Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 31
Övenjulegir hæfileikar og mikil vinna er grundvöllur frægöar TRIC Hljómsveitin Electric Light Orchestra kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1969 og var henni strax frá upphafi ætlað að ná heimsfrægð. Stofnendur voru félagarnir Carl Wayne og Roy Wood en þeir voru þá báðir starfandi í hljómsveitinni Move. Stofnun ELO átti að gerbylta öllum gömlum hefðum í sambandi við rokk- hljómsveitir. Þeir félagar unnu að því í sameiningu allt frá stofnun hljómsveit- arinnar þar til Roy Wood hætti á árinu 1972 og stofnaði hljómsveitina Wizard. Fyrsta litla platan náði athygli rokk- unnenda og óvæntum vinsældum. Platan var nefnd 10538 Overture og viðtökurnar urðu ELO talsverð lyfti- stöng. Stórar plötur fylgdu í kjölfarið og hver kannast ekki við gamla Chuck Berry-lagið Roll over Beethoven í flutn- ingi ELO, en þeir bættu upphafsstefi úr fimmtu sinfóníu Beethovens framan við. Þetta lag þykir einkennandi fyrir aðferðir ELO, því þeir leika rokk og krydda það svo klassísku ívafi. Fæstar rokkhljómsveitir höfðu reynt að nota hljóðfæri eins og fiðlu og selló en það gerðu ELO með ágætum árangri. Hljómsveitin þykir mjög sérstæð og erf- itt að kenna hana við einhverja ákveðna tónlistarstefnu. Jeff Lynne segir sjálfur að einna helst mætti greina áhrif frá Bítlunum og Tchaikowsky. Lykillinn að velgengninni er þó tví- mælalaust óvenjulegir hæfileikar og starfsaðferðir þeirra félaga. Þar hefur vinnan verið aðalatriðið og allir lifa þeir mjög einföldu og reglubundnu lífi. Flest- ir búa ennþá í nágrenni Birmingham á Englandi, þar sem rætur hljómsveitar- innar standa og sjálfir eru þeir sann- færðir um að margir aðdáendur þeirra eigi ólíkt viðburðaríkara og sögulegra einkalíf en þeir sjálfir. baj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.