Vikan - 03.01.1980, Síða 5
Gabrielli-Sandwirth. Það er 110
herbergja hótel í gotnesk-feneyskum stíl
með innigarði, hagkvaemum og rúm-
góðum herbergjum, duglegri og
vingjarnlegri þjónustu. Sumarverðið er
22.000 krónur fyrir eins manns herbergi
og 40.000 fyrir tveggja manna. Heimilis-
fangið er riva degli Schiavoni 4110 og
síminn 31580.
Næst er Metropole, 64 herbergja
hótel í nútíma útgáfu af klassiskum
Feneyjastíl, með vel búnum herbergj-
um, en of slakri þjónustu. Sumarverðið
er 20.000 krónur fyrir eins manns og
26.000 krónur fyrir tveggja manna
herbergi. Heimilisfangið er riva degli
Schiavoni 4149 og siminn 705044.
Þá er það Londra, 70 herbergja hótel,
sem fer stöðugt batnandi. Sumarverðið
er 20.500 fyrir eins manns herbergi og
31.500 krónur fyrir tveggja manna.
Heimilisfangið er riva degli Schiavoni
4171 ogsiminn 700533.
Siðan kemur Paganelli, sem áður var
getið, 23 herbergja hótel, Heimilisfangið
er riva degli Schiavoni 4687 og síminn
24324.
Við hlið þess er Savoia, fullu nafni
Savoia e Jolanda, 71 herbergis hótel með
formlegu yfirbragði en nútima innrétt-
ingum, mjög rólegt hótel með stórum
herbergjum. Það er eina hótelið í þessari
skrá, sem ekki hefur loftkælingu.
Sumarverðið er 12.500 krónur fyrir eins
manns herbergi og 20.500 krónur fyrir
tveggja manna. Heimilisfangið er riva
degli Schiavoni 4187 og síminn 706644.
Þar við hliðina er Danieli, fína hótelið
I Feneyjum, þar sem gista kóngar og
prinsar. kardinálar og sendiherrar og
auðvitað Hua formaður. Á þessu 246
herbergja lúxushóteli er þjónustuliðið
nákvæmt og kurteist undir stjórn signor
Barrelet, en kunnáttumenn telja hótelið
samt siðra en Gritti og Cipriani. Sumar-
verðið er 43.500 fyrir eins manns og
Þess verður þú einnig að gæta á öðrum
þeim hótelum, sem hér verða nefnd.
Yfirleitt eru það bara fá herbergi, sem
hafa hið dýrlega útsýni. Þau eru ekki
dýrari en hin og þú heimtar slíkt sem
ófrávikjanlegt skilyrði.
Innréttingar á Monaco eru ákaflega
snyrtilegar í léttum og björtum,
frönskum stíl. Búnaður á baði er lýta-
laus með öllu. Aðalatriðið er þó hinn
mikli gluggi, sem opna má alveg upp á
gátt.
Fyrir utan streyma látlaust strætó-
bátar, hraðbátar og gondólar, fullir af
iðandi mannlífi. Og í bakgrunni eru svo
hinar glæsilegu kirkjur á bökkunum
andspænis, kirkjur heilags Georgs og
Mariu guðsmóður. Ég horfði á þetta
útsýni eins og dáleiddur i fjórar klukku-
eins manns herbergi og 12.500 krónur
fyrir tveggja manna herbergi, hvort
tveggja á sumarverði.
Ég hef ekki prófað þetta sjálfur, en i_k
100% mark á Tryggva. Ég veit Iíka, að
hótelið er mikið sótt af listamönnum og
að signor Paganelli er vingjarnlegur og
þægilegur, því að ég hef hitt hann. En
þvl miður heimtar hann, að gestir séu í
hálfu fæði að sumarlagi, þegar
hótelálagið er mest.
Strandlengjan frá Flotasafni að
Akademíubrú er annars þakin hótelum,
sem hafa gott orð á sér og uppfylla
skilyrði min um útsýni. Við skulum
rekja þau lauslega frá austri til vesturs.
Fyrir kónga og kardinála...
Austast er Gabrielli, fullu nafni
Svona aigldu Fanayingar skartkbaddk á skrautbétum til haiflurs
Hua formanni.
stundir samfellt yfir einu glasi af
Brunello di Montalcino, stolti ítalskra
rauðvlna.
