Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 24
Lestin þokaðist inn á járnbrautarstöð- ina eins og risavaxinn járnsnigill. skreið þunglega fram hjá honum og stoppaði með þreytulegu andvarpi. Dyrnar sigu til hliðar og út úr vögnunum streymdu syfjulegir ibúar úthverfanna. á leið til vinnu sinnar. Roland leið með straumnum á móti. þeim sem þrengdi sér inn i tóma vagn- ana. Hann stefndi á sætið sitt við glugg- ann. sem sneri I sömu átt og lestin fór. Þetta. að eiga sitt ákveðna sæti i tiu min- úlur-yfir-sjö-lestinni, var ein venja af mörgum sem hann hafði tamið sár. Hann var raunar mjög ungur maður. þritugur, og hefði þar af leiðandi ekki átt að vera svo staðnaður I ákveðnu lífs- mynstri. Húsin liðu fram hjá gluggunum. Nokkrir farþegar höfðu yfirgefið lestina og hinir nýkomnu settust I auð sætin. Það brakaði í dagblaðapappir. Nýr vinnudagur var runninn upp, alveg á sama hátt og í gær og i fyrradag. Fólk hreyfði sig i sætunum. Nokkrir gengu frá hjá honurn og horfðu á auða sætið á móti honum. Allt í einu lagði daufa ilm- vatnslykt að vitum hans. Hann skaut augununt forvitnislega á þann sem borið hafði ilminn með sér og greindi fallega. granna fætur, dragt, hálsklút og önnur smekkleg smáatriði, Ijóst hár og tvö blá augu. Það liðu nokkrar sekúndur þar til hann uppgötvaði hvað það var. sem hann varað horfaá. — Ja hérna, sagði hann. Stúlkan brosti varfærin. Hún leit út fyrir að vera jafn undrandi og hann. Vagninn hristist þegar lestin skipti unt spor. Roland hugsaði sig um andartak. hann varð að vera eðlilegur. En hann vissi í rauninni ekki hvernig liann átti að haga sér. Eina tilfinningin sem hann fann fyrir var einhvers konar áfall. óþægileg tilfinning þegar gamlar minn ingar skjóta upp kollinum. — Það er gaman að Ititta þig aftur, Kairin. En hvað i ósköpunum ert þú að gera hér? Heimskuleg spurning. En stúlkan brosti aftur, og fegurð hennar kastaði Ijóma yfir dapurt andrúmsloftið i vagn inunt. Eins og blóm á litlausri jörð. hugs- aði hann. En hann tók ekki eftir sársauk- anum i augum hennar, jafnvel þegar hún brosti. — Sömuleiðis, það er gaman að hitta þig, sagði hún einlæg. Þau tóku eftir þvi að allir í vagninum voru farnir að fylgjast með samræðum þeirra. Heima i einbýlishúsinu |æirra var kona Rolands að ljúka við að þurrka síðustu bollana eftir morgunmatinn. Hún, Maria. lagleg, frekar smágerð. 27 ára göntul, með dökkbrúnt hár og græn o Sameiginleg fortíð eftir Nicholas Roe augu, gerði sömu handtökin á hverjum morgni. Björn. sonur hennar og Rolands. hafði sullað niður graut á buxurnar hennar og hún settist við eldhúsborðið með rakan klút og reyndi að þvo það mesta úr. Þetta var fagur vorntorgunn. Henni fannst hún ofl verða innilokuð og uppgefin heima. en í dag var hún glöð. Hún rauk á fætur þegar hún heyrði að Björn var að reyna að klifra upp stigann og hljóp af stað til að bjarga honuni. Roland leiðekkert betur, þó þau sætu þegjandi i nokkrar minútur. Hann varð ekkert rólegri og hann gat ekki hugsað skýrt. Aftur á móti varð sú tilfinning, að hann væri eins og dýr i búri, sterkari og sterkari. Brot úr minningum. sem læstar höfðu verið niður I hugskotum, skullu yfir hann eins og flóðbylgjur. Þessar sundurlausu minningar úr fortiðinni urðu allt i einu svo Ijóslifandi og raun- verulegar. Hann tók eftir þvi, að hann hafði haldið svo fast utan um dagblaðið að það var allt orðið krumpað. Hann reyndi að slappa af. Það var allt i einu gott að finna olnbogann á manninum við hlið- ina á honum borast inn i handlegginn. Það var þá tákn um að ástandið var eðli legt. allt var eins og áður. Þrátt fyrir allt. Hann ræskti sig. — Eg er á leiðinni niður i bæ. i viðtal út af nýrri vinnu, sagði