Vikan


Vikan - 13.09.1979, Síða 63

Vikan - 13.09.1979, Síða 63
Meðan bæði lifðu var hann talinn fyrirvinna Kæri Póstur! Mig langar að biðja þig að svara einni spurningu fyrir mig. Maður og kona búa saman ógift í nokkur ár — svo deyr maðurinn af slysförum við vinnu. Hann er líftryggður vegna vinnu sinnar. Hver á aðfá líftrygginguna og úr lífeyríssjóði hans? Meðan bæði lifðu og unnu úti var hann talinn fyrirvinna og þar af leiðandi fékk konan ekki atvinnuleysisstyrk, þótt hún yrði atvinnulaus. En nú kemur líftryggingin hvergi fram eftir því sem konan veit — og heldur ekki lífeyrissjóður. Kveðja. S.O.S. í 52. gr. laga nr. 67, 1971 um almannatryggingar segir að eftir tveggja ára sambúð njóti fólk sömu réttinda til bóta og ef um gift fólk væri að ræða. Tveggja ára reglan gildir þó ekki ef sambúðaraðilar eiga börn saman eða eiga von á barni, þá koma full réttindi strax. I þessu tilviki hefði konan átt að fá ekknalífeyri eða ekknabætur, eftir þvi sem við á, slysatryggingu og annað það sem Tryggingastofnun ríkisins hefur innan sinna veggja. Leiki einhver vafi á að svo hafi verið, ætti hún að hafa samband sem fyrst við stofnunina, þvi sé þetta dregið úr hömlu getur allt reynst erfiðara viðfangs. Hvað lífeyrissjóðinn og líftrygginguna varðar gildir allt önnur regla. Þar er sambúð ekki viðurkennd og því á hún ekki rétt á greiðslum frá þeim aðilum, burtséð frá hversu lengi sambúðin hefur varað. Málaskóli Kæri Póstur! Eg er ekki í ástarsorg eða vanfær eins og flestar stúlkur sem skrifa þér. En mér liggur á að vita svörin við spurningunum sem hér liggja og ég vona að Helga sé södd þegar þér fáið þetta bréf. Hér koma svo spurningarnar. 1. Hvað þarf maður að vera gamall til að fara í málaskóla? 2. Er nauðsynlegt að hafa lokið 3. bekk? 3. Hvert snýr maður sér til að sækja um skólann? 4. Hvað er námið venjulega langt? 5. Hvar er málaskóli á Islandi? Eg vona að þú getir svarað spurningunum mínum. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. ' Bless. 537 Talsvert betra hefði verið, ef þú hefðir tekið fram hvaða máli þú hefur áhuga á. Öll algengustu tungumál eru kennd í mála- skólum hérlendis og eru að minnsta kosti tveir slíkir í síma- skránni. Hringdu bara og þar færðu upplýsingar um það, sem þú hefur sérstakan áhuga á að læra. Það eru allir aldursflokkar í málaskólum, þú getur byrjað í barnadeildum og flutt þig ofar eftir því sem getan eykst. Engin menntunarskilyrði eru sett fyrir inngöngu. Það væri allt í lagi að vinna hérna ef glasabörnin væru ekki alltaf grátandi ofan í glösunum. 37- tbl. Vikan 63

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.