Vikan


Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 13

Vikan - 23.08.1979, Blaðsíða 13
um. Ég get heldur ekki írmyndað mér að hún eigi nokkurn tíma eftir að geta séð fyrir sér með því að rýja teppi eða sauma púða. Hún hefur aldrei lært að vinna og þá sjald- an sem hún hefur verið fær um að fá vinnu hefur hún hvergi tollað. Það endar ævin- lega með því að hún hættir að taka lyfin sín og kemst aftur í það ástand sem gerir hana „hæfa” til spítalavistar á ný. Stundum læðist að mér sá hræðilegi grunur að það sé einmitt þannig sem hún vilji hafa lífið. Hvað verður um þennan vesaling? — Það þriðja er að eftir áralanga reynslu af sömu hringrásinni út og inn af stofnuninni langaði mig til að leita til sér- fræðings á annarri stofnun. Þá var mér vin- samlegast bent á að það væri ekki æskilegt að „hringla” með sjúklingana á milli lækna og gæti haft þær afleiðingar að hún ætti hvergi „inni” þegar hún þyrfti á því að halda. Þetta fannst mér afar skrítið. I fyrsta lagi er varla hægt að kalla það „hringl” þó maður reyni fyrir sér annars staðar eftir þrjú ár á sama stað og í öðru lagi hefur hún haft þarna þó nokkuð marga lækna sem hver hefur haft sínar ólíku aðferðir og kenn- ingar um sjúkdóm hennar. Ég ætlaði mér heldur ekki að leita annað af því að ég van- treysti þessari stofnun sem hún á núna „inni” á, heldur leit ég svo á að úr því að líkamlega sjúkri manneskju leyfist að leita ráða fleiri en eins sérfræðings hlyti það sama að gilda með andlega sjúka. Mér fannst líf hennar svo vonlaust eins og það er að það gæti ekki skaðað að reyna. — Satt að segja sé ég ekki fram á miklar breytingar á högum hennar og þegar ég hugsa um framtíðina óska ég þess oft að hún fengi að deyja. Og þegar ég hef setið með hana heima í kasti hefur oft hvarflað að mér hvort það væri ekki í rauninni mannúðlegast að gefa henni einn stóran lyfjaskammt fyrir fullt og allt. Þetta eru hræðilegar hugsanir fyrir þá manneskju sem einmitt gaf henni lífið en oft eygi ég varla aðra lausn. Og það hvílir á mér eins og mara hvað verður um þennan vesaling þegar ég fell frá. Úr því að þjóðfélagið er svo stálheppið að bera ábyrgð á öllum öðrum sjúklingum en þessum. Herdis, 25 ára gömul sambýliskona geðsjúklings. Þau eiga þriggja ára son: Vika í lífi aðstand- enda Mánudagur: 1 dag var ég látin sækja N. í vinnuna þar sem hann ráfaði um algjörlega sljór. Það kom mér ekkert á óvart því að alla síðustu viku grunaði mig fastlega að hann væri hættur að taka lyfin sin. Eftir fjögurra ára reynslu af þessum málum er maður ekki lengi að finna að hverju dregur. Það var bara svo sárt í jjetta sinn af því að hann hefur verið óvenju góður undan- farna þrjá mánuði og stundað reglulega vinnu í fyrsta skipti í langan tíma. Ég hringdi á spítalann en það var ekkert hægt að gera af því að hann vill ekki fara þangað sjálfur. Það vissi ég reyndar fyrirfram. Mér var ráðlagt „að reyna að fá hann til að taka lyfin sín”. Sem ég er kannski síðasta mann- eskjan til að áorka. Þriðjudagur: Hann svaf ekkert í alla nótt — og ég auðvitað ekki heldur. Ég hélt að ég mundi ekki halda vinnudaginn út svona svefnlaus í viðbót við þann nagandi ótta sem ég finn alltaf til þegar svona stendur á. En einhvern veginn gekk það og við kvöld- matarborðið færði ég það varlega í tal við hann að taka að minnsta kosti svefnlyf svo hann gæti sofnað. Hann svaraði með því að taka matinn sinn og henda honum í ruslafötuna. Sagðist vita að ég væri gengin í lið með „hinum” og farin að eitra fyrir hann á ný. Miðvikudagur: Önnur svefnlaus nótt. N. gekk um gólf og barði höfðinu í veggina. Undir morgun varð ég að hlusta á tveggja tíma frásögn um sjórekin lík í fjörunni neðan við húsið. Hann sagðist standa í sambandi við anda þessa í gegnum raf- magnsinnstungu í stofunni. — Ég hringdi í vinnuna og sagðist vera veik. Síðan klæddi ég mig og fór með son okkar til mömmu. Hún tók við barninu en sagði að þetta væri í síðasta skipti sem hún hjálpaði mér ef ég losaði mig ekki við þenn- an brjálæðing. Hún hefur reyndar sagt þetta áður. — Ég hringdi á spítalann og náði í lækni sem sagði mér að ég yrði að svipta hann sjálfræði til að fá hann inn. Ég get ekki gert það sjálf af því að við erum ekki gift og samband mitt við foreldra hans er mjög erf- itt. Læknirinn sagði þá að ég yrði bara að vera hörð af mér og reka hann út. Ég gerði það og tók sjálf inn svefntöflur sem hann átti eftir af spítalaforðanum. — Ég vaknaði upp við það um miðja nótt að hann var að berja á gluggana hjá mér. Úti var slagveðursrigning og ég gat ekki annað en hleypt honum inn. Ég fékk hann til að fara í þurr föt en gat ekki komið neinu heitu niður í hann. Hann heldur enn að ég sé að eitra fyrir hann. Fimmtudagur: Hann sofnaði loks rétt eftir hádegi eftir að hafa staðið í fjörugum samræðum við spegilmynd sína. Ég fór að tala við mömmu hans um sjálfræðissvipt- ingu og fékk pabba hans til að koma heim í hádeginu. Þau ásökuðu mig fyrir ástand hans. Sögðu að honum hefði snarversnað eftir að hann kynntist mér og spurðu hvers vegna ég hefði ekki gert eitthvað í málinu fyrr. Eins og svo sem hvað? Þau féllust þó á að svipta hann sjálfræði og ég fór af stað til að útvega tilskilda pappíra. Föstudagur: Hann svaf til kvölds en klukkan að ganga þrjú um nóttina fór hann að spila svo hátt á plötuspilarann að ná- grannarnir hringdu á lögregluna. Mér fannst leiðinlegt að láta hirða hann og kaus heldur að kalla á næturlækni. Hann heyrði samtalið og þegar læknirinn kom var hann kominn upp í rúm hinn prúðasti og sagðist ekkert skilja í þessum látum. Ef einhver væri hér geðveikur þá væri það ég og best væri að hann gæfi mér sprautu til að róa mig. Læknirinn hvarf á braut við svo búið, kannski hefur hann haldið að ég væri geð- veik. 34- tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.