Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 51
Séra Þorleifur þótti einn frægasti kennimaður sinn ar tiðar. og skal hér rifjað upp eitt dæmi um það hve mikla trú menn höfðu á krafti kenninga hans. Siglufjarðarskarð er milli Fljóta og Siglufjarðar. _ Sjálft skarðið er örmjótt og einstigi upp og niður. Þar hafði sá ófögnuður legið í landi síðan á öndverðri 17. öld, að menn urðu þar iðulega bráðdauðir. Þóttust menn sjá i loftinu yfir skarðinu loftsjón einhverja sem liktist svörtum skýflóka, sem í lögun var áþekkur strokki. Þessi loftsýn sást þarna jafnt um hábjartan dag sem um nætur. Þegar menn fóru yfir skarðið steyptist skýflókinn niður á ferðamenn. Kom hann þó aldrei nema á einn mann í senn. þó fleiri væru bæði á undan og eftir, en reyndist jafnan bráður bani þess sem fyrir varð. Þetta ágerðist þegar leið á 18. öldina og varð mörgum mönnum að bana. Þó komust menn oft klakklaust yfir skarðið. Um 1730 hafði þessi ófögnuður haldist hér um bil i heila öld og tók þá mjög að versna. Þá bauð Steinn biskup Jónsson séra Þorleifi að halda guðsþjónustu og bænagerð á skarðinu. Séra Þorleifur var þá kominn að Múla og orðinn prófastur í Þingeyj- arsýslu. Árið 1735 var altari reist á skarðinu og fór séra Þorleifur þangað vestur og hélt þar guðsþjónustu og var þar staddur mikill mannfjöldi. En eftir það hvarf loftsýnin og hefur enginn beðið tjón af henni síðan. ENDIR. 34. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.