Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 50
Vorið 1707 kom íslandsfar frá Kaupinhafn til Djúpavogs við Berufjörð. Fyrsti maðurinn sem steig á land var mikill að vallarsýn, fráneygur og allur hinn höfðinglegasti. Vart er hann á land stiginn áður en hann fer að spyrjast fyrir, hvort hann muni eigi geta fengið keyptan þarna hest einn góðan. Honum er sagt að á Teigarhorni, sem er kot eitt skammt frá Djúpa- vogi, búi kerling ein gömul. Hún eigi hvítt hross sem hún kalli Álft. Er honum sagt að hvergi fái hann traustara hross þar um sveitir, ef hann fái Álft. Ferðalangur fer nú til kerlingar og falar af henni hrossið. Kveður hann sér mikið liggja á að flýta ferð- inni, en eigi langa leið fyrir höndum. Kerling kvaðst ekki hafa ætlað að lóga henni Álft, en með því honum liggi mikið á sé ekki gott að neita bón hans. Fer kerl- ing að svo mæltu inn í bæ og kemur aftur út með Álft og líst manninum reiðskjótinn góður. Síðan kemur kerling með mjólkurskjólu og smjörsköku og réttir að Álft og tekur hún við hvoru tveggja. Þá segir kerling við manninn: „Þar er nú hrossið. og vona ég að hún sé mannbær, og ekki hugði ég að mundi þróttlaus verða. Oska ég að þú njótir hennar vel og lengi." Maðurinn kveður henni vel fara og þakkar henni með mörgum fögrum orðum, en ekki er þess getið hvort hann borgaði Álft í það sinn. Kveður hann síðan kerlingu og heldur sem leiðir liggja til Norður lands. Hvatar hann sem mest ferðinni og fer dagfari og náttfari, þangað til hann kemur i Skagafjörð. Bíður hann ekki boðanna, en leitar fregna af konu nokkurri. Honum er sagt að komið sé að þeim degi að drekka eigi kaupöl hennar og manns þess sem ætli að fá henn- ar, og muni það fara fram á Hólum. Ferðalangur riður þangað með miklum hraða og hittir svo á að fólk er að drekka kaupölið. Gengur ferðalangur inn í stof- ' una þar sem boðið var inni og að væntanlegum brúð- guma sem þar situr við hlið konuefnis, tekur í öxl honum og kippir upp af bekknum, sest þar sjálfur niður og segir: „Þetta er mitt sæti en ekki þitt, karl minn!" Og hver er svo þessi snarráði og viljasterki ferða- langur, sem kemur langa leið yfir Atlantsála til þess að forða unnustu sinni frá því að verða öðrum gefin? Hann er Þorleifur Skaftason lögréttumanns á Þor- leiksstöðum, Jósepssonar prests á Ölafsvöllum, Lofts- sonar. En nú skulum við kynnast söguhetju okkar ör- lítið betur áður en lengra er haldið. Þorleifur fæddist 9. apríl 1683 á Þorleiksstöðum. Var lítt sinnt fræðslu hans í bernsku. Eggert bóndi Jónsson á Okrum gaf fyrst gauni að sveininum, tók hann í þjónustu sína, veitti honum tilsögn í latínu og kom honum í Hólaskóla 1699. Eggert bóndi var mikil- hæfur og skarpgreindur, sonur Jóns sýslumanns eldra Magnússonar sýslumanns prúða. I Hólaskóla tók Þorleifur svo miklum framförum, að hann útskrifaðist árið 1703 með ágætum vitnis- burði. Sama ár fór hann utan með Hofsósskipi og kom það til Arnedal í Noregi um veturnætur. Þar dvaldist Þorleifur fram i febrúar 1704, var með kaupmanni nokkrum og fór með honum víða. Síðan hélt hann áfram ferðinni til Danmerkur með skipi þvi sem hann hafði komið á, og var skráður í tölu stúdenta i Kaup- mannahöfn 4. mars. Sumarið 1704 fór hann víða um Jótland og var mánaðartíma með föðurbróður sínum, séra Lofti Jósepssyni, sem lengi hafði utanlands verið. Þorleifur var mjög heilsutæpur á þessu timabili og vart dag nokkurn ósjúkur, en stundaði nám sitt engu að siður af kappi og tók guðfræðipróf 6. april 1705 meðgóðum vitnisburði. Þegar ég nú hef gert nokkra grein fyrir Þorleifi, skulum við aftur hverfa um stund heim til tslands svo við getum betur áttað okkur á þeim dramatísku at- burðum, sem ég brá upp mynd af í upphafi máls míns. UNDARLEG ATVIK XLIII ÆVAR R. KVARAN BIÐILL VITJAR BRUDAR Þegar Þorleifur sigldi utan til náms í Danmörku, þá bjó á Nautabúi í Skagafirði Jón Þorsteinsson, bróðir Einars biskups. og Þorbjörg, dóttir Ara prófasts Guðmundssonar að Mælifelli. Þau áttu dóttur þá sem Ingibjörg hét. Þau unnu hvort öðru, Þorleifur og hún og trúlofuðust sín á milli áður en hann fór utan. En Þorbjörg móðir hennar stóð mjög á móti því og hafði einsett sér að gifta hana öðrum manni. Það var haust eitt, að Ingibjörg vissi að hún myndi verða að eiga þennan mann um vorið, ef Þorleifur yrði ekki kominn. Henni féll þetta mjög sárt og vildi fyrir hvern mun koma bréfi til Þorleifs með haustskip- inu. En móður hennar grunaði þetta og hafði svo sterkt varðhald á Ingibjörgu, að hún