Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 40
Mannskepnan hefur byggt. sér
eldstæði frá örófi alda og varð-
veisla eldsins var ábyrgðarstarf
meðal forfeðra vorra. Eldurinn
var fyrst og fremst hitagjafi en
síðar einnig eldunarstaður fyrir
fæðuna. Hann var líka eini ljós-
gjafinn um aldaraðir, hrakti
náttmyrkrið á brott og var
mannkyni vörn gegn rándýrum,
sem hræddust eldinn. Eldstæðið
varð aðalsamkomustaður hvers
samfélags og hafði því þýðingar-
miklu félagslegu hlutverki að
gegna.
Þegar menn fóru að byggja
sér húsnæði var eldurinn hafður
í miðri vistarverunni og eins og
nærri má geta voru þær vistar-
verur ekki sem hreinlegastar. Þá
var op haft i lofti svo reykurinn
kæmist út.
En með tilkomu skorsteinsins
varð bylting í híbýlum manna.
Menn tóku að huga að útliti
þeirra og alls kyns listiðnaður á
heimilunum blómstraði.
Varla gat annað verifl en að það vmri
arinn á heimili Magnúsar sjáifs og
eiginkonunnar, Bjargar Aradóttur.
Þafl hafði afl visu ekki verið gert ráfl
fyrir þvi i upphafi, en Magnús kunni
ráð við þvi. Þetta er gamall fata-
skápur, sem hann breytti i arin og
reykrörið leiddi hann út fyrir ofan
eldhússkápana. Arinninn er allur úr
eldföstum steini og slipuflu náttúru-
grjóti. Einn stakur Drápuhlíðarsteinn
til skrauts. Verð 400 þúsund krónur.
Guðrún Erna Narfadóttir og Jón
Sturla Ásmundsson völdu að hafa
arininn úr sprengdum rauðum múr-
steini og skreyttan með Drápuhlíð-
argrjóti. Arinhillan er úr marmara-
plötu. Verfl 450 þúsund krónur.
Á síðari árum hefur þróunin
orðið sú að margs konar aðrir
varmagjafar hafa leyst arininn
af hólmi. Áður var arinninn
miðdepil! heimilisins, hinn óum-
deilanlegi samkomustaður fjöl-
skyldunnar og öll niðurröðun
húsgagnanna var miðuð út frá
honum. Sjónvarpið kom til sög-
unnar og varð miðdepill heim-
Arinn er eitt af því, sem í hugum margra er
órjúfanlega tengt heimilishlýju. Hver kann-
ast ekki við myndir af gömlum manni við
arineldinn, lesandi blaðið í inniskónum og
með pípu í munni. Eða gömlu konuna í
ruggustólnum, sem prjónar við hlýjuna frá
eldinum. Þrátt fyrir tæknivæðingu, sem
gerir arininn að úreitum varmagjafa virðist
hann ætla að halda sessi sínum á heimil-
inu.
40 Vikan 34. tbl.