Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 63
Til barna og unglinga Ráðgert er að gefa út bók er beri heitið ISLENSK BORN Á BARNAÁRI, með efni eftir börn og unglinga 16 ára og yngri. Framkvæmdanefnd alþjóðaárs barnsins beinir þeirri ósk til ykkar sem eruð á þessum aldri að senda nefndinni efni, sem lýsi daglegu lífi ykkar og skoðunum á því hvernig'er að vera barn á tslandi núna. Ráð- gert er að framlag ykkar verði efniviður bókarinnar. Dæmi um efni: Hvernig er heimur ykkar? Hverju munið þið reyna að breyta þegar þið eruð orðin stór og ráðið málum? Við hvað unið þið ykkur best? Hvað leiðist ykkur? Hvað hafið þið gert á barnaárinu? Hvernig kemur fullorðið fólk fram við ykkur og þið við fullorðna? Hvernig er: barnaheimilið, skól- inn, fjölmiðlar? Hvernig er heima? Hvað gleður ykkur eða hryggir? Hverju reiðist þið helst? Hvernig viljið þið hafa heiminn? Frásagnir ykkar mega vera langar eða stuttar, jafnvel ör- stuttar og myndskreyttar hjá þeim sem hafa gaman af að teikna. Þær mega vera í formi ritgeröar, ljóðs, sögu eða leik- rits, sem þið semjið ein eða fleiri saman. Ef vel tekst til getur bókin orðið öllum sem ráða málum ykkar á einhvern veg, til um- hugsunar og hjálpar og jafnvel ykkur sjálfum þegar þið verðið fullorðin og þurfið að taka mikil- vægar ákvarðanir sem varða börn. Sendið efni til framkvæmda- nefndar alþjóðaárs barnsins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 24. október 1979, merkt einhverju dulnefni og fæðingar- ári höfundar, en nafn fylgi með í lokuðu umslagi. Verðlaun verða veitt, þátttakendur mega gera tillögur um verðlaun. Pennavínir Guðfínna Auöur Guðmundsdóttir, Hraunbæ 102 d, 110 Reykjavík óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 10—12 ára. Áhugamál eru margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Helmut Goihl, Friedhofstr. 4, DDR 4204 Bad Lauchsádt bei Hallc/Saale German Democratic Republic. Hann er kennari með mikinn áhuga á öðrum löndum og þjóðum og langar til að skrif- ast á við tslending með von um að fræð- ast eitthvað um land og þjóð. Aðal- áhugamál eru: Að skipta á myndum, póstkortum, frímerkjum, og bréfum. Svarar öllum bréfum. Inger Ström, 216 D Hole, 6220 Straum- gjerde, Norge. Hún er 37 ára húsmóðir sem óskar eftir pennavinum á svipuðum aldri, helst húsmæðrum. Fredis Johansen, Stigerásen 47B, 3700 Skien, Norge. Hún er 29 ára gömul stúlka sem óskar eftir íslenskum penna- vinum. Áhugamál margvísleg. Liv Veum, Utladalen, 5870 o, Ardal, Norge. Ég er 35 ára og óska eftir penna- vinum á Islandi. Áshild Hornberg, 2263 Brandval, Norge. Ég er norsk húsmóðir og óska eftir íslenskum pennavini. Odlaug Mathison, Einerveien 2, Prest- oya, 9900 Kirkenes Norge, óskar eftir ís- lenskum pennavinum á aldrinum 60— 65 ára. Svanhild Tangen, Pelligt 13b, 1700 Namos, Norge. Hún er 24 ára stúlka sem óskar eftir pennavinum á Islandi. Áhugamál eru margvísleg. Haakon Olsen, Otto Sverdrupsveg 2, N- 7800 Namos, Norge. Ég er 50 ára maður og óska eftir íslenskum penna- vinum. Aðaláhugamál mitt er frímerkja- skipti. Johnny Gamst, 9196 Vorternyskagen, Norge, óskar eftir pennavinum á Is- landi, eldri en 18 ára. Kirsten Johanne Bless, 9196 Vorterey- skagen, Norge, óskar eftir íslenskum pennavinum 18 ára ogeldri. Áse Grethe Knudsen, Gunsegata 19, 3900 Pazguinn, Norge. Hún er 26 ára og óskar eftir íslenskum pennavini. Áhugamál eru margvísleg. Lisbeth Gabrielsen, 4520 Ser-Audendal, Norge. Hún er 22 ára norsk stúlka sem óskar eftir íslenskum pennavini. Steinar Gíslason, Meðalfelli, Kjós, óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 11 — 13 ára (er sjálfur 12 ára). Áhugamál íþróttir og ýmislegt fleira. Peter Popaduik, P.O. Box 1257 Station „A” Toronto, Ontario M5W IG7, Canada. Ég