Vikan


Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 15

Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 15
Framhaldssaga eftir Rhonu Uren 7. hluti Levndardómor gomln klnustursins Þýö: Steinunn Haigadóttir Ég gekk í áttina til hennar og hrollur fór um mig. „Matilda, Matilda, er allt í lagi með þig?" spurði ég um leið og ég greip um axlir hennar. Hún virtist líflaus með öllu og ein þjónustustúlkan fór að gráta. Augu hennar urðu kringlótt og dökk. „Það er Matilda, fröken Della, stofu- stúlkan. Hún segir að hún geti komist i samband við látið fólk. Anda þeirra dauðu!” Rödd hennar var lág og full virðingar. „Æ Rose, þvílík vitleysa, þvilíkt hug- myndaflug. Hver er þessi stúlka?” „Hún er úr þorpinu, fröken. Ég held að hún þekki hr. Manning eða fjölskyldu hans. Annars veit ég ekkert um hana annað en að hún segir að móðir sin geti lesið i lófann á þér eins og opna bók og starað í kristalkúlu þar til hún sér hvort fallegur dökkur maður sé að koma inn i líf þitt.” Augu hennar glitruðu af sælli eftirvæntingu þegar hún sagði þetta. Ég snéri mér reiðilega að henni. „Og vegna þess að hún hefur sagt allt þetta bull um móður sina trúir þú því að hún geti náð sambandi við hina dauðu?” Ég heyrði sjálf hve bitur rödd mín hljómaði þegar ég sagði þetta, vegna þess hve heitt ég þráði að hitta Jenny mína aftur og þess hve vonlaust það var. „Jæja fröken,” sagði Rose þrjósku- lega, „en mamma hennar er sígauni svo að það getur vel verið að hún hafi þessa gáfu. Sumt fólk hefur hana, það er ég viss um. Frænka mín hafði oft samband við son sinn sem var drepinn af þessum bölvuðu Rússum.” „Það er tóm imyndun. Ekkert annað en imyndun,” ég andvarpaði. „Ef það aðeins væri svoeinfalt.” Um leið og hún lagaði kjólinn minn og snyrti blúndukragann masaði hún glaðlega um allt og ekkert, hún virtist vera fegin að fá að hugsa um útlit mitt nú þegar frú Buller-Hunter var ekki til staðar. „I kvöld fröken,” sagði hún há- tíðlega, „ætlar Matilda að halda miðils- fund! Hún segist geta fallið í dvala og talað við andana.” Hún leit órólega aftur fyrir sig eins og hún óttaðist að eitthvað dularfullt kynni að leynast þar. „Miðilsfund? I húsakynnum starfs- fólksins? Ég get varla ímyndað mér að frú Hodges láti slíkt viðgangast!” Og það var svo sannarlega skoðun min að sú kona léti sér fátt um þannig lagað finn- ast. „Frú Hodges? Ó nei fröken, við gætum ekki haldið þennan fund ef hún væri viðstödd, henni líkar ekki svona lagað. Hún segir að ef hún heyri Mat- ildu tala meira um þetta verði hún rekin. Nei. Frú Hodges ætlar sér i heimsókn til bróður sins og fjölskyldu hans i grennd við Canterbury. Hún á frí svo að hún kemur seint heim. 0 fröken, heldurðu að einhver sem er dáinn vilji tala við mig?” hún skalf af eintómum spenningi. „Það hef ég ekki hugmynd um, Rose. En hvernig er það með hr. Slim? Er hann því hliðhollur að þið farið að eltast við anda?” Rose flissaði og sendi mér kankvíst augnaráö. „Ég veit það ekki, fröken. Hann hefur sinn eigin anda aðdunda sér við. Hann situr inni i herberginu sínu með flösku úr vínkjallaranum og yfir- leitt skiptir hann sér ekki af okkur á kvöldin.” Ég vissi að ég ætti ekki að vera að masa svona við þjónustustúlkuna. En satt best að segja fannst mér það vera léttir að taka þátt i þessum samræðum, að þurfa ekki að hugsa