Vikan - 13.09.1979, Síða 27
„Auðvitaðeru þau það!” Andrew hló.
„Þau eru vinir mínir. Alf lofaði að koma
til Skotlands um tíma þegar ég opna
minn eigin stað.”
„Ó, já.” Raunveruleikinn þrengdi að
hamingju hennar. „Er — konan þín líka
góð á skíðum?”
„Mjög góð. Og börnin vitanlega líka.”
„Vitanlega." Hjarta Carriar herptist
saman og henni létti þegar þau komu
aftur heim á hótelið. Hún sagði dauf-
lega: „Þakka þér kærlega fyrir skemmti-
legt kvöld.”
„Carrie! Bíddu aðeins...”
En skyndilega opnuðust dyrnar.
Þarna stóð fjúkandi reið ungfrú Tate.
„Svo þarna ertu, Caroline! Allt i lagi.
Hvar hefur þú verið? Veistu hvað
klukkan er? Það er næstum komið mið-
nætti! Sjáðu nú til —”
Augnablik var Carrie orðlaus. En svo
jafnaði hún sig. „Það eru engar reglur
um timann! Þér kemur ekkert við...."
„Ég ber ábyrgð á þér. Þú hefur engan
rétt til....”
„Þetta er allt í lagi, Virginia, hún var
með mér.” Andrew gekk fram og ungfrú
Tatevarðennfölari.
„Svo ég hafði þá rétt fyrir mér! Eg sá
ykkur bæði laumast út. Hvað á konan
þin eftir að segja? Þetta gerir allt enn
verra...”
En Carrie beið ekki eftir að heyra
meira. Afbrýðisamar grunsemdir ungfrú
Tate eitruðu kvöldið, eyðilögðu það og
hún þrengdi sér inn fram hjá henni, með
grátkökk í hálsinum. 1 fyrsta sinn í
mörg ár grét Carrie sig í svefn.
Siðasti dagurinn reis fagur og heiður
eins og allir hinir dagarnir og Carrie
hugsaði þrjósk með sér þegar hún batt á
sig skíðin: —Ég ætla að njóta hverrar
sekúndu, því ég sé Andrew Blair aldrei
framar.”
„Þú ferð varlega.” Frú Faraday kom
til þess að kveðja hana.
„Hafðu ekki áhyggjur, þetta er mjög
einföld leið.” Andrew stansaði hjá þeim í
snjóiðu. „Ég skal lita eftir henni, frú
Faraday.”
„Ég er viss um að þú gerir það. En
hún veit stundum ekki hvenær hún er
sigruð.”
—Ég veit það núna, hugsaði Carrie
bitur með sér. Af konu og þrem börnum.
—Ég vildi þið töluðuð ekki eins og ég
væri ekki hér. Hún renndi sér frá þeim
eins glæsilega og hún gat, hún heyrði
þau segja eitthvað og þau hlógu.
En svo hafði hún ekki tíma til þess að
hugsa um neitt annað en snjóinn undir
skiðunum, að halda sig í réttri fjarlægð
frá næsta manni og reyna að muna allt
sem Alf hafði kennt henni. Brautin lá
hægt á brattann. Carrie neitaði að líta
við. Það var allt í lagi meðan hún leit
ekki niður. En um hádegi varð hún að
gera það. Þau voru komin að litlum
kofa. Andrew lyfti hendinni.
„Við æjum hér og snæðum. Hálftíma
hvíld, en farið ekki úr augsýn.”
„Er þetta ekki stórkostlegt — hvilíkt
útsýni! — Hvar er myndavélin mín!”
Upphrópanirnar gengu frá manni til
manns en Carrie stóð og sneri baki í það
allt þar til Andrew sagði: „Hvað finnst
þér um útsýnið, Carrie? Er það ekki
hrikalega fagurt?”
Þá varð hún að líta á það og líkami
hennar varð að mauki. Henni fannst
eins og jörðin hyrfi undan fótum þeirra.
„Stórkostlegt!” Orðin komu í rykkjum.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að við
værum komin svona hátt.”
„Þetta er auðveld leið. Það er örlítið
erfiðara að fara til baka, en það er ekkert
sem allir geta ekki.”
Nema ég! Ó, hvers vegna var ég að
koma? Hvers vegna sagði ég ekki bara
nei? Ég er að deyja úr hræðslu. Hvaða
máli skiptir álit Andrews Blair? Hún
hafði hagað sér eins og bjáni og nú þurfti
hún að gjalda fyrir það. En hún gat ekki
eytt því sem eftir var ævinnar hérna
uppi og það var aðeins ein leið niður, á
skíðunum.
Fyrsta hálftímann gekk allt vel.
Brautin lá niður afliðandi brekku og
sólin, sem skein framan i hana og
hljóðið í skíðunum hennar fengu hana
til þess að gleyma hve hátt uppi þau
voru.
En skyndilega féll brautin. Með
hryllingi horfði hún á þegar fólkið fyrir
framan hana hvarf úr augsýn og svo
skaust hún fram og niður. Einhvern veg-
inn hélt hún jafnvægi, hún þvingaði
skíðin sín til hliðar og snarstansaði. Hún
stóð þarna skjálfandi og horfði á hina
þjóta úr augsýn fyrir stóran snævi-
þakinn klett. Hún mátti ekki missa af
þeim.
