Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 47
„Ég hefði átt að sýna henni hvað ég vildi, fyrir löngu síðan,” sagði hún. Þetta var erfið aðstaða — en hvað gætir þú gert ef þú ættir móður eins og Beth? þegar móðir hennar sagði andvarpandi: „Hafðu þá engar áhyggjur,” og á eftir fylgdu augnagotur yfir borðið. Beth sneri sér að skrifborðinu og hrifs- aði til sín bakkann. Þegar hún reyndi að ýta á hurðina með öxlinni féll lítill bolla- stafli um koll og smáhljóð heyrðist og rödd móður hennar fylgdi henni inn í forstofuna: „Ég sagði þér að skilja hann eftir. Ég hefði miklu frekar gert þetta sjálf en að láta brjóta bestu bollana mina.” Einhvern daginn þegar hún beitir brögðum sem þessum þá læt ég allt helv... draslið detta í gólfið, hugsaði Beth ánægjulega með sjálfri sér. En þetta var þó lítil huggun, því hún vissi að hún myndi aldrei standa við þetta. Hún skildi bakkann eftir í eldhúsinu, hljóp upp í herbergið sitt um leið og hún klæddi sig úr peysunni og gerði í hugan- um áætlun um að vera komin út úr hús- inu innan fimmtán mínútna. Það var há- markstimi sem hún gat leyft sér að gera ráð fyrir ef hún átti ekki að koma meira en hálftimaof seint. Myndi hann bíða? Myndi hann jafn- vel hringja í hana? Við þessa skelfilegu hugmynd hristist hönd hennar og augn- háraburstinn rakst með sársauka upp í augað á henni. Móðir hennar myndi þá svara í setu- stofunni og segja síðan við eftirvænt- ingafulla áheyrendurna: „Ó, þetta var bara einn af aðdáendum Beths, útlend- ingur eftir röddinni að dæma.” Siðan myndi hún bæta við i léttari tón: „Ég á svo erfitt með að muna þá alla.” Hún naut þess að bæta þessu síðasta við þó hún vissi fullvel að vinkonur hennar tryðu því ekki eitt augnablik. Þær myndu sjá þetta sem dæmi um blinda aðdáun hinnar smágerðu fögru móður á hávaxinni og slánalegri dóttur sinni. Það fór hrollur um Beth og hún réðist á hár sitt með hárburstanum. Þegar hún var tilbúin, eða eins tilbúin og hún gat orðið, því enn klesstust votir hárlokkarnir við háls hennar og hnakka, læddist Beth varlega á tánum niður stig- ann; en í þann mund sem fingur hennar snertu húninn á útidyrahurðinni opnuð- ust setustofudyrnar og móðir hennar birtist með ísfötuna í hendinni. „Elskan, en hvað þú lítur vel út!” hrópaði hún. „Eylltu bara þessa ísfötu fyrir mig og svo geta stelpurnar dáðst að fallegu dóttur minni.” „Ó, mamma —” en ísfatan var þegar komin I hendur hennar og móðir hennar var komin inn í setustofuna með silki- pilsið skrjáfandí. Hún setti isbakkann undir heitavatns- bununa þar til hálfbráðnir ísmolarnir duttu i vaskinn. Hún safnaði þeim saman, lét þá falla i ísfötuna og flýtti sér með þá inn í setustofuna, þar sem bridgespilinu var nú lokið og verið var að skammta gin og sérrý. „Þakka þér kærlega fyrir, elskan,” sagði móðir hennar með röddu sem gaf það í skyn að hin minnsta greiðvikni frá Beth væri dásamlegur og sjaldgæfur hlutur. Beth lét ísfötuna á borðið og hélt til dyra. „Skemmtu þér vel, elskan. Líttu svo inn til min og segðu mér frá kvöldinu, ef þú kemur ekki mjög seint heim,” sagði móðir hennar, rétt eins og það væri alvanalegt að þær röbbuðu saman langt fram á nótt. „Góða nótt. allar saman,” sagði Beth og hún varð að taka á allri sinni stillingu til þess að skella ekki hurðinni. Hún greip handtöskuna sína og hljóp út úr húsinu, rétt í tæka tið til þess að sjá strætisvagninn renna í burtu. Hann var minni en hana minnti. Hún fann fyrir asnalegri vonbrigðakennd og hugsaði með sér að það væri líklega vegna þess að hún væri á háum hælum. Hann var kraftalegur og þrekvaxinn maður með stutt, kolsvart hár og sterk- legar hvitar tennur. Enskan hans var svo reiprennandi í bréfum hans að hún hafði gleymt hve tilgerðarlegur fram- burður hans gat orðið — og hún fann sér til bæði léttis og viðkvæmni að hann var líka mjög taugaóstyrkur. Að loknum nokkrum afkáralegum til- burðum við að fara úr jakkanum, setjast á bekkinn á móti honum við borðið og panta drykki, féll á vandræðaleg þögn. Hún rauf hana njeð því að segja: „Mér þykir leitt að véra'svona sein.” Hann sagði: „Ég var aðeins hræddur um að þú myndir ekki koma.” Augu þeirra mættust og þau horfðu hvort á annað, hvorttveggja i senn opin- ská og feimin, á verði en samt innileg. Eftir nokkur andartök tók hann varlega hendur hennar í sínar. Hann laut höfði og leit á þær, sneri þeim sitt á hvað og hún óskaði þess að hún hefði haft tíma til þess að snyrta þær. „Þú hefur svo fallegar hendur,” sagði hann alvarlegur. Hann leit upp og þau brostu til hvors annars, fyrst aðeins lítil- lega en svo heitt og innilega. Spennan á milli þeirra hvarf og Beth hugsaði með ánægjulegri fullvissu: Þetta á eftir að verða allt í lagi. „Hve fljótt getur maður gengið i hjónaband hér á landi?” spurði hann I leigubílnum þegar hann var að fylgja sioasti soludgur|KR/KG. | ÞVNGD. | VERÐ. SVf/NN, 5 37-Í2DD @ KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA @ revkiðjan hk SMIUJHVIGI 16 -J,- 7 6140 PLASTPOKAVERKSMIÐJA ODDS SIGURÐSSONAR GRENSÁSVEGI 7 REYKJAVÍK BYGGINGAPLAST ♦ PLASTPRENTUN * MERKIMIÐAR OG VÉLAR PLASTPOKAR Pliislos liF PLASTPOKAR O 82655 KYIVIIMIÐ YÐUR VERÐ OG GÆÐI 17 T'W 'RENTU»,v3 TOLVUVOG BORGAR SIG! Kprentun. TEmjHuÉro^ÝHGÍT GUÐMUNDUR,S.3f-R l£W GÖWIR VÖRIJR Wiilfl Ö GOÐU UERÐI j ^r1 ■ t" BUBBÍ ______ POKKUNAROAGUR -S . 9 NONNIG BUBBÍ SPYRJIÐ ÞESSA TRYGGIÐ YÐUR VOG MEÐ NÆSTU SENDINGU GERIÐ PANTANIR STAÐFESTIÐ 529 * j V TRIXPLAST HEIMILSPOKAR 50STK. Á RULLU 34- tbl. Vlkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.