Vikan


Vikan - 13.09.1979, Page 6

Vikan - 13.09.1979, Page 6
„Settu slæðu á höfuðið á þér stelpa," sagði Jórunn ákveðin í Delfi. Fararstjórarnir Svanhildur og Dóra Sigga i baksýn. séð ljósið. Þegar ég sagði honum að ég hefði aðeins verið alveg blind í níu mánuði varð hann himinlifandi glaður og byrjaði skyndilega að syngja. Síðan upphófst messa aðeins fyrir okkur tvær. Ég var leidd þarna að hverri helgimyndinni á fætur annarri og hann beygði andlit mitt að þeim. Einhvern Á tröppum fornminjasafnsins í Aþenu. Brynja og leiðsögumaðurinn Ann. með sams konar harðri trésetu og hafði verið á stólunum í gamla skólanum mínum heima. Eini munurinn var að þessi var festur við gólfið. Þegar við svo ætluðum út úr vagninum stóð maður fyrir dyrunum og hreyfði sig hvergi. Það endaði með því að Jórunn þurfti að henda honum frá með handafli og síðan skrönglaðist hún út með mig undir handleggnum. Um leið og hún fékk fast land undir fæturna datt annar sólinn undan skónum. Hún tók því það ráð að ganga með skóinn undir handleggnum. Um þær mundir uppgötvuðum við að í öllum asanum höfðum við farið einni viðkomustöð of fljótt úr vagninum. Eftir mikla leit fengum við skósmið til að gera við skóinn, sem hann gerði á líklega hundrað ára gamalli skósmiðavél og tókst furðanlega.” Knúskyssti helgimyndir að grískum sið „Síðan röltum við áfram og komum að kirkju sankti Konstantíns. Við gengum inn fyrir og hittum þar fyrir ungan mann, sem kvaðst vera prestur í kirkjunni. Hann seldi okkur sitt kertið hvorri, sem hann kveikti á, og áttum við að hugsa til látinna ættingja. Eftir kertaathöfnina ræddum við heilmikið við hann og hann spurði mig, hvort ég hefði veginn hafði ég á tilfinningunni að hann vildi að ég kyssti myndirnar. Þarna gekk ég að hverri helgimyndinni á fætur annarri og knúskyssti þetta allt, en hann hélt áfram að tóna og syngja til skiptis. Og þar sem við stóðum á miðju kirkju- gólfinu brá hann sér eitthvað frá, en við heyrðum óminn af sönglinu bakvið. Þegar hann kom til baka var hann búinn að bæta á sig meiri skrúða. Svo lét hann mig kyssa á slóðann á þessum klæðnaði. Þetta var að okkar mati bæði skemmtilegt og mjög hátíðlegt. Að athöfn lokinni gekk hann með okkur fram og kvaddi okkur með virktum.” 6 Vikan 37. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.