Vikan


Vikan - 13.09.1979, Síða 34

Vikan - 13.09.1979, Síða 34
Átta hringar Kæri draumráðandi! Mig dreymdi undarlegan draum. Ég var stödd í kaupfélaginu hér heima. Þegar ég kem með vöruna að húðar- horðinu þá átti stelpan enga skipti- mynt. Ég beið lengi við borðið en þegar hún kom aftur þá sagði ég að ég ætti nóga smápeninga. Éannst mér þá sem hún liti niður í töskuna en samt var eins og á botninum væri fullt af rusli. Hún fór að leita að smápening- um en fann bara kóktappa, blaut blöð og annað rusl. Þá fór ég að leita og fannst mér eins og ég væri að leita innan við dyrnar á kaupfélaginu. Þegar ég var búin að leita nokkurn tíma fór ég að finna hringi, fyrst gull- hring, svo silfurhring og fann ég alls átta hringi. Einnig fann ég neðan af eyrnalokkum og var það allt úr gulli með bláum steini. Hringarnir voru allir með rauðum steini. Fólkið í búðinni var mjög hissa á öllum þessum hring- um. Stelpan I búðinni átti einn hring- inn og sýndi hún enga ánægju yfir að hann væri kominn í leitirnar. Hina hringana þekkti enginn. Ein áhyggjufull. P.S. Eg er hrifin af strák, gæti þetta boðað samband á milli okkar? Þú átt mjög auðvelt með að umgang- ast annað fólk og eignast þess vegna fljótlega vini af báðum kynjum. Lík- lega verða vinir af hinu kyninu fleiri en einn og ekkert í þessutn draumi bendir frekar til ákveðins sambands við þennan tiltekna strák. Þessi draumur getur komið fram á mörgum árum. Ég hreinskrifa bréfin Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig einn draum sem mig dreymdi fyrir nokkru. Eg var stödd I skólanum sem ég geng I. Eg labba fram hjá stelpu sem við getum kallað L og strák sem ég hef aldrei séð. Strákurinn horfir fast á mig þegar ég labba fram hjá. Svo settist ég á gluggakistu eina rétt hjá þeim og enn horfði strákurinn á mig. Eftir stutta stund tekur L eftir þessu og segir við strákinn: „Ef þú getur ekki hætt að horfa á hana get- urðu bara verið með henni en ekki Mig dreymdi mér. ” Daginn eftir hitti ég strákinn fyrir utan skólann og heldur hann á bréfum í hendinni. Eg fer upp að honum og hvísla: „Ertu með L á föstu?” Þá segir hann: „Já, en ég vildi að ég væri með þér. ” Nokkur af bréf- unum eru til L en hin til mín. Þá segir hann: „Eg hreinskrifa bréfin og læt þig svo fá þau. ” Við það vakna ég. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. RR. Þér væri hollast að treysta ekki um of á laus sambönd við hitt kynið og fara gætilega í öllum samskiptum við þér áður ókunna skólafélaga. Ekki er ósennilegt að þú kynnist fremur var- hugaverðum persónuleika, sem hefur talsverð tök á þér og ef ekki er varlega farið gætir þú beðið tjón af kynnun- um. Gerðu þér far um að hugsa um öll sambönd við hitt kynið af rökvísi og taklu ekki ákvarðanir nema að vel at- huguðu máli. Hann var með hringinn Elsku draumráðandi! Mig langar svo óskaplega að biðja þig að ráða fyrir mig drauma (eiginlega alveg eins). Eg vona að þú gerir það fyrir mig því að ég held að þeir tákni eitthvað. Mig dreymdi þá tvær nætur I röð. Sá fyrri er svona: Maðurinn (giftur) sem ég var með kom heim á dráttarvél og ég tók strax eftir því að hann var með giftingarhringinn sinn (hann gengur ekki með hann) og fannst mér hann gera það bara til að kvelja mig (því að ég elska hann). Þá vaknaði ég. Sá seinni er svipaður. Sami maðurinn kom heim á dráttarvél og var hann með hringinn. Eg átti að fara með honum og hjálpa honum að sprauta beljur. Gengum við veginn og tók ég eftir því að hann dró §kyrtuermina niður fyrir hringinn svo að ég sæi hann ekki. Við töluðumst ekki við á leiðinni. Fannst mér endilega að kona hans léti hann vera með hringinn (svo að ég kveldist) og að hann vilji ekki vera með henni. Strax og hann kom heim leit hann fyrst á mig til þess að vita, hvort ég tæki nokkuð eftir hringnum. Ég kvaldist við að sjá hann með hringinn. Þá vaknaði ég. Þakka birtinguna. 3261-1222 Flest í þessum draumi bendir til að þarna sé um að ræða afleiðingu af hugsunum þínum í vökunni. Slika drauma er sjaldan að marka og þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur af þýðingu þeirra. Þó skaltu fara varlega í öllum samskiptum þínum við mann þennan, því fljótfærni af þinni hálfu getur haft slæmar afleiðingar fyrir framtið þína. Rauður og grænn litur Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum. Mér fannst ég sitja með barn I fanginu sem átti að vera dóttir mín. Hún var að lita mynd af stelpu og krotaði alla myndina út með rauðum og grænum lit. Svo fannst mér ég vera beðin að skrifa nafnið hennar og föðurnafn. Eg man ekki hvað hún hét en ég skrifaði nafn og föðurnafn manns, sem ég hef verið með eitt kvöld. Ein áhyggjufull. Litir tákna ekki alltaf það sama í draumi og draumráðendum ber yfirleitt ekki saman um tákn lita í ýmsum tilvikum. Grænt þarf til dæmis ekki alltaf að vera ills viti í draumi, þótt yfirleitt sé hann viðvörun til dreymandans um að gæta sín á tunguliprum smjöðrurum. Rautt er yfirleitt allra lita bestur í draumi, en ef hann er mjög dökkur getur það verið bending um að dreymandi eigi að stilla skap sitt betur. Langlíklegast er að þessi tiltekni draumur þinn sé einungis afleiðing hugsana í vökunni og því lítið mark takandi á öðrum táknum hans. 34 Vikan 37- tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.