Vikan


Vikan - 23.08.1979, Síða 31

Vikan - 23.08.1979, Síða 31
Övenjulegir hæfileikar og mikil vinna er grundvöllur frægöar TRIC Hljómsveitin Electric Light Orchestra kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1969 og var henni strax frá upphafi ætlað að ná heimsfrægð. Stofnendur voru félagarnir Carl Wayne og Roy Wood en þeir voru þá báðir starfandi í hljómsveitinni Move. Stofnun ELO átti að gerbylta öllum gömlum hefðum í sambandi við rokk- hljómsveitir. Þeir félagar unnu að því í sameiningu allt frá stofnun hljómsveit- arinnar þar til Roy Wood hætti á árinu 1972 og stofnaði hljómsveitina Wizard. Fyrsta litla platan náði athygli rokk- unnenda og óvæntum vinsældum. Platan var nefnd 10538 Overture og viðtökurnar urðu ELO talsverð lyfti- stöng. Stórar plötur fylgdu í kjölfarið og hver kannast ekki við gamla Chuck Berry-lagið Roll over Beethoven í flutn- ingi ELO, en þeir bættu upphafsstefi úr fimmtu sinfóníu Beethovens framan við. Þetta lag þykir einkennandi fyrir aðferðir ELO, því þeir leika rokk og krydda það svo klassísku ívafi. Fæstar rokkhljómsveitir höfðu reynt að nota hljóðfæri eins og fiðlu og selló en það gerðu ELO með ágætum árangri. Hljómsveitin þykir mjög sérstæð og erf- itt að kenna hana við einhverja ákveðna tónlistarstefnu. Jeff Lynne segir sjálfur að einna helst mætti greina áhrif frá Bítlunum og Tchaikowsky. Lykillinn að velgengninni er þó tví- mælalaust óvenjulegir hæfileikar og starfsaðferðir þeirra félaga. Þar hefur vinnan verið aðalatriðið og allir lifa þeir mjög einföldu og reglubundnu lífi. Flest- ir búa ennþá í nágrenni Birmingham á Englandi, þar sem rætur hljómsveitar- innar standa og sjálfir eru þeir sann- færðir um að margir aðdáendur þeirra eigi ólíkt viðburðaríkara og sögulegra einkalíf en þeir sjálfir. baj

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.