hún. — En... Hvað I ósköpunum gat hann sagt? Við hlið þeirra beggja sátu venjulegir skrifstofumenn. Hreyfingarlausir likam- ar. sem földu sig bak við dagblöð. En þrátt fyrir það vissu þau að fjögur eyru blöktu af forvitni á bak við siður dag- blaðanna, hlustuöu á hvert orö. lil þess að vega innihald þeirra og meta. — Ég er búin að búa í þessum bæjar- hluta um nokkurt skeið, sagði hún. — Og svo frétti ég af þessari stöðu. Eg frétti það i gegnum sjö eða átta manns. að fyrirtækið hefði verið að reyna að ná sambandi við mig. Ég hringdi í þá, og þeir gengu beint til verks og spurðu hvenær ég gæti byrjað. Bjartur hlátur hennar smitaði hann. — Er þetta góð vinna? — Ég held það. Það er að segja. ég vona það! Þögn. — Annars er ég að ráðgera að flytja til Vestby. kaupa þar raðhús með vin- konu minni. hélt hún áfram. VINKONA. Af hverju lagði hún svo mikla áherslu á það? Þögn á ný. — Vissirþúaðégbýþar? — Nei, sagði hún hljóðlega. Hún hristi höfuðið og þau horfðu á hvort annað, rólegri en þau höfðu verið hing- að til. Giftur maður. Og stúlka. Það hafði gerst fyrir tveimur árum siðan og skilið eftir sig sorglegt ör á hjónabandi hans. En nú höfðu hann og Maria eignast son og allt var orðið breytt, hugsaði hann. — Það er langt siðan við hittumst síðast? Þetta hljómaði frekar eins og full- yrðing en spurning og hún kinkaði kolli. Hún brosti ekki lengur. Augnaráð þeirra mættist, en aðeins eitt sekúndubrot. Augnaráð vekja upp minningar um hræðsluna. óvissuna og ef til vill eitt- hvað fleira. Roland varð að þvinga sig til að opna munninn. — Hvað hefur þú verið að gera allan þennan tima? Þú ert hætt með barna- bókaútgáfuna, er þaðekki? Þetta var gamall brandari sem þau höfðu notað sin á milli. Ef til vill var hann að ögra forlögunum og öðrum yfir- náttúrlegum öflum með því að minna hana á þetta. En hann hafði ekki hugsað áður en hann talaði. Og þessi fundur þeirra var alger tilviljun. — Hvaðég hef veriðaðgera. Ja . .. Katrin hikaði. Hvað? Eftir leynilegu sæluaugnablik- in, þegar þau uppgötvuðu hvert stefndi? Eða eftir orðaskiptin sem urðu meira særandi eftir þvi sem á leið? Eftir ásak- anirnar? Eftir hin niðurdrepandi simtöl, þegar þau hvísluðust á um hvað allt væri vonlaust? Eftir tárin? Eftir að öllu var lokið? — Eg vann á skrifstofu og afgreiddi I verslun, var alltaf að valda vandræðum, vann fleiri leiðinleg störf sem þú myndir örugglega hlæja að. Lestin skrölti áfram, stoppistöðvarn- ar runnu i eitt, fólk yfirgaf lestina og aðrir komu inn i staðinn. Roland strauk hendinni taugaóstyrkur í gegnum hárið og klóraði aumingjalega i nefið á sér. — Mér finnast flest störf hlægileg, sagði hann brosandi. — En ég hélt að þér liöi vel hjá útgáfufyrirtækinu. — Mér leið lika ágætlega þar. — Af hverju hættir þú þá? — Æ, þú veist, maður verður leiður á þvi til lengdar að vera alltaf á sama stað. Vinnan verður stöðnuð. Mig langaði til að skipta um umhverfi. Skilur þú það ekki? Jú, hann skildi það. Skyndilega fór um hann hlýr straumur þegar hann uppgötv- aði, að sameiginleg fortíð þeirra var skki grafin og gleymd. Hann gat ekki sælt sig við að það væri óumflýjanlegt að árin liðu hvert af öðru. En það sem þau vissu um hvort annað myndi aldrei gleymast. Hann byrjaði að finna fyrir velliðan og þrá. — Ég, eh . . . Hann vissi ekki hvernig hann átti að koma orðum að því. Ef til Það liðu nokkrar sekúndur, þar til hann uppgötv- aði hvað það var, sem hann var að horfa á. Hún leit út fyrir að vera jafn undrandi og hann. Augnaráð þeirra mættist andartak, en síðan litu þau snöggt til hliðar. Augnaráð vekja upp minn- ingar um hræðsluna, óttann og ef til vill eitthvað fleira... 24 Vikan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.