Vikan


Vikan - 13.09.1979, Síða 31

Vikan - 13.09.1979, Síða 31
Konur taka völdín / Brunaliðinu Miklar breytingar hafa orðið á skipan manna í hljómsveitinni Brunaliðið, sem nýverið lauk hljómleikaferð sinni um landið. Fór sveitin eins og eldur í sinu um og var hvarvetna vel tekið, eins og segir í annálum. Samfara mannabreytingunum er það samdóma álit manna, að miklar breytingar hafi orðið á tónlistarflutning- num, mikið lagt upp úr kvenröddum enda að vonum. Söngkonur Bruna- liðsins eru hvorki meira né minna en fjórar talsins. Ragnhildur Gísladóttir, hin gamal- kunna söngkona og tónlistarmaður, er enn dyggur liðsmaður, en til viðbótar eru komnar til sögunnar þrjár norð- lenskar söngkonur, þær Eva Alberts- dóttir, Erna Þórarinsdóttir og Erna Gunnarsdóttir. Þær sungu áður með hljómsveitinni Hver fyrir norðan, en sú hljómsveit var stofnuð í Menntaskólan- um á Akureyri. Auk stúlknanna eru í hljómsveitinni þeir Pálmi Gunnarsson (bassi) og Magnús Kjartansson (hljómborð) en þeir voru ásamt Ragnhildi í upphaflegu útgáfunni af Brunaliðinu. Trommuleikari er enginn ákveðinn, né heldur gítarleikari, en á hljómleika- ferðinni, sem er nýlokið eins og áður sagði, sló breski trommuleikarinn Jeff Seopardie taktinn og Birgir Hrafnsson lék á gítar. Á meðan á hljómleikaferðinni stóð, kom út nýjasta plata Brunaliðsms, Útkall. Á plötunni eru níu lög, öll ís- lensk samin af liðsmönnum hljómsveit- arinnar og þeim Jóhanni G. Jóhanns- syni og Jóhanni Heigasyni. Glöggiega K.emur fram á þeirri plötu, að mikil áhersla er lögð á fágaðan söng, enda af nægum röddum að taka. Fjöldi kunnra tónlistarmanna aðstoðuðu Brunaliðið við gerð plöt- unnar. Má þar nefna Jeff Seopardie trommuleikara og Friðrik Karlsson gítarleikara, en hann annaðist allan gítarleik á plötunni nema í einu lagi þar sem Björgvin Gíslason kom til skjalanna. Lúðrablástur önnuðust þeir Kristinn Svavarsson, Magnús Kjartans- son, Andrés Helgason og Ingvi Jón Kjartansson. hp. 37. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.