Vikan


Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 28

Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 28
Árekstrar á milli foreldra og unglinga Á mörgum heimilum eru vissir mála- flokkar aldrei ræddir. Það lítur út fyrir að það sé þegjandi samkomulag á milli heimilisfólksins að ræða ekki um ákveðna hluti. Fjölskyldumeðlimirnir gera sér allir grein fyrir hvaða málaflokkar þetta eru. Algengastir þeirra eru kynferðismál, jafn- réttismál, pólitísk mál og trúmál. Á erlendri tungu er sagt að slik málefni séu „tabú”. Að tala við unglinga um kynferðismál Flestir hafa mikinn áhuga á málefnum sem snerta eigið líf. Þetta á sérstaklega við um mörg málefni sem bannað er að ræða eins og t.d. kynferðismál. Margir foreldrar eiga mjög erfitt með að ræða um kynferðis- mál við börn sín. Það kemur til af því að foreldrarnir hafa sjálfir verið aldir upp í því að slík mál séu ekki rædd. Þeir blygðast sín fyrir umræðu um kynferðismál, eru feimnir og geta jafnvel skammast sín fyrir það. Flestir unglingar vita lítið sem ekkert um samband foreldra sinna. Þeir vita ekki á hverju sambandið byggist eða hvort það er ánægjulegt eða óánægjulegt fyrir þá. Þeir geta aðeins staðfest að foreldrarnir búi saman. Unglingar geta að visu reynt að stundum er spenna og illindi á milli for- eldra, en stundum jafnvægi og ást. En umræða um af hverju sambandið er eins og það er er „tabú”. Umræður um viðkvæm málefni móta unglinga. Ef engin umræða er um slík mál- efni, er sennilegast að unglingurinn sjálfur hafi hvorki löngun né þor til að ræða reynslu sina og málefni við foreldrana. Ef foreldrar og unglingar gætu rætt þessi mál í sameiningu og fullorðnir segðu börnum sinum frá reynslu sinni, t.d. hvernig þeir líta á kynferðismál, hvernig þeim hefur sjálfum liðið í sambandi við þessi mál, er möguleiki á því að unglingar gætu fjallað um kynferðismál á eðlilegri hátt. Það myndi að miklu leyti móta afstöðu ung- linga til kynferðismála og geta varnað því að fordómar erfist frá kynslóð til kynslóðar. Sjálfstæði unglinga er háð sjálf- stæði f oreldra Á gelgjuskeiðinu reyna unglingar að rífa sig lausa frá foreldrunum. Þeir reyna að öðlast eigið sjálfstæði. Þetta er eðlileg þróun, en hún gerist oft með miklum til- þrifum. Mótmæli, árekstrar og gagnrýni heyrir því gjarnan til að unglingurinn reynir að öðlast sjálfstæði sitt. Styrkleiki þessara árekstra er að miklu leyti háður því að hve miklu leyti foreldrarnir viðurkenna og vilja að unglingurinn verði sjálfstæður. Viðurkenning á sjálfstæði annarra er oft háð því að hve miklu leyti einstaklingurinn sjálfur er sjálfstæður. Þess vegna getur sjálfstæðisbarátta unglinga líka verið sjálf- stæðisbarátta foreldra. Mæður eru yfirleitt ósjálfstæðari en feður. Þær búa oft við efnahagslegt, félagslegt og kynferðislegt misrétti. Oft eru það líka mæðurnar sem eru tregar til að viðurkenna sjálfstæðis- hneigð unglinga. Þetta á þó sérstaklega við þær mæður sem hafa „lifað fyrir” fjölskyld- una. Mæður sem hafa enga eða litla menntun. Sjálfstæðisbarátta unglings getur *8 Vlkan 37. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.