Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 45
Án nokkurra fyrirmæla hafði Jimmy Nadolig ekki augun af veginum ... Næstu dagana batnaði Nick óðum. Barbara fylgdist með bata hans með óvissum tilfinningum. Það var almannarómur að Nigel Farson hefði farið frá hótelinu og haldið i burtu. Enginn vissi hvert. Barböru var sama. Hún var laus við hann. En hvar átti hún nú heima? Svo sannarlega ekki i Afríku. Einslega ákvað hún að hún yrði að fara aftur til föður sins i Englandi. Hún kveið fyrir því, henni fannst sem það yrðu síðustu mistökin. En í gegnum bankann í Kilumba gerði hún ráðstaf- anir til þess að fá peninga fyrir kostnaði og heimfari. Heim? Orðið hæddi hana. Annað kvöld, í garðinum á bak við Madges Bar, sagði Barbara Nick að hún ætlaði að fara aftur til Englands. Nick var furðu lostinn. „Ertu viss um að þetta sé það sem þú vilt?” spurði hann hljóðlega. Hún brosti. „Eins viss og ég get verið um nokkurn hlut, Nick. Afríka var mis- tök. Og ég er aðeins fyrir hérna.” Hann ætlaði að fara að mótmæla, en Barbara hélt áfram að tala. „Það er satt, Nick. Ég er ekki á rétt- um stað hérna. Allir hafa verið mér svo góðir, sérstaklega Madge. Og hún er sú sem helst —jæja, ég ætla ekki að ofnota gestrisnina!” Tunglskinið gerði ákveðnina í augum hennar töfrandi. Nick vissi betur en að mótmæla. „Hvað ætlar þú að gera, Nick? Þegar þú ert orðinn friskur?” Hann yppti öxlum. „Hvað get ég gert? Ég er eins og vesalings Stef var alltaf, ríkislaus borgari.” Hún strauk honum um vangann með fingurgómunum. „Nick, vertu ekki bitur. Þú átt nýtt líf framundan og ein- hvern stað til að fara á.” Hann hristi höfuðið fullur efa. „Hvenær ferðu, Barbara?” spurði hann alvarlegur. „Á morgun,” svaraði hún. Barbara leit út eins og klippt út úr tískublaði i nýju fötunum sem hún hafði keypt — köld, glæsileg, full sjálfstjórnar. Aðeins fölt andlitið kom upp um tilfinn- ingar hennar. Á flugvellinum tók Nick farangur hennar af bílnum og fannst sem hann væri að tapa hluta af sjálfum sér. Hann fór ekki einu sinni inn í flug- stöðvarbygginguna. Háls hans var þurr. „Sjáðu til, Bar- bara. Ég ætla ekki að bíða eftir að flug- vélin fari á loft. Ég veit ekki hvernig á að Hún strauk honum um vangann með fingurgómunum. „Nick, vertu ekki bitur. Þú átt nýtt líf framundan og einhvern stað til að fara á.” kveðja. Ég hef aldrei þurft að kveðja neinn fyrr. Það sem ég á við er...” „Ég veit hvað þú átt við, Nick. Kysstu mig bara. Einu sinni.” Hann kyssti hana á tröppunum og fólkið gekk fram hjá þeim. Nick fór aftur í bílinn og ók af stað, án þess að líta við. I Kilumba vissi hann ekki hvað hann ætti að gera. Hann fór með hundinn sinn í langa gönguferð, en hugur hans var víðs fjarri. Efst í huga hans var rödd Barböru, mjúk snerting fingra hennar og hvernig hún horfði á hann. Klukkutíma fyrir sólarlag sat hann einn inni í eldhúsi og reykti vindling annars hugar þegar Madge kom inn. Hún fékk sér stól og settist gegnt honum, hún lét olnbogana hvíla á borð- inu. „Vorkennirðu enn sjálfum þér, Nick?” „Hættu þessu, Madge. Ég er ekki i skapi til þess ...” En Madge vildi ekki hætta. „Þetta gengur ekki, Nick. Það verður aldrei nein önnur fyrir þig en Barbara Farson. Ef þú getur ekki komið auga á það ertu erkibjáni!” Nick virtist ekki líða vel. „Hvaðget ég sagt, Madge? Hvað með okkur? Eins og þú og ég höfum verið allan þennan tíma.” „Vitleysa! Sjáðu nú til, Nick. Þú ert búinn að greiða reikninginn þinn á minni vínstofu. Við erum kvitt. Það er kominn timi til að þú látir skrifa hjá þér annars staðar.” Hún leit á armbandsúrið, stóð síðan upp og gekk inn í vínstofuna. Nick vissi að Madge hafði rétt fyrir sér. Það var kominn tími til þess að hann flytti. Flökkudagar hans voru liðnir. Hann var enn óákveðinn um framtíð sína, gekk út á pallinn og horfði á sólar- lagið. Eftir stutta stund ók leigubíll upp að gangstéttinni. í skini götuljóssins sá hann konu stíga út úr bílnum. Hún beið eftir farangri sínum, greiddi bílstjóran- um og gekk slðan upp þrepin upp á pall- inn. Nick starði þegjandi á hana. Með skýrri, styrkri röddu sagði konan: „Ég er að leita að herra Nicholas Dexter. Hann var málaliði. Ég þarfnast hjálpar hans.” Nick ræskti sig. „Þú átt að vera í flug- vél á leið til London!” hrópaði hann undrandi. „Ég skipti um skoðun. Það fara aðrar flugvélar til London. Og ég er orðin vön því að ferðast með fylgdarmanni.” Barbara brosti hlýlega til hans og bætti við:„Auk þess bauðstu mér aldrei drykkinn sem þú lofaðir. Manstu?” Nick mundi eftir því þegar þau höföu verið að búa sig undir að yfirgefa para- dísina við fossinn og hylinn þar sem hún hafði synt svo hamingjusöm. Hann glotti, stóð upp og dró fram stól fyrir hana. „Jimmy,” kallaði hann inn á vlnstof- una. „Gætir þú blandað fyrir mig tvo kvölddrykki?” Jimmy, sem hafði séð hver var komin, kallaði til baka: „Sjálfsagt, hr. Dexter. Hvað viltu?” „Það vanalega fyrir mig. Og fyrir frúna — stóran gin og tónik, með ísmola og þunnri sítrónusneið.” Barbara tók nú til máls. „Mér þykir það leitt, Nick. Ég bara gat ekki verið án þín. Getur þú skilið það?” Hann dró hana að sér, kyssti hana fast og lengi og hélt henni síðan þétt að sér. „1 framtíðinni, elskan mín, hvert sem við förum, þá förum við saman, ekki satt?” Hún þurfti ekki að svara, hún and- varpaði bara þegar hann kyssti hana aftur. Einhvers staðar í tunglskininu sungu trjátíturnar — og þau vissu að þau þyrftu aldrei að flýja neitt né undan neinum framar. ENDIR Er kötturinn ekki oröinn spilltur af eftirlæti? 34* tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.