Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 20
Samræðurnar voru Irflegar vlð kvöld verðarborðið. Þðég væri ekki fær um að raka þátl í þeim hafði ég engu að siður ganran af að heyra talað um rithöfunda og ljóðskáld sem ásamt öðrum lista mönnum voru hluti af lífi Clives. Frú Buller Hunter var vel að sér í list- um og vissi allt um nýjustu leikritin og bækurnar. Hún og Clive ræddu mikið um ágæti þeirra. James frændi sagði fátt en hlustaði þó áhugasamur á sant- ræðurnar og augnaráð hans flakkaði milli þeirra eftir þvi hver hafði orðió. Einstaka sinnum skaut hann inn einni og einni spurningu. Ég fann til með- aumkunar vegna þess að Viola frænka gat ekki tekið sess sinn sem húsmóðir, það var ekki ntinnst á hana fremur en hún væri ekki til. Ég vorkenndi einnig Jantes fræntla og óskaði þess að hann hefði átt eiginkonu sem líktist frú Buller- Hunter. Simon var vingjarnlegur og háttvis eins og alltaf en stundum virtist sem hann lifði í sinum eigin heinii, það voru einu ytri merki sjúkleika hans. „Jæja, en nú þegar eg er kominn aftur 'heim á þcnnan leiðindastað, vil ég að eitthvað skenrmtilegt verði gert hér." sagði Clive og lét gtanna fingurna dansa óþreyjufullt yfir borðið. „Það er einmilt þaö sem ég var að vona," sagði Jamcs frændi. „Ég er hræddur um að Dellu hafi leiðst hræði- lega þann tinta sent hún hefur verið hér og sakni heimilis síns i Cornwall. Ef þið frú Buller-Hunter takið ykkur santan þá gelið þið gert það sem pið viljið." „Við gætum haft Ijoðalestur, ’ sagði Clive. „Ég veit um góðen Ijóðahöfund sent var með ntér í Oxford. Við gætum boðið honum hingað til að lesa eitthvað af Ijóðunt sínum. Ég þekki lika pianó- snilling og marga góða söngvara. Og svo verðum við líka að bjóða náunganunt sem Itefur lagt l.undúni að fótum sér vegna málverksins sent hann hefur i sal arkynnunt Konunglegu Akademíunnar. Já, ég held að við gætum fengið nokkuð gott kvöld." „Viltu aðégsjái um matinn ogblónta skreytingarnar hr. St. John?" spurði frú Buller-Hunter og augu hennar glitruðu af tilhlökkun. „Já, ef þú vilt." svaraði Clive. Mér varð strax hugsað til frú Hodges sent eflaust hafði séð um allt slíkt áður, og ég fór að hafa áhyggjur af slíkunt breytingum. Þegar búið var að ákveða daginn og senda út boðskortin sneri frú Buller- Hunter athygli sinni að mér. Hún var skemmtilegur félagi og ég hafði gaman af að heyra hana segja frá lifi sinu i Ind- landi sem virtist hafa verið töluvert skemmtilegra en það sem hún nú gat bú- ist við. Ég sagði henni hins vegar frá lífi minu í Cornwall og Jenny. Hún fitjaði upp á nefið þegar hún heyrði um hinn þrönga hugsunarhátt heldra fólksins í Cornwall. Hún lofaði mér að þegar hún væri búin að kenna mér. gæti ég haldið höfðinu hátt meðal þeirra allra, Hún gagnrýndi kjólana mína og ég varð undr- andi þegar ég heyrði álit hennar. „Það er auðséð að þeir eru keyptir i smábæ. En efnið er gott svo að við verðunt að athuga hvernig við getum breytt þeint. Ég hef heyrt að Denning hjúkrunarkona sé mjög lipur í höndun- um, kannski hún geti tekið það að sér.” Hún valdi bláan silkikjól sem var með kögri í hálsmálinu og löngum ermum. „Mátaðu þennan. Della," lagði hún til. Ég gerði það og skoðaði sjálfa mig i speglinum. Éiturinn var mjög hreinn og við Jenny höfðum valið hann í samein- ingu. Frú Buller Hunter grandskoðaði mig og setti stút á