Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 17
Framhaldssaga eftir Rhonu Uren 4. hluti „Það verður léttara yfir öllu þegar hr. St. John kemur heim því hann heldur margar veislur og boð. Húsið er allt annað þegar hann er heima. Þjónustufólkið er alltaf ánægt þegar hann kemur, það kvartar enginn vegna aukavinnunnar, okkur finnst skemmtilegt þegar það er svo líflegt hér." Ég nálgaðist hana og brosti ánægð vegna þess að nú átti ég loksins að fá að hitta hana. En ég sá enga ánægju i aug- um hennar. Ég reyndi að tala eins létt og ég gat. „Góðan daginn, Viola frænka, ég hef hlakkað svo til að hitta þig og mér þykir leiðinlegt að þú skulir vera svo illa fyrirkölluð.” Hún sneri höfðinu þunglega að mér. eins og það væri fullt af blýi, og starði sviplaustá mig. Erændi minn tók utan um hendur hennar. „Ætlarðu ekki að heilsa barn- inu, góða mín? Ætlarðu ekki að bjóða systurdóttur þina velkomna?” Örlítill skilningur virtist færast í augu hennar. „Ellen! Dóttir Ellenar?” „Já, frænka,” svaraði ég áköf. „Ég er Della. Mamma mín sendir þér kærar kveðjur og fullt af skilaboðum.” Varir hennar bærðust en ekkert hljóð heyrðist. Síðan tautaði hún: „Della .. . Della . . .” eins og hún væri að reyna að rifja eitthvað upp. Þá leit hún allt i einu tortryggnislega á mig og hrópaði æst: „Hvernig get ég vitað hver þú eit? Þú gætir verið svikari! Ég þekki þig ekki. Earðu: Farðu!” Hún virtist vera mjög æst. Ég hörfaði til baka þvi ég vildi ekki æsa hana upp. Veslings sjúka sálin, ég vissi að hún hafði þurft að þola mikið en ég hafði ekki búist við að svo illa væri komið fyrir henni. En hve móðir min myndi syrgja örlög systur sinnar! Frændi minn klappaði henni á hend- urnar. „Þetta er allt í lagi, vina min, vertu nú ekki æst. Ég fullvissa þig um að þetta er Della. Hún mun fara núna en koma aftur og heimsækja þig einhvern daginn þegar þér liður betur.” Denning hjúkrunarkona fylgdi okkur til dyra, einna líkust hræddum fugli. Frændi minn talaði kuldalega til hennar. „Hennar náð er æst i dag. Tekur hún inn lyfin reglulega?” Veslings konan neri hendur sínar og virtist vera reglulega leið. „Ég geri allt sem ég get til að láta hana taka þau en stundum neitar hún. Eða — hún felur þau.” Frændi minn var svo harðorður að ég sneri mér undrandi að honum. „Það er starf þitt að sjá til þess að hún taki inn lyfin. Ef þú ert ekki fær um að gegna því verðum við að breyta eitthvað til frú mín góð.” Hann snerist á hæli, gekk hratt í gegn- um ganginn og niður stigann. Ég elti hann eins hratt og ég gat. Ég fann ákaf- lega til með honum. Veslings maðurinn. Hve heitt óskaði hann þess ekki að Viola frænka yrði heilbrigð og gæti tekið upp sess sinn sem eiginkona hans og lafði. Ég vonaði að þess yrði ekki langt að bíða. Það virtist vera svo ranglátt gagnvart þessum góða manni að láta hann ganga i gegnum svo mikið. En frændi minn var jafn óeigingjarn og ávallt og hugsaði fyrst og fremst um mig, hann stað- 34. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.