Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 26
LAUGALÆK 6 SÍMI 34555 Minningu skaut skyndilega upp í huga hennar. Brosið hvarf og hún hætti að skrifa. Einu sinni, fyrir nokkrum árum. hafði hún ferðast of mikið. Hún hafði verið of marga daga. of oft að heiman. Það fannst henni vera ein höfuðástæðan fyrir því. að samband komst á milli Rolands og annarrar stúlku. Augu hennar urðu rök. Hún reis snöggt upp af stólnum og kveikti á út- varpinu. Nú höfðu þau eignast barn. Hún var nú heimavinnandi húsmóðir og henni fannst það ekki stór fórn að hætta að vinna til að helga sig manni og barni. Fjörlegir tónar fylltu eldhúsið. Hún skrifaði: Sækja föt i hreinsun. Katrin sagði: — Ég sé nafnið þitt auð- vitað oft i blöðunum Eg verð alltaf Or- Hún hafði örugglega rétt fyrir sér. Konum líkaði yfirleitt ekki vel við Katrínu. Hún var sú manngerð sem aðr- ar konur geta yfirleitt ekki þolað. — Þeir eiga eftir að falla fyrir þér. Roland reyndi að brjóta krumpað dag- blaðið saman. — Þú lítur alveg stórkost- lega út. Hann þoldi ekki að hann skyldi alltaf vera að hrósa henni. Samt gat hann ekki látið það vera. — Ég lít út eins og gömul piparjóm- frú i þessari dragt, sagði Katrín. — Þaðgerirþúallsekki. Augnaráð þeirra mættist aftur, en enginn gat séð orðin sem lágu þar í leynd. Þar sem þau vissu ekki hugsanir hvors annars, þá magnaðist spennan stöðugt. Þau vissu ekkert. Bókstaflega ekkert. Hvort hún myndi fá vinnuna og kaupa raðhúsið með vinkonu sinni? Eða hvort hún myndi taka sömu lest og hann í framtíðinni, dag eftir dag? Roland átti í baráttu við hugsanir sinar. Það mátti alls ekki gerast neitt á milli hans og Katrínar. En af hverju var honum svo tíðhugsað um það? Engin orð höfðu verið sögð, engin ný loforð gefin, engin ógnun um að framtið þeirra lítið stolt. þó þú skrifir um hræðilega leiðinlega hluti. — Þakka þér fyrir hrósið. — Ekkert að þakka. Hún hló. — Ég hef aldrei verið neitt hrifin af stjórn- málum. Ég get aldrei munað hverjir það eru sem stjórna og geta þess vegna ekki sagt vissa hluti, eða þá hverjir það eru sem ekki stjórna og geta þess vegna og eiga að segja alls konar hluti. Þau hlógu bæði. Roland var glaður yfir því að hún hafði byrjað að tala um atvinnu hans og að hún hafði ekki hætt að lesa greinarnar hans. — Ég hef unnið svo mörg leiðinleg störf upp á síðkastið, hélt hún áfram. En þetta verður örugglega mjög skemmti- legt — ef ég fæ það þá. — Svo þú *tl»r að fly tja? — Já, ég hafði hugsað mér það. Vinkona mín vinnur hjá byggingafyrir- tæki og þeir hafa gefið henni loforð um aðfá þetta hús . .. Hún sagði ekkert meira. Röddin virt- ist sorgmædd. — Það var gott .. fínt. Nú eru allir að reyna að fjárfesta. Rödd hans var mjúk og lág. Orðin hurfu í hávaðann frá járnbrautarteinunum og hvininn í glugg- unum. En þau fundu bæði spennuna sem ríkti á milli þeirra. Hve mörg stefnu- mót höfðu þau átt? I feium eins og þjófar. Þangað til hið örlagarika kvöld þegar einhver hafði þekkt Roland og skildi alltof vel hættuna sem i því fólst. Hann langaði til að tala um það, en skildi allt of vel hættuna sem í því fólst. Skeggjaður maður fylgdist með þeim. Hann skotraði augunum til Katrínar. Á næsta augnabliki litu þau hvert í sína átt, á gólfið, i dagblaðið og út um glugg- ann. — Hvað sem öðru liður. þá er ég virkilega glaður yfir því að hafa hitt þig aftur, sérstaklega á þennan hátt, sagði Roland enn á ný. Hann gerði sér