varirnar. „Ef við fjarlægjunt kögrið og ermarn- ar og setjum blúndur á alla kanta ætti hann að verða mjög fallegur. Sýndu mér skartgripina þina." „Ég á ekki mikið af þeim,” játaði ég. „Perlufesti sem ég fékk frá pabba í af- ntælisgjöf, gullfesti. nokkrar nælur og eyrnalokka og svo eitthvað af steinum frá Cornwall." Hún athugaði fátæklegt innihaldið i skartgripaskrininu mínu og mér til undrunar valdi hún gullfesti meðstórum bleikunt Quartzsteini sem var fallegur en ekki dýr. Ég hafði fundið steininn á ströndinni og látið gullsmið slipa hann og laga. „Þessi er fallegur." sagði hún. „Einfaldur en sjaldséður. Notaðu þetta með gullkeðjunni." Siðan leit hún rann- sakandi á háriö á mér. „Hver greiðir á þér hárið?" „Það gerir Rose og ég er mjög ánægð með hvernig hún leggur það," sagði ég. „Mmmm. En það dugir þó ekki til. Þessir lokkar leyfa hárinu alls ekki að njóta sín. Ég mun leggja á þér hárið og þá muntu sjálf sjá muninn.” Mér leið illa yfir að þurfa að segja Rose frá þessu og hefði með ánægju látið hennar hárgreiðslu duga. En frú Buller-Hunter var ekki sú manntegund sem maður mótmælir. „Segðu Rose að skola hárið á þér úr eplaediki þegar hún þvær það. þá kemur meiri gljái i það. Ég er með gott krem fyrir húðina, búið til úr hnetum og hun- angi, sem þú átt að nota að nóttu til og við skulum kaupa litla flösku af viðar- kvoðu sem mun gefa þér lit í vangana ef þú berð það á þig. Það ntyndi bæta útlit þitt.” Eftir að hafa ráðstafað útliti mínu á þennan hátt sneri hún sér að huga mín- um. Hún sagði mér að lesa kvæði og ræða siðan við hana um álit mitt á þeim, sama máli gegndi meðskáldsögur sem ég að öllu eðlilegu hefði aðeins lesið laus- lega. Og svo varð ég alltaf við og við að ganga um herbergið með bækur á höfð- inu til að ég bæri mig betur. Við vorum enn ekki komnar að framkomu minni og mér fór nú að skiljast að það þurfti tölu- vert meira til að verða kynnt við hofið en ég hafði áður ætlað. En ég hafði gaman af að læra þetta og dagarnir þutu áfram. Daginn sem veisluhöldin áttu að eiga sér stað iðaði húsið af annríki. Búið var að koma fyrir mörgum aukastólum í stofunni fyrir gestina. Frú Hodges, sem alltaf hafði séð um siík mál áður, sendi einn þjónanna út i garðinn til að velja blóm í skreytinguna. Þegar komið var með þau inn i stofuna skoðaði frú Buller-Hunter þau nákvæmlega og sagði siðan: „Þessi geta alls ekki gengið.” „Ekki það?” spurði ég undrandi þvi að mér þótti mikið til þeirra koma. „Öll blómin eiga að vera rauð og hvít og svolitið græn. Föst litaráðstöfun er miklu glæsilegri en þessi blanda." Hún hringdi á frú Hodges. Þegar hún hafði sagt henni álit sitt fann ég óttann læsast um mig er ég sá reiðina i augum ráðskonunnar. „Ég hef séð um veislur herrans i mörg ár og hann hefur alltaf verið ánægður með störf min," sagði hún og kipraði varimar. „Það er ég viss um frú Hodges. En í þetta skiptið hef ég verið beðin um að sjá unt skreytingarnar. Þú getur haldið þig við þitt yfirráðasvæði, eldhúsið. Viltu sjá til þess að þessi blóm verði fjarlægð og aðeins hvít og rauð blóni verði skorin. Siðan mun ég koma niður og raða þeim upp sjálf." Frú Hodges stóð þarna eitt augnablik og titraði af niðurbældri reiði og ég var farin að óttast að-hún myndi pakka niður og yfirgefa okkur. En eftir að hafa sent henni hatursfullt augnaráð. gekk ráðskonan leiðar sinnar, bein i baki