En um leið og hún stakk stöfunum í
snjóinn heyrði hún hávaða sem
fékk hana til þess að hika. Hún
leit upp. Þar sem stuttu áður hafði
verið slétt og sindrandi brekka var nú
stór grófur snjófláki á hraðri ferð niður.
Hann virtist stefna beint á hana. Hún
gat sig hvergi hrært. Hún fann hvernig
snjórinn lyftist og skalf undir henni, en
einhverju kraftaverki var fyrir að þakka,
að hann brast ekki undan henni. Skriðan
rann fram hjá henni, skall á trjánum
fyrir neðan og lokaði leiðinni.
„Carrie! Carrie, er allt í lagi með þig?”
Áköf rödd Andrews barst til hennar.
„Ég — ég held það.” Hún reyndi ekki
aðdylja hræðslu sina.
„Hlustaðu Carrie, farðu aftur upp
brekkuna eins varlega og þú getur og
renndu þér svo beint niður eins hratt og
þú getur. Ég kem svo og hitti þig.”
„Nei.” Fjöllin allt í kring skoruðu á
hana og i eitt skipti fyrir öll gafst hún
upp. „Ég get það ekki. Það er of bratt.
Égget þaðekki.”
„Þú getur það víst, Carrie. Þú verður
að geta það. Ég segi að þú getir það og
þess vegna getur þú það. Þetta var
óvænt skriða en það gæti komið önnur.
Gerðu það, Carrie, farðu nú aftur.”
Hún vissi aldrei hvaðan hún fékk
kraftinn og hugrekkið. Kannski frá
Andrew. Hægt hélt hún upp á ská og
svo í stuttum misjöfnum ferðum renndi
hún sér niður brekkurnar. Hún rann á-
fram þar til hún var orðin hvit af snjó,
vöðvar hennar spenntust og háls hennar
varð þurr af hræðslu. Þá allt í einu sá
hún Andrew koma undan jaðri trjánna,
hann veifaði til hennar og hún vissi að
hún var næstum hólpin.
„Carrie, komdu Carrie!” Hann dró
hana inn í öryggi trjánna og skyndilega
voru handleggir hans komnir utan um
hana, hann hélt henni þétt upp að sér og
hún hafði hvorki afl né vilja til þess að
streitast á móti. Hann tók um höku
hennar og augu hans voru ekki hlý og
full kátínu, heldur dökk af áhyggjum og
svolitlu öðru sem Carrie gat ekki trúað.
„Gerðu þetta aldrei framar, hræddu
mig ekki svona,” hvíslaði hann. Svo
byrjaði hann að kyssa hana, eins og
hann ætlaði aldrei að hætta því.
Einhvern veginn tókst henni þó að
lokum, þrátt fyrir sterkar tilfinning-
arnar, að komast aftur til
raunveruleikans. Hún reyndi að losa sig,
en hann hélt henni fast.
„Nei — nei — konan þin.” Henni til
skelfingar þá fór hann að skellihlæja.
„Fyrirgefðu.” Hann kyssti hana
aftur, blíðlega. „En ég held að við
höfum bæði syndajátningu fram að
færa. Til að byrja með þá hefur þér
gengið mjög vel í dag, miðað við stúlku,
sem er ákaflega lofthrædd og hrædd á
skíðum.”
„Ó.” Hún starði skelfd á hann. „Þú
vissir það þá? Hvernig? Segðu ekki að
það hafi verið mamma! Hvernig gat
hún! Þvilíkur svindlari, hlýtur þú að
hafa hugsað um mig!”
„Þvert á móti, ég dáðist að þér. Og
elskaði þig vegna þess.”
Carrie hefði dottið ef hann hefði ekki
enn haldið með handleggjunum utan
um hana.
„En þú — þú ert kvæntur.”
„Þaðer ég ekki.”
„Ertu það ekki?” Var hún
raunverulega vakandi? „Og áttu ekki
þrjá krakka með mislinga?”
Hann hristi höfuðið. „Ekki einn
einasta. Sjáðu til Carrie, ég veit hvernig
skíðahótel eru, þau likjast nokkuð
skemmtiferðaskipum, og ég kom ekki
hingað til þess að skemmta mér. Ég kom
hingað til þess að vinna og til þess að
læra. Svo ég skáldaði upp konu og fjöl-
skyldu til þess að vernda mig."
„Fyrir fólki eins — eins og ungfrú
Tate?”
„Einmitt. En ég gat ekki skilið á
stundinni um leið og ég varð ástfanginn
af þér. Mamma þín skildi það alveg.”
Hún greip andann á lofti. „Mamma?
Áttu við að hún hafi verið með i sam-
særinu allan tímann? Oh, biddu bara þar
til ég hitti hana — þegar ég hugsa til þess
sem ég hef þurft að þola.”
Hún reyndi að stappa í jörðina, en
gleymdi skíðinu sem var fast við hana.
„Ég býst við að hún hafi líka sagt þér, að
ég væri ástfangin af þér, er það ekki?”
„Hún gerði það. Hún er mjög glöð,
hún mamma þin.”
„Hún er líka samviskulaus tvi-
skinnungur!”
En hún sagði þetta svo blíðlega að
þau fóru skyndilega bæði að hlæja.
ENDIR.
Þetta er allt í lagi, eftir 20 ár verðuröu siginn niður á rassinn
og getur þá setið.
37. tbl. Vikan 27