Vikan


Vikan - 13.09.1979, Page 41

Vikan - 13.09.1979, Page 41
þunga skólatösku í annarri hendi og enn þyngri ritvélar- tösku í hinni. Þá má víst með sanni segja að íslenskir skóla- nemendur hafi haft í heiðri ráð- 'eggingar Steins Steinarrs í kvæðinu Samræmt göngulag fornt: ... álútir skulu menn ganga! og hoknir i hnjánum! og horfa með stilling og festu áíslenskajörð! Þessi orð Steins munu nú að verða úrelt i þessu sambandi, því ef dæma má af vörum þeim sem ritfangaverslunin Penninn hefur nú á boðstólum er gert ráð fyrir að rétt sé úr bakinu og ,jnenn gangi nú uppréttir — jafnvel um hábjartan dag”. Töskurnar eru flestar mjög léttar, ætlaðar til þess að bera á bakinu og sér- staklega hannaðar með burðar- þol hvers aldurskeiðs í huga. Penninn hóf göngu sína árið 1932 í húsinu Ingólfshvoli og var þá bæði ritfanga- og minja- gripaverslun. Nú mun Penninn vera eina sérverslun með ritföng hér á landi. Þar fæst allur skóla- varningur, allt'frá blýöntum og strokleðrum upp í ritvél, skrif- borð og stóla. Verð á vör- unum er að sjálfsögðu mismunandi og talsvert margir valkostir fyrir fólk, hvort sem eyða á miklu eða litlu til útgerðar hvers skólabarns. Mr.$ketc/i r4ffr CotORfs qii 1 y' ■- • jy i jP Nemendur á grunnskólastigi fá námsbækur sér að kostnaðar- lausu, en þegar komið er upp í níunda bekk þurfa nemendur að fara að greiða fyrir bækurnar. í verslun Pennans í Hallar- múlanum er sérstök teiknideild, þar sem áhugamenn og atvinnu- menn geta fengið flest, sem til þeirra hluta heyrir. Svokallaðir lyktarlitir vöktu sérstaka athygli Neytendamarkaðarins, en segja má að þeir séu ef til vill meira fyrir yngri aldursflokkana. Þetta eru svokallaðir tússlitir, sér- staklega meðfærilegir og auðveldir í notkun. Þarna er ekki um að ræða olíutúss, þannig að auðvelt er að ná litunum úr fatnaði og af veggjum. Hver litur hefur sinn ákveðna ilm, t.d. ilmar gulur eins og greipaldin og það mun ekki skaðlegt þótt þau allra yngstu bragði í hrifningu á herlegheitunum. Litina er ekki hægt að taka í sundur nema nota til þess beitt verkfæri. 8 litir í kassa kosta 2.705 en 12 litir 2.620. Nokkuð dýrir en munu vera mjög notadrjúgir. Það sem mesta athygli vekur ■

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.