Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 48
henni heim. „Eða viltu kannski frekar gifta þig í Genf?” Hann var með handlegginn utan um hana og fann hvernig hún kyrrðist skyndilega og virtist fjarlægjast hann. Hann tók um höku hennar og virti and- lit hennar vel fyrir sér i götuljósunum. Augu hennar, sem skinu af ást og hrein- skilni íitu undan og hún sagði, með and- litið grafið i jakka hans: „Þetta verður erfitt. Vegna móður minnar.” Hann sagði hreinskilnislega. „Af bréf- unum þinum finnst mér eins og ég þekki móður þína nú þegar. Ég er hræddur um aðokkursemji ekki vel.” „Hún er eigingjörn og erfið," viður- kenndi Beth, „en það er að nokkru leyti mér að kenna. Ég hefði átt að sýna henni hvað ég vildi fyrir löngu síðan — og nú er það of seint. Þetta er vitahring- ur; ég er fjandsamleg við hana vegna þess að hún er svo kröfuhörð — og hún er kröfuhörð vegna þess að ég get ekki verið sú undirgefna dóttir sem hún vill að ég sé. Þetta er fáránleg aðstaða, en þetta hefur gengið svo lengi að það er orðið ómögulegt að ræða það við hana. Ég veit að undir öllum þessum hræði- lega leikaraskap er hún einmana og hrædd — og ég get ekkert gert til þess að hjálpa henni.” Hún horfði á hann kveikja sér i vindl- ingi, það glampaði á vangasvip hans eitt andartak í loganum. Fyrstu fundir þeirra höfðu verið svo fáir og svo stuttir, hún hafði i rauninni orðið ástfangin af honum í gegnum bréfin og hún hafði ekki verið búin undir það að finna hve heillandi hann var í útliti. Hann kastaði eldspýtunni út um gluggann og dró hana aftur nær sér. „Þú ætlar ekki að láta hana aftra giftingu okkar?” sagði hann. Þetta var fullyrðing dulbúin sem spurning. Hún hristi höfuðið. „Það er bara það að ég verð að finna bestu leiðina til þess aðsegja henni frá því.” „Besta leiðin, er að segja henni frá því undir eins,” sagði hann ákveðinn. „Lofar þú mér að gera það?” Það skein ljós undir hurð móður hennar þegar hún kom upp. Beth hikaði. Hjarta hennar fór að slá hraðar og hún svitnaði i lófunum. Hún vætti varirnar með tungunni og minntist þess þegar varir þeirra Andrés snertust. Með skyndilegri ákveðni bankaði hún létt á hurðina og gekk inn i svefnherbergi móðursinnar. Frú Chadwick leit undrandi upp úr bókinni. „Mér fannst ég heyra i leigubíl. Er þaðekki fullmikil eyðslusemi?” „André fylgdi mér heim," sagði hún og handlék taugaóstyrk hárbursta móður sinnar. „André? Ó, Beth, vertu ekki að fikta með hlutina á snyrtiborðinu mínu.” Beth sneri sér við. Augnaráð hennar var ögrandi og hræðslulegt. „Ég ætla að giftast honum,” sagði hún snöggt. Frú Chadwick lagði frá sér bókina. „Ég skil. Má maður spyrja hver hann sé?” Beth settist á rúmbrúnina og fór að fitla við silkiábreiðuna. „Hann heitir André Nicolier. Hann er rithöfundur og hann býr í Genf.” „Ef það er ekki asnaleg spurning, hvað kemur þá til að þú þekkir rithöf- und sem býr í Genf?” „Fyrirtækið okkar gefur út bækur hans hér á landi. Síðasta skáldsagan hans hafði svo mikil áhrif á mig að mér fannst ég þekkja hann, eða manngerð hans, þá þegar. Og þegar hann kom hingað vegna útgáfunnar þá hittumst við i alvöru ...” „Og eftir að hafa hist einu sinni, þá ætlið þið að giftast?” „Hann kom mjög oft á skrifstofuna og svo skrifaði hann mér eftir að hann var kominn heim —” „Þrátt fyrir það, er þetta þá ekki full- mikið — bráðlæti?” „Ég held ekki. Við höfum þekkst i næstum ár —” „Meðbréfaskriftum?" sagði