Vikan


Vikan - 03.01.1980, Page 3

Vikan - 03.01.1980, Page 3
Á GÖNGUFERÐ MED BJÖSSA Guðbjöm Hdgason er 58 ára og 1 metri og 30 sentímetrar á hæð. Hann var félagi okkar i gönguferð VIKUNNAR dag einn rétt fyrir jól þegar við mældum götur Revkja- víkur mislöngum skrefum. — Viltu segja okkur hvað er verst við að vera svona smávaxinn, Bjössi? — Það er varla neitt eitt sem er erfiðast — það er í heild erfitt að vera svona smávaxinn. Verst finnst mér þó þegar ég er misskilinn og ekki tekið mark á mér, allt vegna stærðar- innar. Svo er þetta dýrt. Ég get ekki gengið inn í búðir eins og annað fólk og keypt mér föt, ég verð að láta sérsniða þetta á mig. Þú gætir fengið tvenn föt fyrir sama pening og ég gaf fyrir þessi sem éger i. Guðbjörn er vel klæddur, í frakka, jakkafötum, hvítri skyrtu og með bindi eins og svo margir aðrir — allt litið. — Hvenær varð þér fyrst ljóst að þú værir dvergur? — Ætli ég hafi ekki verið 6 eða 7 ára. Ég ólst upp í stórum systkina- hópi, við vorum 16 systkinin og bjuggum við ísafjarðardjúp. Strax upp úr fermingu fór ég til sjós og var i við það i nokkur ár, fór síðan til Reykjavíkur og vann við verk- smiðjustörf, dreif mig aftur á sjóinn og svo aftur i verksmiðjuna. Þannig hefur þetta gengið í stórum dráttum. Ég hef unnið i fjöldamörg ár í Dósa- gerðinni og er eiginlega nýhættur. — Var ekki erfitt að vera til sjós svona lítill? — Ég vann eins og hinir og gaf ekkert eftir. Alla vega fékk ég fullan hlut og á tímabili var ég meira að segja með einn og kvart hlut þar sem ég var bæði háseti og kokkur í senn. Ég kunni alltaf vel við mig á sjónum og sé núna mest eftir því að hafa ekki farið á millilandaskip. Ég hef aldrei komið til útlanda — því miður. — Þú fluttir úr sveit til höfuð- borgarinnar. Hvernig var þér tekið? — Það sneru sér allir við og gláptu á mig á götu. Nú hefur þetta breyst, það þekkja mig allir orðið þannig að það er ekkert tiltökumál þó ég láti sjá mig opinberlega! — Hefur aldrei hvarflað að þér að fá vinnu viðerlend fjölleikahús? — Ojú. Ég vann í 11 ár á Kefla- víkurflugvelli og þar þróuðust málin þannig að ég var kominn með alla pappíra, innflytjendaleyfi, atvinnu- leyfi og hvað þetta heitir allt saman. og var á leiðinni út. Ég var kominn í samband við bandaríska fjölskyldu sem ætlaði að taka á móti mér og að því er mér skildist þá hefðu ekki verið nein vandkvæði á því að fá vinnu í sirkus eða einhverju svoleiðis. En ég guggnaði þegar á herti og það var kannski eins gott. Ég býst ekki við að ég hefði haft taugar til að standa í þessu. Síðan þá hafa ýmsir aðilar orðað þennan möguleika við mig, t.d. Jón Laxdal leikari og Jóhann risi, báðir menn sem ættu að þekkja til þessara mála. Hér heima hef ég frekar lítið komið við sögu í skemmtanaiðnaðinum, lék að visu einu sinni í leikriti eftir Odd Björnsson og svo var ég með í Bláu stjörnunni, revíusýningum sem gengu hér í bænum á milli 40 og 50. Þar söng ég og hoppaði og allt hvað eina. Svona hafa nú sirkusmál min verið. — Gleymirðu ekki einhverju? Það sagði mér einhver að þú hefðir leikið í kvikmynd. — Jú, það er satt. Ég hef leikið I einni kvikmynd, Síðasta bænum í dalnum. Þar lék ég að sjálfsögðu dverg — hvað annað? — Ertu ekkert beiskur? — Það þýðir ekkert að vera það. Ég reyni að umgangast venjulegt fólk og svo spila ég bridge í frístund- um. Aftur á móti verður manni stundum hugsað til þess að ef maður hefði fæðst í dag þá hefðu lækna- visindin getað bjargað manni. En því verður ekki breytt að ég fæddist við Isafjarðardjúp fyrir 58 árum og þá var ekki byrjað að meðhöndla ung- börn eins og gert er í dag. — Þakka þér fyrir samfylgdina, Bjössi! — Þakka þér sömuleiðis. Bless- aður!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.