og virðuleg. Nokkrir gestanna áttu að gista. Þjónustustúlkurnar höfðu því nóg að gera við að undirþúa herbergin og ég sá að þau sem lágu við hliðina á minu myndu verða notuð. Kvöldverðurinn var snæddur snemma og hann var fremur léttur þvi von var á gestunum fljótlega á eftir. Frú Buller Hunter kom inn i herbergið mitt og hún var vissulega glæsileg ásýndum, klædd i safirbláan satínkjól. Kjóllinn var alsettur litlum glitrandi palíettum og ég var viss um aðenginn gestanna gæti litið betur út. Kjóllinn minn, sem Denning hafði breytt. var nú yndislegur á að líta þó að smáborgaralegum augum mínum þætti hann kannski vera full fleginn. Hjúkrunarkonan hafði einnig saumað agnarlitlar. glitrandi bleikar blúndur við hálsmálið. Mér fannst ég þvi vera reglu- lega fín þegar ég setti upp bleika háls- menið. Frú Buller-Hunter vildi endilega fá að leggja á mér hárið. Hún greiddi það upp í stóra frjálslega lokka sem hún festi síðan með örfáum, smáum bláum blómum. Siðan úðaði hún dýru frönsku ilmvatni á úlnliði mina. Auðséð var að hún vildi rækja skyldur sínar gagnvart inér af fyllstu samviskusemi. Allan tím- ann heyrðum við vagnana koma með gestina og þegar ég heyrði hrópin ög hláturinn fann ég að ég hlakkaði ákaf- lega til. Loksins gengum við niður stigann og inn í stofuna. Þar var glæsilegt um að lit- ast. Rúbínrauð tjöld voru dregin fyrir sviðið sem var fyrir enda stofunnar. Rauðu og hvitu blómin, sem frú Buller- Hunter hafði heimtað. undirstrikuðu allt það fegursta i húsgögnunum og veggfóðrinu og ég sá nú hve rétt hún hafði haft fyrir sér i sambandi við blómaskreytingarnar. Skrautbúið fólkið var einnig fögur sjón, þar niátti sjá silki, flauel og satin ásamt skartgripum i öll- um litabrigðum og útgáfum. Þetta var einhver sú mesta litadýrð sem ég hafði nokkurn tíma séð og ég var fegin að frú Buller-Hunter hafði séð urn snyrtingu mina og föt svo að ég skæri mig ekki úr í þessum fallega hóp. Hefðarkonur og menn stóðu i litlum hópum og ræddu saman hingað og þangað um stofuna. Ég leitaði að Simoni en gat hvergi komið auga á hann. En James frændi kom til okkar, jafn vingjarnlegur og alltaf. og óskaði frú Buller-Hunter til hamingju með það verk sem hún hafði unnið á mér. Þá, eins og einhver hefði gefið þög- ult merki, varð allt hljótt í stofunni og allir fundu sér stól eða sófa til að setjast í. Gestir stóðu síðan upp og lásu Ijóð sín af mikilli innlifun. Sum þeirra voru fallega skrifuð og ég hafði gaman af þeim en önnur voru undarleg og ég skildi þau ekki. Ég fann að athygli min var farin að flakka um salinn sérstaklega þegar rætt var um Ijóðin á eftir. Clive var sá sem talaði mest. Mér var hrein- lega farið að leiðast þegar kom að pianó- spilinu og söngvurunum. En hve Jenny hefði notið þess að hlusta á þetta. þó að hún væri að minnsta kosti jafnfær og þetta fólk. Það var aðeins ég sem ekki hafði nokkra hæfileika til að bera. É"g ákvað að vera iðnari við að æfa mig við píanóið og ljóðalesturinn en ég var hrædd um að þau loforð yrðu að engu. • Við vorum einmitt að snúa okkur að góðgætinu, sem eldað hafði verið niðri í eldhúsinu undir yfirumsjón frú Hodges, þegar frú Buller-Hunter benti mér á að stór hluti gestanna sneri nú athygli sinni að nýjum gesti sem komið hafði rétt í þessu. Levndardómnr gamla klaustursins 20 Vikan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.