Ekki var siður notalegt að sofna og
vakna við ljúft öldugjálfrið og hafa það
á tilfinningunni, að húsið ruggaði á
bárunum. Enda hef ég hvergi betur sofið
en einmitt í Feneyjum. Og svo má ekki
gleyma þvi, að hinn heimsfrægi Harry’s
Bar er nákvæmlega þrjá metra frá and-
dyri hótels Monaco.
... en Paganelli er ódýrt
Þar sem við tslendingar erum orðin
ein af lágtekjuþjóðum Vestur-Evrópu,
viljum við auðvitað fá ódýrari gistingu
en þetta. Kunningi minn, Trygve
Ramberg, ritstjóri Aftenposten, var með
fjölskyldu sinni I sumar á Paganelli, sem
er á Schiavoni-bakka Markúsarlóns.
Hann var mjög ánægður með bæði
herbergi og baðherbergi. Þar kostar
gistingin ekki nema 5.500 krónur fyrir
58.000 krónur fyrir tveggja manna
herbergi. Heimilisfangið er riva degli
Schiavoni 4196 og síminn 26480.
... og keisarann af Persfu
Þá erum við komin að Markúsartorgi.
Fyrsta hótelið, sem við komum að
vestan þess, er Monaco, sem áður var
getið, fullu nafni Monaco e Grand
Canal, 80 herbergja hótel, heimilis-
fangið er Calle Vallaresso 1325 og
síminn 700211.
Ekki er gengið frá ströndinni inn í
hótelin, sem vestar eru, heldur frá
göngugötunni, sem liggur til vesturs frá
Markúsartorgi. Þar verður fyrst fyrir
Bauer Grúnwald, 210 herbergja nýtt
hús að framanverðu, en gamalt hús í
Medici-stíl út að Stóraskurði. Þar ræður
ríkjum signor Puppo og þar hafði
keisarinn af Persíu hótelíbúð númer
212, meðan hann var og hét. Þú getur
sjálfsagt fengið hana núna. En sumar-
verð á venjulegu herbergi er 27.500 fyrir
einn og 44.000 krónur fyrir tvo.
Heimilisfangið er camposan Moise 1440
og siminn 707022.
Næst er Europa, 140 herbergja hótel
með fallegum garði, gott og endurbætt
hótel undir stjórn signor Tirelli. Þar er
sumarverðið 25.000 krónur fyrir einn og
38.500 fyrir tvo. Heimilisfangið er calle
larga 22 Marzo 2159 og slminn 700477.
Þá er það Regina, 65 herbergja hótel,
endurinnréttað, ferskt og bjart. Regina
hefur sama eldhús og Europa og
heimtar, að gestir séu i hálfu fæði á
sumrin. Sumarverð er 25.000 krónur
fyrir einn og 38.500 krónur fyrir tvo.
Heimilisfangið er calle larga 22 Marzo
2205 og síminn 700544.
Loks er það besta hótelið í Feneyjum,
hið margfræga Gritti, 91 herbergis hótel
í 15. aldar höll, griðastaður
Hemingways, Churchills, Aga Kahns,
Karajans, Grétu Garbo og margra fleiri.
Doktor Passante hefur tvo starfsmenn á
hvern gest, enda er þjónustan frábær,
kurteisi og matargerðarlist í hávegum
höfðog gífurlegur lúxus á herbergjum.
Þar er besta hótelsvíta í heimi, númer
110, upplögð fyrir nýríka íslendinga. En
það er líka hægt að sitja bara fyrir utan
barinn á skurðbakkanum og sötra te eða
campari fyrir lítið verð. Venjulegt hótel-
herbergi kostar á sumrin 47.000 krónur
fyrir einn og 63.000 krónur fyrir tvo.
Heimilisfangið er campo Santa Maria
del Giglio 2467 og síminn 26044.
Veldu eitthvert af þessum hótelum
eða bara tjaldstæðið úti i Lido. Og það
mun fara um þig notalegur fiðringur I
hraðbátnum frá flugvellinum Marco
Polo, — þegar kirkjuturnar Feneyja
byrja að rísa upp úr haffletinum, —
þegar þú siglir framhjá glergerðareynni
Murano, — þegar þú kemur inn á
Markúsarlón. Ekkert er hér eins og á
öðrum stöðum I heiminum. ★
Jónas Kristjánsson
I.tbl. Vlkans