Vikan


Vikan - 03.01.1980, Síða 6

Vikan - 03.01.1980, Síða 6
Sennilega liggja fáar spurningar fólki jafn- brennandi á hjarta um hver áramót og sú, hvað hið nýja ár kunni að bera í skauti sér. Að vanda hefur völva Vikunnar tekið að sér að svara þessu eftir bestu getu. Og þeir sem fylgst hafa með spám hennar á undanförnum árum hafa reynslu fyrir því að sú hin forvitra er furðu nösk á framtíðina. T.d. spáði hún m.a. í fyrra: Veturinn verður snjóþungur og hætta er á snjóf lóðum ... íslenskur tónlistar- maður nær góðum árangri á erlendum vett- vangi... Vandamál fólks með geðræna sjúkdóma verða mjög á döfinni... Stórfenglegt eitur- lyfjamál kemur upp á VOLVUSPA VIKUNNAR: HVAÐ GERIST ÁRIÐ 1980? Stórfenglegt eiturlyfja- mál kemur upp á árinu .. ■ Aðgerðir í sambandi við húsf riðunarmál... Afgerandi tíðindi í íran... í Uganda dregur til tíðinda... Trudeau fellur... Sænsku konungshjón- in eignast son í sumar.. En hvað um það, ætlunin er ekki að tí- unda gamla spá, heldur vindum við okkur beint að efninu: Hvernig reynist árið 1980 okkur? Ef frómt skal frá segja var völvan ekkert sérlega hress með að leysa úr spurningum okkar og var ekki laust við að þunglyndisbar- lómur fjölmiðlanna hefði haft sín áhrif á hana engu síður en aðra landsmenn. En kannski e/ það bara af því að þeir hafa alveg rétt fyrir sér. — Æi, þetta er alltaf sama þófið, tjáði völvan okkur mæðu- lega. — Ég get ekki séð að þjóð- félagsmálin hjá okkur taki neinum stökkbreytingum til hins betra, síður en svo. Ég er orðin hundleið á því að vera nei- kvæð, en því miður er lítið gagn að því þó ég reyni að betrum- bæta staðreyndir með því að. segja þveft um h'úg mér. Eftir að hafa sannfært hana um að hún yrði ekki látin sæta ábyrgð á hinni hallandi þjóðar- skútu fremur en aðrir, féllst hún þó á að svara fyrstu spurning- unni: — Hver verður hagur þjóðar- innar á því herrans ári, 1980? — Þrátt fyrir góðan vilja hinnar nýju ríkisstjórnar til að halda í skottið á verðbólgunni hafa þeir því miður ekki erindi sem erfiði. Það er ekki meira en svo að þeim takist að halda henni nokkurn veginn í horfinu. Langþreyttur almenningur mun að visu sýna nokkra þolinmæði fram eftir vetri en svo springur blaðran. Skærur verða á vinnu- markaðinum og stjórnar- samstarfið gengur ekki of vel. Reyndar skyldi mig ekki undra þótt efnt yrði til nýrra kosninga áður en kjörtímabili lýkur. — Staðan í efnahagsmál- unum verður þess valdandi að þeim fjölgar mjög sem freista þess að flýja land. Og ég held að við ættum að hætta að gera grín að frændum okkar, Færeying- um, því ég sé ekki betur en að margir leiti þangað. Einnig mun fólk leita til Kanada meira en áður og treysta á fyrirgreiðslu fólks af íslensku bergi brotnu. — Hvernig heldurðu að viðri? — Veturinn verður kaldur en þó ekki jafnsnjóþungur og for- veri hans. Hann verður storma- samur, jafnvel svo að tjón hlýst af. Töluvert verður um slys á fólki og ég sé ekki betur en þar beri eitt öðrum hærra sakir mannskaða. — Vorið lofar góðu en ekki held ég að við ættum að hrósa happi of snemma hvað sumarið snertir. — Hvað með aflabrögð og landbúnað? — Þar má nú kannski segja að fátt sé svo með öllu illt . . . Fiskafli verður betri en fólk þorði að gera sér vonir um. Hins vegar mun þrengjast mjög um á fiskmörkuðum í Bandaríkjunum og lögð verður mikil áhersla á að leita nýrra markaða. — Það heldur áfram að standa styrr um landbúnaðinn og ég sé ekki betur en að búskaparháttum verði breytt að nokkru, að minnsta kosti ef við lítum á áratuginn í heild. T.d. 6 Vikan I.tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.