Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 14
- Eftir brottför læknisins rauk hann á fætur og þvoði allt eldhúsið hátt og lágt. Sagði að sér liði svo illa af því að ég væri svo mikill sðði og ræktaði veirur í eldhús inu til aðeyðileggja heilsu hans. — Sjálfræðissviptingin er komin í gegn en það er ekki hægt að koma honum á spít- ala fyrren eftir helgina. Laugardagur: 1 nótt réðst hann á mig þegar ég var að biðja hann um að hafa ekki svo hátt að nágrannarnir kölluðu aftur á lögregluna. Ég flúði til vinkonu minnar, fór bara í kápu utan yfir náttkjólinn. — Ég veit að það er hættulegt að skilja hann einan eftir því að hann keðjureykir og skilur eftir logandi sígarettur á hinum ólík- — Ég fór og talaði við félagsráðgjafa hjá borginni. Hann sagði að því miður væri ekkert hægt að gera, svona fólk væri á engra manna ábyrgð nema ættingja sinna. Og mér væri í sjálfsvald sett að losa mig við hann. — Ég veit að eftir nokkra mánuði byrjar sami vítahringurinn upp á nýtt. Ég er hræddust um að missa vinnuna ef ég er of mikið frá. Og ég get ekki stundað vinnu með hann í kasti heima. Þar að auki veit ég ekki hvað ég þoli mikið af slíku í viðbót án þess að brjálast sjálf. Kannski er það líka bara best. Og hver tekur þá við ábyrgðinni á honum? við nein sjúkdómseinkenni i tvö ár. Við bjuggum þá i sveit, konan mín og ég. og vorum mjög bjartsýn á að nú væri ég alveg laus við sjúkdóminn. Það voru okkur því ólýsanleg vonbrigði þegar hann braust fram á ný. — Eftir það var ég sendur á Éarsótt. Þar voru okkur gefin raflost sem voru þvílík skelfileg martröð að ég strauk þaðan í dýpstu örvæntingu. Ég leitaði svo á náðir Klepps og hér hefur verið reynt að gera fyrir mig allt sem hægt er miðað við að- stæðuren þessi spítali er í miklu fjársvelti. — Það er ekki hægt að vinna bug á þessum sjúkdómi, bara að halda honum í skefjum^ Og þó að við sjúklingarnir legustu stöðum í íbúðinni. En ég hafði ekki einu sinni áhyggjur af því lengur. Ég vildi óska að hann brynni inni. Sunnudagur: Ég tók inn svefnlyf og svaf í næstum hálfan sólarhring heima hjá vin- konu minni. Vaknaði full af sektarkennd vegna hugsana minna nóttina áður. Ég fór heim til að líta eftir honum. íbúðin leit út eins og eftir sprengjuárás. Hann var búinn að taka allt út úr öllum skápum. Einnig hafði hann tekið ís út úr frystihólfinu og slett honum upp um alla veggi. Hann varð fokvondur af því að ég opnaði með lykti en barði ekki að dyrum „eins og venjulegt fólk gerir”. Enda henti hann mérfljótlega út. Mánudagur: Þeir sóttu hann í dag. Ég var sem betur fer ekki viðstödd en mér var sagt að hann hefði farið fúslega með þeim. Kannski hefur hann sjálfur verið orðinn uppgefinn. — Ég er þegar farin að kvíða því að fá hann heim aftur. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Ættingjar ntínir þrýsta mjög á það að ég losi mig við hann. En hvaða lausn er það? Það breytir ekki þeirri staðreynd að mér þykir ntjög vænt unt hann og fyrir utan tilfinningalegu hliðina mundi það ekkert þýða. Hann kæmi bara aftur. Hvert á hann annars að fara? Ég veit að foreldrar hans vilja ekki lengur taka við honum og sjálfur vill hann vera hjá mér ogsyni okkar. Sem þætti líka eðlilegasti hlutur i hcimi ef hann væri haldinn líkamlegum sjúkdómi. Árni, sjúklingur, manio-depressive, tæplega fimmtugur að aldri. Betra að gefa okkur tækifæri til þess að vinna en að skella okkur á örorkubætur — Sjúkdómseinkenni mín brutust fram þegar ég var 18 ára en þau lýsa sér sem mjög sterkar geðsveiflur. Annaðhvort er ég geysilega ör eða sekk niður í svartasta þunglyndi. í fyrstu vissi ég ekki hvað var að gerast en þetta var fljótt að fréttast og ég fékk að heyra að ég væri brjálaður. — Ég bjó úti á landi en var sendur suður til meðferðar sem var ekki fólgin í öðru en því að ég fór tvisvar í viku í spraut- ur til taugalæknis. Hann talaði við mig í fá- einar mínútur í fyrsta sinn sem ég kom til hans og síðan ekki söguna meir. Hann safn- aði bara saman öllum þeim sjúklingum sent þurftu á þessum sprautum að halda og sprautaði þá hvern á fætur öðrum. Ég fékk aldrei neinar útskýringar á sjúkdómi rnínunt né því við hverju ég mætti búast í framtíðinni. Það var hræðileg tilfinning að þurfa að sætta sig við að vera í rauninni bú- inn að missa af lifinu áður en ég var byrj- aðurá þvi. — Eftir að ég gifti mig varð ég ekki var reynum að sætta okkur við hann erum við alltaf jafn bjargarlausir í kasti. Og í köstun- um er okkur ekki treystandi til að taka inn tilskilin lyf sem við fáum heim með okkur. Sveiflurnar koma líka svo snöggt að við erum oft komnir allt of langt upp eða niður þegar við náum loks sambandi við lækni. — Til að byrja með komu þessar sveifl- ur frant einu sinni til tvisvar á ári en að undanförnu hefur orðið mun styttra á milli. Það eru ein vonbrigðin í viðbót. Mér hafði verið sagt að fólk kæmist oft yfir þennan sjúkdóm um fertugt en ég virðist ekki til heyra þeim hópi. Þær virðast óháðar ytri aðstæðum, þ.e.a.s. það þarf ekkert sérstakt áfall til að kalla þær fram. Við eigum alltaf á hættu að missa allt sem okkur þykir vænt um — Það sem skortir þó mest á í okkar málum er aðstoð að lokinni sjúkrahúsvist. Sjálfir læknarnir eru svo yfirhlaðnir störf- um að maður hefur hálfgert samviskubit af því að ónáða þá. Þörfin á litlum vistheimil- um og vernduðum vinnustöðum er knýj- andi. Héðan útskrifast daglega sjúklingar sem eiga eiginlega í ekkert hús að venda. 14 ViKan 34- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.