Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 21
„Svo virðist sem heiðursgesturinn sé kominn,” sagði hún. „Listamaðurinn sem allir talá um.” Ég lagði höndina á handlegg hennar. „Er hann mjög þekktur frú Buller-Hunt- er? Ætti ég að þekkja verk hans ef ég verð spurð?” spurði ég og vildi ekki vera álitin kjáni. „Hann var óþekktur, þar til hann málaði myndina sem hefur tekið Lund- úni með trompi. Hún er kölluð Falleg ungfrú og er mynd af ungri stúlku við ströndina. Ég hef ekki séð myndina per- sónulega en hún er sú mest umrædda í dag.” Ég fann slagæð banka i hálsi mínum um leið og ég reyndi að sjá i gegnum mannþröngina. Örlögin gátu þó varla verið svo kaldhæðin að láta það vera Vaughan? Það var eins og fólkið hefði fundið brennandi augnaráð mitt því það sneri sér i áttina til okkar. Síðan fann ég blóðið streyma eins og eld í gegnum lík- ama minn og lita kinnar mínar rauðar — því að þetta var hann. Ég veifaði blæ- vængnum mínum í ákafa. Að nokkru leyti til að fela mig og að nokkru leyti til að kæla vanga mína. Síðan heyrði ég i gegnum ákafan hjartsláttinn að frú Bull- er-Hunter sagði mér að þau nálguðust. Nú stóðu þeir fyrir framan okkur, Clive og Vaughan. Minningarnar um vonir mínar og skömm altóku huga minn um leið og Clive kynnti okkur. „Hr. Mowbray er frá Cornwall, Della, svo að þið ættuð að hafa eitthvað til að ræða um," sagði hann. Ég hneigði mig en gat ekki fengið mig til að líta hærra en að snyrtilegu skeggi hans. Siðan fylgdi Clive frú Buller-Hunt- er til rithöfundar sem hún hafði miklar mætur á og við urðum ein eftir. Ég leitaði ákaft i huga mér að ein- hverju aðsegja og tókst loksins aðstynja upp: „Mér skilst að ég ætti að óska þér til hamingju með þá frægð sem þér hefur nú hlotnast.” Hann hló kuldalega. „Svo að nú er ég nógu góður félagi fyrir fröken Dellu Payne frá Faraós Hall. Fullkomin stakka- skipti vegna þess að málningu var fyrir komið á sérstakan hátt á strigabút. Og þó ekki einu sinni þess vegna heldur þess að nokkrir svokallaðir listfræðingar ráku augun í myndina. Mér finnst það hjákát- legt.” Ég fann að hann hafði einnig orðið að líða, svo að ég reyndi að safna kjarki og sagði: „Ég vil biðja þig afsökunar á þeim skammarlegu móttökum sem faðir minn veitti þér, hr. Mowbray.” Hann yppti öxlum kæruleysislega. „Það var ekki þér að kenna, fröken Payne, við skulum gleyma þessu. Hef- urðu séð myndina mína, Fallegu ung- frúna?” Ég sagði honum að ég hefði ekki verið i Lundúnum, það væri ferðalag sem við frú Buller-Hunter hefðum ráðgert að fara síðar meir. „Það hafa verið myndir af henni i dagblöðunum og unga stúlkan á mynd inni ert þú, hvort sem þér líkar það eða ekki.” „En það getur ekki verið!" mótmælti ég. Augu hans rannsökuðu andlit mitt. „Margir eiga ef til vill erfitt með að sjá það því að ég málaði þig aðeins eins og ég sá þig bera við ilia málaða og Ijóta baðvélina sem alls ekki passaði inn í um- hverfið, ekki fremur en ég gerði seinna meir hjá föður þínum." Ég var orðlaus en sem betur fór kont James frændi einmitt í því. Eftir að hafa óskað Vaughan til hamingju meðárang- urinn, leit hann rannsakandi á okkur til skiptis. „Hefurðu hitt frænku mína áður?” spurði hann. Ég gat mér þess til að faðir minn hefði sagt honum frá ævintýri minu og beið spennt eftir svari frá Vaughan. „Eg hef þá ánægju, herra minn, en það voru mjög stutt kynni." Siðan varð Vaughan miðdepill sam- kvæmisins og lofsyrðunum rigndi yfir hann. Einhver talaði um að ég líktist ungu stúlkunni á málverkinu og þá spurði frændi minn hvort hann vildi ekki mála af mér andlitsmynd. „Það yrði skemmtileg viðbót við and- litsmálverk okkar ef þú vildir vera svo vingjarnlegur, hr. Mowbray." Vaughan lýsti ánægju sinni yfir þess- ari tilhögun og frændi minn heimtaði að hann yrði gestur hans til að ég gæti setið fyrir. Nú var ég komin í aðstöðu sem i Cornwall hefði verið ómöguleg. Ég átti að sitja ein með Vaughan svo klukku- stundum skipti og hefði næg tækifæri til að kynnast honum. Hjarta mitt tók að slá örar. Hvað myndi koma út úr þessu? Hver var framtið mín? Á morgun myndi ég skrifa til Jennyar og segja henni frá þessum breyttu örlögum minum. Áttundi kafli. Sterkari en gleði min yfir að sitja fyrir hjá Vaughan var feimnin og skömmin. Frændi minn lét frú Buller-Hunter og Vaughan það eftir að velja kjólinn sem ég ætti að vera í á myndinni. Framhald í næsta blaði. III Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. WBIAniB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 34. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.