er 27 ára og óska eftir að skrifast á við islenska stúlku á aldrinum 20—35 ára. Áhugamál eru: tónlist, ferðalög, íþróttir og fólk. Elín Skarphéðinsdóttir, Hamarsstig 34, 600 Akureyri, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 14—15 ára. Áhugamál: böll, strákar, skíði og margt fleira. Melrós Eysteinsdóttir, Fiskhól 7, Hornafirði, óskar eftir pennavinum á aldrinum 6—9 ára. Guðfínna Fransdóttir, Blikanesi 26, 210 Garðabæ, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 11 — 13 ára. (Er sjálf 12 ára). Áhugamál eru: Iþróttir, ferðalög o.fl. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Lára Hulda Guðjónsdóttir, Heiðarbraut 65, 300 Akranesi, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 10—12 ára (er sjálf 11 ára). Áhugamál margvisleg t.d. íþróttir, dýr og bækur. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Svara öllum bréfum. Anne Smith, 5911 Justin Drive Lanham, Maryland, 20801 USA, óskar eftir pennavinum á tslandi á aldrinum 13— 16 ára (er sjálf 14 ára). Áhugamál eru: Hestar, bréfaskipti, frímerki, iþróttir, ferðalög og fleira. Henryetta Olsen, Skúlagötu 9, Stykkis- hólmi, vill skrifast á við krakka á öllum aldri (er sjálf 13 ára). Áhugamál marg- vísleg. Svarar öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Guðný Þórdis Jónsdóttir, Fossgötu 7, Eskifirði. Ég óska eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 10—12 ára (er sjálf 10 ára). Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Magnús V. Árnason, Hurðarbaki, Vill- ingaholtshreppi, Árnessýslu. Mig langar til að skrifast á við krakka á aldrinum 12—14 ára. Áhugamál eru: Iþróttir, popp og fleira. Sigríður Kjartansdóttir, Holtsgötu 25, Ytri-Njarðvík og Olöf Jóna Tryggva- dóttir, Holtsgötu 22, Ytri-Njarðvík óska eftir pennavinum á aldrinum 12—14 ára. Áhugamál eru margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svörum öllum bréfum. Viðar Ingason Hliðartúni 8, 780 Höfn i Hornafirði, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 11—13 ára (er sjálfur 12 ára). Mynd fylgi fyrsta bréfi. Ein stórhneyksluð Kœri Póstur! Ég hef verið áskrifandi að VIKUNNI í hartnær 20 ár og líkað vei. Nú hinar síðari vikur hefur hinsvegar brugðið svo við að í blaðið hefur verið sett hitt og þetta sem ég get ekki kallað annað en sóðaskap. Hvers vegna er verið að birta bréf í Póstinum sem augsýnilega eru skrifuð af vitlausu fólki? T.d. var um daginn bréf frá sjómannskonu sem átti í svo miklum vandræðum með kynlíf sitt á meðan bóndinn var á sjónum, að hún var farin að nota alls kyns tæki og tól til að fróa sjálfri sér kynferðislega. Er þetta heilbrigt? Er rétt af ykkur að birta svona bréf? Ungt fólk sem les þetta segir sem svo: Nú! er hægt að gera þetta, kannski ég prófi! Eg legg áherslu á að ég tel að svona bréf séu hættuleg æsku landsins. Þið eigið að skrifa um eitthvað fallegt og uppbyggilegt, en láta allan sóðaskap lönd og leið. Ein sem hringdi. Sem svar við þessu vill Pósturínn gjarnan leyfa sér að vitna í kafla úr grein Guðfinnu Eydal í 31. tbl. Vikunnar, þar sem segir: „Margt fullorðið fólk þorir ekki að tala um kynlíf og er illa að sér í þessum málefnum. Margir líða fyrir það i dag, að þeir ólust upp við fordóma í kynferðismálum. Margt fullorðið fólk á i erfiðleikum í kynlífi, af því að það var svo erfitt að ræða um þessa hluti. Ef þessu á að breyta hjá hinum full- orðnu framtíðarinnar, verður að byrja á að ræða þessi mál strax, — það liggur á”. Pósturinn vonar að þú skiljir, að blað eins og VIKAN verður að sinna öllum árgöngum sins stóra lesendahóps. Líka því fólki sem kýs að leita til okkar með vandræði sín í sambandi við kynlíf — til að firra sig enn meiri vandræðum siðar meir. 34. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.