Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 9

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 9
Frá Ukavittos ar stórfenglegt að sjð Ijósasýninguna á Akrópólis. okkur i þveröfuga átt og horfa á Akró- pólis úr suðvestri. Þar er veitingahúsið ÐIONISOS rétt við uppganginn á sjálfa Akrópólis. Nafnið er hið sama og á fyrstnefnda veitingahúsinu, enda er fyrirtækið hið sama. Heimilisfangið er á homi Rover etu Galli og Ðionissíú Eropagitú. Sím- inn er 923—3182 og hér þarf lika að panta í sima, ef maður vill fá fullkomið útsýni. Senniiega er héðan allra besta út- sýnið til Akrópólis. Neðst sér maður leikhúsið Heróðes Attíkus. Ofar sér maður hinar miklu tröppur með súlna- göngum og Nike-musterinu. Efst gnæf- ir svo hið hrikalega Parþenon-hof í allri sinni dýrð. Og allt er þetta aðeins steinsnar frá þér. Þarna skaltu lika panta borð að kvöldi til og velja svalirnar, ef ekki er of kalt í veðri. Þarna nýtur þú best flóðljósasýningarinnar, sem hefst um klukkan níu. En vertu kominn klukkan átta, svo þú sjáir dýrðina lika í dags- birtu. Þvi miður var ég gestur þarna og hafði ekki aðstöðu til að kynna mér verð á matnum. En mér er sagt, að það sé örlítið hærra en á nafnanum uppi á Likavittos. Maturinn er heldur verri og þjónustan afleit. En þú mátt bara ekki vera að því að hugsa um það vegna hins einstæða útsýnis. Séð úr rúmi sínu Ég hef nú gengið freklega fram í að benda á, hvernig menn geti orðið gjald- þrota af Akrópólis-glápi. Því er ekki nema sanngjarnt, að ég bendi á einn matstað, sem kostar nánast ekki neitt. Við bjuggum um tima á ATHENS GATE hóteli við Syngrú 10 og höfð- um herbergi á fimmtu hæð af sjö mögulegum. Þar höfðum við svalir og miklar glerdyr, sem hægt var að draga alveg frá. Siðan gátum við lagst upp í rúm og horft beint upp á sjálft Parþen- on á Akrópólis úr suðausturátt. A Ðkmisos sátum við aftast til hægri vifl Irtla borðifl næst brúninni. Við fórum út á götuhorn og keypt- um okkur ýmsar tegundir af frábærum rúsínum og hnetum, svo og besta hun- ang í heimi. Hjá næsta götuhornskarli keyptum við brauð og kökur, KÚLÚRI, BÚREKIA, BÚGATSA, og PlROSKI. Þetta kostaði samanlagt næstum ekki neitt. Og þetta mauluðum við uppi í rúmi með Parþenon nánast í fanginu, í 400 metra fjarlægö. Fáðu þér þvi herbergi á Athens Gate, nógu hátt uppi. En gerðu það helst utan aðalferðamannatímans því að þá heimtar hótelið ekki „hálft borð”. Og enginn maður með fullu viti borðar „hótelmat”. Jónas Kristiánsson. 1 næstu Viku: Sextán réttir í skuggahverfmu 34- tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.