frú Chad- wick hæðnislega. „Þetta er fáránlegt. Og hve oft skrifaði hann þér? Ég minnist þess ekki að hingað hafi komið nokkur bréf.” „Nei, vegna þess að ég bað hann að senda þau á skrifstofuna,” sagði Beth. „Ég skil.” Andartak lýstu augu frú Chadwicks sársauka. Síðan sagði hún með endurnýjuðum krafti: „Þessi skiða- ferð sem þú ætlaðir að fara í. Hún hefur líklega verið til þess að hitta hann?” Beth kinkaði kolli. „Já. En svo átti hann erindi hingað vegna nýju bókar- innar sinnar, svo hann ákvað að sækja migí leiðinni.” „Sækja þig?" „Já,” sagði Beth rólega, „sjáðu til, við höfum í hyggju að gifta okkur undir eins.” Frú Chadwick lagði handarbakið á enni sitt eins og hún væri skelfd og hjálparvana. „Á slíkum stundum,” sagði hún mæðulega, „vildi ég óska að faðir þinn væri enn á lífi —" „Ó, mamma —” „Eins og allir vita, þá hef ég gert mitt besta. En það er ekki auðvelt að ala upp barn alein.” Hún lokaði augunum, eins og minningarnar gerðu hana þreytta. Beth sagði hvasst: „í öllum Guðs bænum! Ég var átján ára þegar pabbi dó. Og núna,” bætti hún ákveðin við, „er ég tuttpgu og þriggja ára og ég ætla að gifta mig og þú verður bara að gera svo vel að sætta þig við það.” „Viltu rétta mér töflurnar á náttborð- inu?” sagði frú Chadwick, „svo held ég aðbég vilji vera ein. Þú hefur gefið mér þó nokkuð til þess að hugsa um.” Morguninn eftir var móðir hennar ekki enn komin fram þegar Beth þurfti að fara til þess að ná strætisvagninum, hún lagaði því kaffi á hitabrúsa og skildi morgunverðarbakka eftir á borðinu fyrir framan svefnherbergi hennar. I hádeginu kom André, sem hafði eytt morgninum með umboðsmanni sínum i London, inn í litla og þrönga skrifstof- una hennar með stóran vönd af gulum rósum og flösku af kampavíni. „Aðeins fyrir okkur,” sagði hann, þegar hann tók tappann úr og lét vinið freyða i skrif- stofukönnurnar. En þetta einkasamkvæmi þeirra fékk skjótan endi; fréttin hafði óhjákvæmi- lega lekið út og breiðst eins og sinueldur um allt fyrirtækið, og þegar orðið var ótrúlega fjölmennt í skrifstofu Beths, þá létu þau sig berast út með straumi vel- viljaðra og höfnuðu á veitingastað í ná- grenninu. Eftir að þau höfðu snætt, sagðist André ætla að fara að kaupa handa henni hring, en hann vildi ekki að hún kæmi með sér. Svo þau ákváðu að hann kæmi heim til hennar síðar til þess að ná í hana — og hitta verðandi tengda- móður sína. Þegar Beth var að fara fékk hún skyndilega hugdettu og tók með sér nokkur þvæld eintök af skáldsögum Andrés af skrifborði sínu. Kannski móðir hennar vildi lesa þær — kannski myndi hún skilja. Þegar hún kom heim var læknirinn að fara út. „Hvað kom fyrir?” spurði hún i hræðslutón og hún sá fyrir sér of stóra skammta af svefnlyfjum og sundur- skornar slagæðar. „Þetta er allt i lagi, Beth,” flýtti lækn- irinn sér að segja í fullvissutón, „aðeins smáfall, ekkert alvarlegt. Nokkrar smá- skrámur.” Hann brosti til hennar. „Reyndar virtust hún og stöllur hennar skemmta sér konunglega!” „En hvernig vildi þetta til?” „Eins og mér skilst þá stóð hún á stól til þess að ná upp í háa hillu í eldhúsinu og þá hringdi dyrabjallan. Ein af vin- konum hennar opnaði fyrir blaðamanni sem hafði fengið veður af trúlofun þinni og í öllum spenningnum þá féll hún af stólnum. Hafðu engar áhyggjur, það verður allt í lagi með hana á morgun!" 48 Vikan 34* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.