Vikan


Vikan - 13.09.1979, Side 10

Vikan - 13.09.1979, Side 10
Guðmundur Víglundsson, vélstjóri á togaranum Maí og höfuð sjö manna fjölskyldu. Hann smyglaði sér ásamt félaga sínum með flugvél frá Keflavík til New York og til baka aftur án nokkurra athugasemda eftirlitsmanna. Ef eitthvað hefði komið fyrir þá félaga í stórborginni, lent í slysi eða þvíumlíku, þá eru allar líkur á því að þeir hefðu fyllt flokk þeirra manna sem af og til virðast hverfa sporlaust. skónum sem ég var búinn að ganga á nær sleitulaust í 20 klukkustundir og þá voru fætur mínir orðnir svo bólgnir að ég komst ekki aftur í þá. Leið nú og beið þar til okkur fannst vera tilkynnt um brottför Loftleiða- flugvélar. Við rukum upp, gegnum herbergið, niður brunastigann og upp í vagn sem flutti farþegana á annan stað á vellinum þar sem flugvélin beið. Það fór ekkert á milli mála að þarna var Loftleiðavél en eitthvað þótti okkur flugfreyjan sem stóð við land- ganginn suðræn og torkennileg útlits og ekki var búningurinn frá Loftleíðum, svo mikið vissum við. Gáfum við okkur á tal við hana og það má segja að fyrir einbera tilviljun komumst við sem betur fer hjá því að fljúga ókeypis alla leið til Argentínu en þangað var ferð flugvélarinnar heitið i leiguflug. Við snerum þvi til baka og fórum upp i biðsalinn aftur. Svo kom kallið og nú fór ekkert á milli mála að verið var að tilkynna um brottför XO Vlkan 37. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.