grein fyrir þvi að hann var að endurtaka fyrri orð sín, en honum var alveg sama. — Mér leiðast svona ópersónuleg viðtöl, hélt hún áfram, allt of snöggt, en ég held að mér og vinnunni eigi eftir að koma ágætlega saman. Roland kinkaði kolli og hélt áfram að hugsa. — Eg vissi ekki nógu vel hvaða föt ég átti að fara í, bætti hún við. — Ég veit ekki hvaða andrúmsloft rikir i þessu fyrirtæki. Ég veit ekki einu sinni hvort karlmenn eru I meirihluta. Hugsaðu þér ef það eru konur — þeint kemur ekki til meðaðlitastámig. í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU FENGIÐ KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR, PIZZUR, HAMBORGARA, PYLSUR, PÆ MEÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR SÍVINSÆLU ÍSRÉTTI. Lítiö inn í ísbúðina að Lauga læk 6, og fáið ykkur kaffi og hressingu, takið félagana með. Opið frá kl. 9-23.30 Allir þekkja ísinn frá Rjómaísgerðinni ætti eftir að liggja saman. Af hverju var hann þá svona órólegur? Hann var tveimur árum eldri núna. Hann gat setið hér og talað við hana um allt og ekkert og fundið fyrir ögn af ánægjutilfinningu við að horfa til baka á það timabil I lífi hans, sem bæði hafði fært honum gleði og sorg. Nú gat hann einlægur óskað henni gæfu og gengis í framtiðinni. Og ef það var nauðsynlegt, þá gat hann farið með annarri lest á morgnana, til þess að komast hjá þvt að hitta hana. En samt sem áður. Það sem hafði gerst var hættulegt. En það var ekki mögulegt að setja breitt strik yfir það, eins og það hefði aldrei gerst. Þess vegna varð hann að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig. Og hann varð að gera henni það Ijóst. — Heyrðu . . . byrjaði hann. Katrín leit upp. í sama augnabliki risu farþegarnir í næstu sætum á fætur og tóku upp pinkla sína. Það var ómögulegt fyrir hann að Ijúka við það sem hann hafði ætlað að segja. I staðinn brosti hann til hennar en hún brosti ekki á móti. Svipur hennar lýsti sama sársauk- anum. sem hann hafði tekið eftir áður. Á meðan lestin skrölti síðasta spölinn, spurði hann sjálfan sig hvernig honum eiginlega liði og hvað hann ætti að gera. Hann lokaði töskunni, leit á hálsklút Katrínar og þaðan á andlit hennar. Það var alveg öruggt að hann ætti ekki að hitta hana aftur? Sársaukinn úr for- tiðinni hefði átt að kenna þeim, hvaða afleiðingar það myndi hafa. Allt var komið á ringulreið inni í höfð- inu á honum, en hann gat ekki sagt eða gert neitt. Má-ekki-hitta-hana! Má-ekki-hitta- hana! Má-ekki-hitta-hana! buldi og drundi inni í höfðinu á honum. Má-ekki- hitta-hana-aftur! Dynkirnir urðu þyngri. Ekki-að-endurtaka-það-sem-gerðist! Og þyngri. Loksins stöðvaðist lestin og Katrín brosti til hans. En eitt vínglas og há- degisverður í ró og næði gat varla skipt svo miklu máli? Bara til að tala um hluti sem þau höfðu áhuga á, já, ósköp ein- faldar samræður? Hann brosti til baka, og þau vissu bæði. að þaðer ekki auðvelt aðgleyma fortíðinni. María lagði Björn niður i vagninn. Síðan tók hún minnismiðann og setti hann niður i veskið. Björn gólaði svolitið fyrst, en svo hætti hann þvi. María opn- aði dyrnar og gekk út. Vordagurinn var yndislegur og hún beygði sig niður að Birni og sagði að hann væri sætur lítill strákur. Ilmandi lykt kom frá garðinum. Hún velti vöngum yfir því hvort Roland hefði náð lestinni um morguninn. Hann hafði verið svo seinn. ★ ★ ★ 26 Vikan 34* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.