Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 62
PÓSTIRIW Finnst hann sætur og skemmtilegur Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifad þér ádur svo aö ég vona aö þú birt- ir bréfið. Ég er hrifin af strák. sem er 18 eda 19 ára (sjálf er ég 14 ára). Mér finnst hann bædi sœtur og skemmtilegur. Stundum þegar ég hitti hann verö ég dálitiö feimin. Hvaö á ég að gera svo ég geti talað meira við hann og hitt hann oftar? Segðu ekki gleymdu honum því honum gleymi ég aldrei. Meö fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Þóra. P.S. Hvað á ég að vera þung þegar ég er 1.62 sm á hæð. Það er alls engin ástæða fyrir þig að reyna að gleyma honum, en hins vegar skaltu láta hér næo'a að dást að honum úr fjarlægð. Hann er bæði heldui \m ... fyrir þig og svo gerir fiarl rgð n fjöllin blá. Á þínum aldri er miklu meira spennandi að ciga svona leynda ósk og alls ekkert æskilegra eða betra að óskin rætist. Hæfileg þyngd fyrir þig er um það bil 55 kíló, miðað við að þú sért ekki mjög stórgerð. Hrifin af tveimur í einu Kæri Póstur! Ég þakka allt gamalt og gott efni I Vikunni. Ég kaupi hana oftast og finnst hún mjög góð og skemmtileg. Mér þykir þú gefa öðrum góð ráð og settist því niður og skrifaði smá snepil. Jæja. best að koma sér að efninu. Þannig er mál með vexti að ég var hrifin af strák sem er einu ári eldri en ég, en svo hætti ég að hugsa um hann. Síðan fór ég að hugsa um strák sem er þremur árum eldri en ég. Þessi strákur, sem er þremur árum eldri, á ekki heima hér (þarsem égá heima) heldur úti á landi. Svo um daginn varð mér það Ijóst að ég er hrifin af þeim báðum. Mér finnst ég ekki geta verið hrifin af þeim báðum í einu, hvað finnst þér? Jæja, þá segi ég bara bæ, bæ. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Gunný. Það er ekkert sem mælir á móti því að þú getir verið hrifin af þeim báðum í einu. Það væri hins vegar erfiðara í fram- kvæmd ef þú reyndir að vera með þeim báðum í einu, því ekki er víst að þeir sættu sig við það. Líklega er allra best fyrir þig að láta þér nægja dagdrauma í sam- bandi við þá báða, enda senni- lega ólíkt skemmtilegra og vand- ræðaminna þegar til lengdar lætur. Myndavélar og framköllun Halló Póstur! Ég vona að Helga sé ekki glorhungruð núna því þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa þér. Hvaða munur er á 35 mm myndavél og venjulegri Kodak myndavél? Hver er munurinn á Zoom-linsu og venjulegri linsu? Hvað er t.d. Hoya-filter. Ef 135 mm linsa er á myndavél, er þá hægt að setja 200 mm linsu á eða verður fyrst að taka 135 mm linsuna af? Og að lokum, hvar get ég afað mér upplýsinga um myndavélar og framköllun? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Einn fáfróður. 35 mm myndavélar eiga að gefa betri ljósmynd. Til dæmis getur þú tekið myndirnar úr meiri fjar- lægð. Filterar eru til í ýmsum gerðum, sumir eru til þess að hlífa linsunni en aðrir til að fá skýrari mynd. Það verður alltaf að taka þá linsu, sem fyrir er, af til þess að setja aðra í staðinn. Annars getur þú fengið allar nán- ari upplýsingar í næstu ljós- myndaverslun, og í bókabúðum og á bókasöfnum má fá ýmsar bækur um þetta efni. Ein öfundsjúk Sæll og blessaður, kæri Póstur! Eg hef aldrei skrifað þér áður og vona að Helga sé södd. Eg er skotin í strák en hann er skotinn í annarri stelpu. Hvað get ég gert, stelpan sem hann er með er vinkona mín. Þakka birtingu. Ein öfundsjúk. Ha, ha, þú ert alveg óvenjulega hreinskilin unglingstelpa! Það er vist fátt sem þú getur gert því vináttan milli ykkar vinkvenna er ólíkt þýðingarmeiri en það hvort þér tekst að krækja í hann frá. vinkonunni. Að eyðileggja slíkt fyrir vinkonu sinni er slæmur siður og ekki líklegur til að afla þér vina í framtíðinni. Aldur þinn er líka ekki ýkja hár og ekki ósennilegt að þú hafir löngu gleymt hvern þú hafðir í huga þegar þetta birtist. Tungumála- kennsla í Dan- mörku og Eng- landi Komdu sæll, kæri Póstur! Eg ætla að byrja á því að þakka þér fyrir frábært lesefni. Mig langar til að spyrja þig um tungumálakennslu í Danmörku og Englandi. 1. Hvar og hvenær eru nám- skeið: 1 ensku á Englandi og í dönsku í Danmörku? 2. Býr maður hjá fjölskyldum, á hótelum eða í heimavist? 3. Hvað mundirðu halda að það kostaði að fara á svona námskeið í mánuð? Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Hrönn. Til þess að fá tæmandi svör við þessum spurningum þarft þú helst sjálf að hafa samband við viðkomandi sendiráð. Einnig hafa ferðaskrifstofurnar mikið haft milligöngu í slíkum málum, svo sem Útsýn. A vegum Út- sýnar er skóli i Bonmegouth í Englandi fyrir aldurinn 15 ára og eldri. Þar er búið hjá fjöl- skyldum. Annar er á þeirra vegum skammt frá fyrir 14 ára og yngri. Skólar þessir kosta með fari eitthvað í kringum 400—500 þúsund. 62 Vikan 34. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.