um hvað væri rétt framkoma og hvað ekki eins og til- fellið var þegar ég ræddi við frú Buller- Hunter sem var svo umhugað að kenna mér mannasiði og fá mig til að hegða mér eins og ungri hefðarkonu sæmdi. Það var ekkert áhlaupaverk! Allan daginn hugsaði ég um það sem Rose hafði sagt og hvernig þessi stúlka, Matilda, væri. Var hún svindlari? Var hún illa menntuð þjónustustúlka sem skemmti sér við að þykjast hafa vald á æðri máttarvöldum til að hræða félaga sína? Eða var þessi stúlka raunverulega skyggn, vissi hún hvernig maður komst i samband við hina látnu? Skynsemi mín sagði mér að svo gæti ekki verið. Hvers vegna skyldi lítilsmegnug þjónustu- stúlka hafa þessa hæfileika? Og ef út i það var farið, hvers vegna skyldi nokkur hafa slíka hæfileika? Eða hvers vegna ekki við öll? Þó sagði einhver rödd innra með mér að einhverjir hlytu að hafa þessa hæfileika, ég hafði heyrt að jafnvel þeir hæstsettu í landinu tryðu því. Ef einhver sannleikur leyndist í þess- um andasamskiptum vildi ég taka þátt i þeim til þess að ég yrði þar tilbúin ef Jenny vildi hafa samband við mig. Ef svo færi að ég heyrði rödd hennar myndi ég vita það með vissu hvort um svik væri að ræða, enginn gæti leikið á mig í því sambandi. Ég var enn með hugann við þetta þegar við snæddum kvöldverð. Nú þegar frú Buller-Hunter var ekki til staðar snerust samræðurnar aðallega um stjórnmál en á þeim hafði ég engan áhuga.Tillitssamurog vingjarnlegur eins og alltaf reyndi James frændi að fá mig til að taka þátt í samræðunum en því miður gat ég aðeins veitt honum svör einsogjá eða nei. Clive virtist eiga erfitt með að sætta sig við þessa rólegu tilveru, hann sneri hugsandi upp á yfirvaraskeggið og renndi augunum órólega á milli okkar allra. Allt í einu sló hann hendinni i borðið. „Það er kominn tími tiji að við skemmtum okkur eitthvað. Eg get fengið leikflokk til að setja á svið gott leikrit hér ef þú vilt leyfa mér það, pabbi?” Frændi minn hleypti í brýrnar og eftir að hafa hrist höfuðið nokkrum sinnum leit hann í áttina til min til að athuga viðbrögð mín. En þau voru engin, skiln- ingarvit mín voru sem frosin. Ef þessi skemmtun gæti orðið öðrum til gleði var það aðeins gott. Ég þurfti ekki að taka þátt í þessu og vildi ekki eyðileggja fyrir öðrum með sorg minni. Þar sem ég vissi hverjar tilfinningar Clive bar í brjósti til sveitalífsins, jafnvel þegar það var sem liflegast, vildi ég ekki verða til þess að hann ætti enn erfiðara með að sætta sig við það. „Hvað segir þú, Della?” Frændi minn leit órólega á mig. * Mér tókst að brosa dauflega og ég sagði honum að hann skyldi hafa þetta cins og honum best líkaði, mér væri sama. „Seinna Clive, seinna,” sagði frændi 'að lokum. „Það væri betra ef þú biðir eftir að frú Buller-Hunter kæmi aftur, þú munt þurfa á aðstoð hennar að halda við undirbúninginn.” „Hvaða máli skiptir frú Buller-Hunt- er! Hér áður fyrr tókst frú Hodges ágæt- lega til við að undirbúa þess háttar skemmtanir. Ég get ákveðið daginn og ef frú Buller-Hunter verður komin aftur þegar sá dagur kemur er það ágætt. En þó hún verði ekki komin er óþarfi að hætta við allt saman.” Þegar máltíðinni var lokið afsakaði ég mig og sneri til svefnherbergis míns. Ein- hvern veginn gat ég hvorki lesið bókina 37. tbl. Vlkan is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.