Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 34
Bleikur litur í draumi Kæri draumráöandi! Mig langar að skrifa þér heljarmikiö bréf og biðja þig um að vera svo vænn að birta það ekki allt, aðeins hluta af því eða ekkert. Ef þú vildir vera svo elskulegur yrði ég þér mjög þakklát. Fyrst langar mig að segja þér að mig hefur ansi oft dreymt fyrir dauðsfaUi og þá er það ævinlega bleikt. Síðast dreymdi mig að ég klæddi litla stúlku I bleika hettupeysu og hún dó tveimur mánuðum seinna. Ég er mjög áhyggju- full núna, svo að ég ætla að rifja þetta upp ef ske kynni að eitthvert samhengi kynni að vera milli drauma. Mig dreymdi þetta fjóra daga í röð. Sá fyrsti: Mérfannst ég vera í rauðum bíl og er aö tala við mann sem við skulum kalla X. Hann sagði: „Mig langar að taka þig aö mér en ég get það ekki af því að þú átt þrjú stykki, ” hann átti við börnin mín. Síðan förum við heim og þá segir hann mér að setja alla skartgripina í skúffu sem maðurinn minn hafði gefð mér, köll- um hann Z. Ég geri það, en tek upp giftingarhringinn og segist vilja halda honum. Þá er þetta hringur mannsins mins. Mér bregður og segi mjög sorg- mædd: „Hann hefur verið búinn að taka sinn niður. ” Síðan tek ég hann niður, set minn upp og segi: „Eg ætla að bera hann. ” Næsti var þannig að ég var að máta bleikt pils, sem öllum fannst alltof bleikt til að ég gæti gengið í því. Þriðji: Mér fannst ég vera að búa um hjónarúmið, teppið var bleikl og ég var að hugsa um aö henda því, af því að það væri svo Ijótt. / fjórða draumnum var ég stödd í húsi og var ég með veislu, ég veit ekki i sambandi við hvað. Það komu þarna stelpur sem vinna með manninum mínum og voru alltaf að spyrja um hann. Eg gat ekki svarað þeim því ég vissi ekki hvar hann var. Síðan fór ég fram, þar sátu menn við borð, sem ég kannaðist ekki við. Einn þeirra átti dagheimili fyrir börn, hann segist geta tekið börnin svo ég gæti unnið. Verst væri með þá yngstu því hún sé bara 5 mánaða, en hann skuli reyna ef ég vilji. Síðan fór ég og opnaði eldhús- dyrnar til að ná I kökur fyrir fólkið, en þá var þar allt fullt af hjartalaga kökum með sultu á milli og bleiku glassúri ofan á. Það er rúm vika síðan mig dreymdi þetta, en I nótt dreymdi mig að ég væri að klæða litla stúlku í bleikan kjól. Mig dreymdi Jæja, kæri draumráðandi, mikið yrði ég fegin ef þú getur ráðið þetta, ég bið þig þó að draga ekkert undan. Afsak- aðu lélega skrift, en ég hef alltaf skrif- að illa. Guð blessi þig, Ein berdreymin. Þú skalt alls ekki hafa miklar áhyggjur af því þótt bleikum lit bregði fyrir í draumum þínum. Það er útbreiddur misskilningur að bleikur litur í draumi boði dauða. 1 raun og veru tákna litir ekki alltaf það sama í draumi og draumráðendum ber alls ekki saman um tákn lita í ýmsum tilvikum. Gulbleikur litur getur t.d. táknað hættu eða dauða, en þó boðar hann oft ungum stúlkum giftingu. Bleikur litur getur líka boðað einstakan árang- ur í starfi eða námi og mikla upphefð á fleiri en einu sviði. Líklega eru þessir draumar að einhverju leyti tengdir ótta þínum í vökunni við að bleikur litur í draumi tákni dauða og tilvera barna þinna í draumunum er aðeins ótti þinn við að eitthvað slæmt hendi þau í vök- unni. Draumar þessir eru ekki ýkja marktækir og þú skalt hafa í huga að oft eru slæmir draumar fyrir litlu efni. Hann lifir ekki lengi Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um ráðn- ingu á draum sem mig dreymdi. Mér fannst ég vera heima hjá manni sem ég er með. Bræður hans tveir og mág- kona hans voru þarna líka. Móðir hans býr þarna (ég hef aldrei séð hana en við erum nöfnur), hún var þarna líka. Mér fannst hann vera veikur og læknir vœri inni hjá honum. Svo kemur læknirinn fram og mér finnst hann kalla nafnið mitt, en móðir hans fer inn til hahs. Svo kemur hún fram og segir að hann sé að kalla á mig. Læknirinn segir þetta heilablæðingu og að ekkert sé hægt að gera. Þá spyr móðir hans mig hvort ég geti hugsað um hann. Eg segi: „Já, auðvitað. ” Þá segir hún að það sé best að við verðum gefin saman, svo að ég verði erfingi hans, því hann lifi ekki lengi. Eg fer nú inn til hans, því hann var ennþá að kalla á mig, biðja mig að vera hjá sér, en ekki fara. Mér fannst hann sitj'á uppi í sjúkrarúmi. Hann var í hvítum náttjakka og allt var svo hreint og fmt þar inni. Eg yrði mjög fegin ef þú gætir ráðið þennan draum fyrir mig. Með fyrirfram þökk. 5746—8327. Líklega er þarna um að ræða fyrirboða giftingar og ákveðin tákn í draumnum benda frekar til þess að þar sé um gift- ingu ykkar tveggja að ræða. Aðrir at- burðir tákna einungis langlífi og góða heilsu þessa kunningja þins og líklega verða einhver skyndileg umskipti á umhverfi ykkar beggja tengd þessum atburðum. Stuldur í draumi Kæri draumráðandi! Mig langar að láta þig ráða draum sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mig dreymdi að ég væri heima hjá bræðr- um mínum og þeir segja mér að pabbi vilji tala við mig, en ég neitaði. Eg fer til pabba og hann segir við mig að ég hafi stolið brúnum kjól sem ég hef aldrei séð áður og að ég hafi líka stolið litlum sokkapörum. Eg mundi ekki eftir þeim fyrst, en svo sagði ég að Skúli Berg hefði gefið mér þá. Eg ætl- aði að hlaupa í burtu og öskraði. Pabbi og mamma (éh þau eru skilin) reyndu að ná mér en þau gátu það ekki, strætisvagn stoppaði, fólk kom úr strœtó og ég hljóp í fangið á einhverri konu. Hún hljóp með mig í burtu, við duttum niður rör og hún sagði: „Eg er búin að ná þér fyrir hann pabba þinn. ” Eg þakka, Þ.H. Stundarerfiðleikar eru á samskiptum ykkar feðginanna, en auðvelt ætti að vera að lagfæra það, sé nægur vilji fyrir hendi af beggja hálfu. Fram- kvæmdu ekkert það sem þú ekki gætir viðurkennt hreinskilnislega frammi fyrir foreldrum þínum og ef til vill verða þessir erfiðleikar ykkar liðnir hjá, þegar þetta kemst á prent. 34 Vikan 34- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.