Vikan


Vikan - 13.09.1979, Síða 12

Vikan - 13.09.1979, Síða 12
Jónas Kristjánsson skrifar frá Grikklandi: 5. grein Á ekta tavernu og hjá vini Valdísar Forðist neon og rafeinda- magnara Erfitt er orðið að finna ekta, gríska tavernu i Plaka, skemmtanahverfi Aþenu. Þetta gamla hverfi frá tyrknesk- um tíma hefur orðið neonljósum og rafeindamögnurum að bráð. Og túrist- inn er orðinn að einkennisdýri svæðisins. Ein elsta tavernan í Plaka heldur þó í uppruna sinn, enda meira sótt af vel stæðum Aþeningum en unglingum og túristum. Samt er hún ódýrari en aðrar tavernur, sem ég þekki í Plaka. Þetta er tavernan Xinú í Anjelú Jeronta 4 (Angelov Geronta 4). Xinú er opin frá átta á kvöldin alla daga nema sunnudaga. Skynsamlegt er að panta borð í síma 3221-065. Þar með er ekki sopið kálið, því að mjög erfitt er að finna tavernuna. Við hjónin vorum búin að ganga Anjelú Jeronta fram og aftur í tvigang, þegar við komum loksins auga á lítið skilti i sundi að húsabaki. Við fórum þar inn um garðdyr og vorum komin í Xinú. Þarna sátu þrír alvörugefnir, miðaldra menn og spiluðu á gítara fyrir gesti. Allt voru það angurvær, grisk lög, ekki síst eftir Þeodorakis, sem frægur er fyrir Sorba. Og sem betur fer þurftu þeir ekki á neinum andstyggðar mögnurum að halda. Bekkurinn var þéttsetinn í garðinum. Virtust mér það allt vera Grikkir. Annaðhvort vorum við hjónin einu ferðamennirnir á staðnum eða þá, að hinir voru af því ágæta tagi, sem falla inn í myndina, hvar sem þeir koma. Stundum gengu listamennirnir um garðinn og fengu fólk til að syngja með sér, á grísku auðvitað. Enginn fór samt að dansa syrtaki uppi á borði né brjóta diska, enda held ég, að slíkt sé mest gert til að gleðja túrista. Gestirnir sátu aðallega í garðinum, en þar að auki voru þrjú veitingaherbergi i kofanum, þar sem eldhúsið var. I sölun- um voru lágmyndir á veggjum. 1 garðinum voru stólar og borð beint á mölinni. Blessaðir stólarnir voru með tágaset- um, en ekki hinu svitaframleiðandi plasti, sem tröllríður Grikklandi. Ég var því ekki rassblautur, þegar ég stóð upp að lokum. Fastagestir elska matinn Xinú er ekki frægt fyrir neitt af því, sem hér hefur verið talið upp. Það er af öðrum ástæðum, að tavernan hefur stóran hóp fastra viðskiptavina. Hún hefur nefnilega betri mat en flestar aðrar tavernur. Við fengum okkur hefðbundinn mat á Xinú, MÚSSAKA, ÐOLMAÐES, Stfna w og Stjáni 12 Vikan 37- tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.