Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 43
Hendið gömlum lyfjum! Einn daginn finnur þú til óþæginda. Ekkert alvarlegt — alla vega ekki svo að þú farir að eyða tíma og peningum í að ná í lækni eða fara í apótek, sem hvort tveggja getur verið í órafjar- lægð. Smávegis hósti, hálsbólga, magaverkur, sem ekki linnir, höfuðverkur, eitthvað slíkt sem þú hlýtur að geta bætt um sjálfur. Þú rótar svolítið í meðala- skápnum (sem örugglega þarf að laga dálítið til í) og yfirleitt finnur þú eitthvað, sem notað var við svipuðum veikindum áður. En svo staldrar þú við og hugsar: Hvenær keypti ég aftur þetta meðal? Er það kannski svo gamalt að það gæti verið hættulegt? Þú snýrð og veltir glasinu fyrir þér. Nei, það stendur hvergi, hvað það á að endast lengi. Þýðir það kannski að það endist í hið óendanlega? Á ég ekki bara að sjá til? Nei, það átt þú ekki að gera. í flestum tilfellum missa gömul meðul aðeins áhrif sín við aldur. Hins vegar er nokkuð um meðul, sem beinlínis geta verið skaðleg, vegna þess, að þau inni- halda efni, sem breytast í eitur- efni, ef þau eru geymd of lengi. Eftirlit og geymsluþol Allir framleiðendur lyfja, sem sett eru á markað hérlendis, VON VIKAN OG NEYTENDA- SAMTÖKIN Ödagstimpluð lyf eru talin hafa allt að sex ára geymsluþol. Það fer hins vegar allt eftir því, hvernig og hvar þau eru geymd. Ef þú notar þau ekki, eða heldur að þau séu orðin of gömuí, skaltu henda þeim. verða að greina frá geymsluþoli auk annars í skýrslu til Lyfja- eftirlitsins. Á lyfjum, sem hafa minna geymsluþol en fimm ár, verður að vera dagsetning. Ef ekki er prentuð dagsetning á meðalaglasið, má reikna með, að geymsluþol þess sé alls ekki meira en sex ár frá framleiðslu- degi. Lyf, sem framleidd eru í apó- tekum og hafa lítið geymsluþol, etu einnig dagstimpluð. Haft er eftirlit með hráefnum í þessum lyfjum og hversu lengi má nota þau, og kemur það í veg fyrir, að meðul, sem eru of gömul, séu af- greidd úr apótekum. Oft kemur þó fyrir, að ekki er greint frá hvert geymsluþol meðalsins er og getur það lent í langri geymslu hjá neytandanum. Leyft er að selja ódagsett lyf í allt að sex ár frá framleiðsludegi. Trúlegast er þó besta ráðið að geyma ekki lyf heima fyrir nema í mesta lagi tvö ár. Farið eftir geymslureglun- um! Allar dagstimplanir eru settar á meðul í samræmi við geymslu- bol og reglur varðandi geymslu. Ef á lyfjaglasinu stendur „Geymist í kæli", er þýðingar- mikið, að lyfið sé geymt í kæli. Ef þessum geymslureglum er ekki hlýtt, minnkar geymslu- þolið. I baðherbergjum, þar sem loft er tiltölulega meira raka- mettað en annars staðar, minnk- ar t.d. geymsluþol á töflum veru- lega. Athugaðu sjúkrakassann! Ef lyf og önnur efni i sjúkra- kassanum eru ekki dagstimpluð á geymsluþol þeirra að vera sex ár. En hins vegar er á það að líta, að varla eru lyfin og bindin sett glæný í kassana, svo ráðlegt er að skipta oft um þau, t.d. annað hvert ár. Sért þú í vafa, skaltu líta við í einhverju apótekinu og biðja starfsfólk þar að cndurnýja kassann. Það á sem sagt ekki að geyma lyf í meðalaskápum og sjúkra- kössum á heimilum og í bílum lengur en tvö ár, segja sérfræð- ingarnir. Það væri kannski gáfu- legt að athuga meðalaskápinn og henda lyfjum, ef þú ert i vafa? Hvað er t.d. langt síðan þú leist í sjúkrakassann í bílnum? Hvernig losar þú þig við gömul meðul? Hentu samt ekki lyfjum þannig að börn og dýr eða aðrir óviðkomandi geti komist i þau. Apótekin eru trúlega rétti stað- urinn til þess að taka við slíku og koma því í lóg, sérstaklega sterkum efnum. Venjulegum lyfjum, sem eru orðin ónýt eða ekki not fyrir lengur, er hægt að sturta niður í klósettið. Þýð.:HP. Birtísamráði við Neytendasamtökin. Úr Rád og Rön 34. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.