fékk aldrei færi á að skrifa bréfið. Leið svo fram eftir haustinu. Lítur helst út fyrir að þær hafi verið til heimilis á kirkjustað, því svo segir sagan, að einn helgan dag um haustið gengi margt fólk til altaris og svo þær mæðgur Ingibjörg og Þorbjörg. Þá vissi Ingibjörg að móðir sín myndi ekki verða í fyrsta hring, þegar farið var að útdeila, og hún fór því í hann, en kerling móðir hennar í næsta hring. Snarast Ingibjörg þá út úr kirkjunni og inn í bæ, fer til stofu og læsir að sér, tekur ritföng og fer að skrifa bréf til Þorleifs. En þegar hún er nýsest niður kemur móðir hennar og klappar á dyr. Ingibjörg fleygir öllum skriffærunum undir rúm sem var i stofunni og slær með hendinni mikið högg á nasir sér og fellur blóð um hana alla. Síðan lýkur hún upp fyrir móður sinni. Kerling er heldur fasmikil og spyr hví hún hafi farið svo snögglega úr kirkjunni. Ingibjörg svarar: „Eins og per sjálf getið séð, fékk ég svo miklar blóðnasir, að ég gat ekki setið í kirkjunni." Kerling trúði þessu og fór út aftur, en Ingibjörg hélt í góðu næði áfram að skrifa bréfið. Sagði hún Þorleifi. hvernig komið var og komst svo að orði, að ef hann hefði í hug að fá sig fyrir konu, yrði hann að koma með fyrstu vorskipum. Hún gat svo komið bréfinu með haustskipi og þannig komst það til Þorleifs. Þótti honum ekki ráðlegt að láta undir höfuð leggjast að hefjast handa og fékk sér far með skipi því sem fyrst fór til Islands um vorið, en það átti að fara á Djúpavog við Berufjörð. Hef ég þegar skýrt frá þvi hvernig hann á síðustu stundu þreif keppinaut sinn upp af brúðarbekknum norður á Hólum og settist í sæti hans. Við þessa undarlegu ástarsögu er þá litlu við að bæta öðru en því að Þorleifur fékk Ingibjargar. En maðurinn sem ætlaði að eiga hana fékk skólapilt þann, sem Loftur hét og kallaður Galdra-Loftur, til að reyna að fyrirkoma Þorleifi. Sýndi Loftur honum að vísu ýmsar glettur, en Þorleif sakaði ekki áð neinu. Ekki get ég stillt mig um að segja ykkur hér aðra sögu af Þorleifi, en þar átti systir hans í hlut. Hún hét einnig Ingibjörg. Hún giftist og bjó í Húriavatnssýslu, en ekki er þess getið hvað maður hennar hét. Þegar saga þessi gerðist var harðæri og mikil umferð af fá- tæku fólki. Sera Þorleifur frétti að systir hans vildi gera mörgum fátækum gott, en fékk því ekki ráðið fyrir bónda sínum. Líkaði séra Þorleifi það illa og vildi vís verða hvað satt væri i þessu. Hann býr nú ferð sina þangað sem systir hans bjó og hefur með sér fylgdarmenn. Segir ekki af ferðum hans fyrr en hann kemur allnærri heimili Ingibjargar. Þá er liðið á dag og lætur séra Þorleifur tjalda og kveðst þar hafa mundu náttstað. Sendir hann síðan einn manna sinna til mágs sins að segja honum að búast við þangaðkomu sinni að morgni. Sjálfur býr hann sig í tötra og torkennir sig sem mest og staulast svo um kvöldið heim að bæ systur sinnar. Biður hann þar gistingar en er tekið þunglega. Fólk svaf lengi i rökkri, en þegar kveikt var kemur húsbóndi með plögg og biður gestinn að þæfa. Líður svo til vökuloka. Þá eru gestinum bornar flautir í litlum aski. En þegar fara á að hátta kemur húsbóndi að skoða þófið, og hafði það ekki gengið. Bregst húsbóndi þá reiður við og slær gestinn með plöggunum; kveður slíkan let- ingja ekki hýsandi. Þegar fólk er komið í svefn kemur stúlka til gestsins og færir honum mat og segir: „Þetta bað húsmóðir min mig að færa þér." Hann biður hana að skila þakklæti til konunnar og gerir síðan við matinn það sem honum sýnist. 1 bítið næsta morgun fer séra Þorleifur á fætur á undan öðrum og fer nú til manna sinna og kastar staf- karlsgervinu. Snemma dags kemur séra Þorleifur svo með mönnum sínum til mágs sins. Gengur bóndi út á móti honum og fagnar vel, biður hann velkominn, gerir veislu á móti honum og er hinn kátasti. Þá segir sérii Þorleifur: „Mikill munur er á þessum veitingum og þfcim <em cg fékk í gærkvöldi!" Bóndi spvr hvort hann hafi þar fyrr komið. „Já." segir Þorleifur, „ég er sá sami förukarl sem hjá þer gisti í nótt ug þu barðir í gærkvöldi." Bónda varð mjög hverft við og bað séra' Þorleif vægðar, og fyrir alla muni að taka ekki frá sér konuna; það félli sér þyngst. Séra Þorleifur segir: „Ef þú vilt heita því að láta hana héðan af sjálfráða að gera það gott sem hún vill og efni ykkar leyfa. þá skal ég láta kyrrt liggja." Varð bóndi að heita öllu góðu og efndi það síðan og varð mjög eftirlátur konu sinni. SO Víkan34- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.