þar er þægileg og hraðvirk neðanjarðartogbraut. Þarna uppi er veitingahúsið ÐIONISOS undir beru lofti. Þú pantar þér borð i sima 726—374 og leggur áherslu á, að þú viljir borð frammi á ystu nöf með óhindruðu útsýni til Akrópólis. Þú skalt svo mæta nógu snemma til að ná klukkutima í al- björtu, áður en húmið færist yfir. Og svo skaltu sitja fram í myrkur. Útsýnið er vægast sagt stórkostlegt. Hin Ijóta Aþenuborg nútímans virðist falleg héðan að sjá. Fallegust er hún í rökkurbyrjun, þegar hún lítur út sem snjóhvít ævintýraborg. Siðan byrjar flóðljósasýningin á Akrópólis um klukkan níu. Þú sérð líka flóðlýstan ólympiuvöllinn og skipin á hafi úti, svo og flugvélar i aðflugi til Glifada. Eins og vænta má um slíkt veitinga- hús er maturinn ekkert sérstakur og auk þess fremur dýr. Gera má ráð fyrir, að þríréttaður matur með víni kosti um 6.000 krónur á mann, sem er mikið á gríska vísu. Svo er það maturinn Við fengum okkur blandaða gríska, heita forrétti. Þar á meðal var ágæt ÐOLMAÐES, kjötkássa vafin í vín- blöð. Ennfremur ágæt BÚREKI, kjöt- kássa djúpsteikt í deigrúllu. Einnig frambærileg MÚSAKA, eggaldin með kjötkássu. Þar var TtROPITA, eggja- kaka með grísku flögudeigi. Ennfremur KALAMARAKIA, djúpsteiktur smokkfiskur, fremur lélegur. Einnig lé- legt TARAMOSALATA, þorskhrogn í sítrónusafa og olífuolíu. Þessi forréttur kostaði um 1.400 krónur á mann og er raunar skemmti- legt sýnishorn af nokkrum frægustu þjóðarréttum Grikkja. Réttirnir voru líka betri en á venjulegum ferðamanna- stöðum, en mun síðri en á góðum, al- grískum veitingahúsum, sem síðar verður sagt frá í greinaflokki þessum. Á eftir fengum við heldur lélegt lambakjöt og ágætar rækjur. Þá var orðið aldimmt og skarður Tyrkjamán- inn lýsti upp höfuðborg Grikkja. Svo þegar Ijósin slokknuðu á Akrópólis, höfðum við fyrst tima til að skoða umhverfi okkar á Ðionisos. Þetta var snyrtilegt og stílhreint veit- ingahús. Rauðir dúkar voru á borðum og stólar rauðir. Undir var mar- maragólf. Á borðum voru kertaluktir. Á hlöðnum, hvítum virkisveggjunum voru rafluktir. Og þjónustan var einkar gób á þessum rómantíska stað. Glæsilegast í heimi? Frá veitingahúsinu Ðionisos á Líka- vittostindi er horft til Akrópólis úr norðaustri. 1 sömu átt, en nær háborg- inni, eru önnur veitingahús, sem einnig hafa útsýni til furðuverksins. Fyrst er frægast að nefna TUDOR HALL á þaki King George hótels við Sintagma-torg. Þar þarf líka að panta borð, í síma 3230—651. Þetta er eitt glæsilegasta veitingahús í heimi. Of langt mál væri að lýsa gífurlegum veggteppum á massífum viðarveggjum, miklum ljósakrónum, massífum eikar- borðum, borðlömpum, svo og kristalli og silfri í borðbúnaði. Ein hliðin er alveg opin, með óhindruðu útsýni ti| Akrópólis í 900 metra fjarlægð. Þetta er mun dýrara veitingahús en hitt, sem um var rætt hér að framan. Ódýrastur er matseðill dagsins á 6.000 krónur á mann. Og hann er ekkert sér- stakur, fremur en á öðrum slíkum stöðum, sem byggja á glæstu umhverfi og einstæðu útsýni. Rétt hjá er annað veitingahús á þaki ASTOR hótels. Þar er umhverfið ekki eins glæsilegt, en útsýnið hið sama. Og þar kostar matseðill dagsins alténd ekki nema 2.500 krónur og veislumatur tæplega meira en 4.500 krónur á mann. Heimilisfangið er 16 Karageorgi tis Servias og síminn er 3224—971. Besta Akrópólis-útsýnið Við höfum nú fengið nóg af útsýni úr norðaustri og skulum því færa Myndasmiðnum tókst hór ekki nógu vel upp, því að það rétt öriar i Par- þenon efst ð myndinni og leikhúsið Heródes Attikus sést ógreinilega í miðjum glugga. Héðan að sjé, frá Ðionisos hinum síðamefnda, er út- sýni til Akrópólis einna stórbrotnast. Með okkur é myndinni er Vedel- Pedersen, dagskrárstjóri danska sjónvarpsins og kona hans. Sjá Akrópólis með fullan munn í 1 X 9 i Hf.» • n (fj* [ . r læ i ■rí> |Ék ^ T I ../J 8 Vikan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.