Vikan


Vikan - 03.01.1980, Síða 10

Vikan - 03.01.1980, Síða 10
stefnir meir og meir að því að opna land sitt og lætur sífellt meira að sér kveða sem stór- veldi. Þar verður líka um einhverja valdabaráttu að ræða, sýnist mér. — Ég spái því að lítt muni greiðast úr málum Kampútseu en versnandi ástand fyrir botni Miðjarðarhafsins mun draga aðalathyglina að sér. — Ég sé fyrir miklar náttúru- hamfarir í Suður-Ameríku sem bæta síst af öllu ástandið þar. — Yfirleitt virðist mér sem alþjóðasamskipti verði mjög í brennidepli. Starfsemi NATO verður tekin til rækilegrar endurskoðunar, tilgangur Sameinuðu þjóðanna sætir mikilli gagnrýni og EFTA riðar til falls. — Ég spái því að Carter muni sigra Kennedy sem forseta- frambjóðandi í Bandaríkjunum og verða þar einkamál hins síðarnefnda þyngst á metunum. Annars eiga Bandaríkjamenn í vök að verjast á þessu ári, bæði hvað efnahag landsins snertir og samskipt þess út á við. — Ég sé ekki betur en að mannrán eða jafnvel morð á þekktum stjórnmálamanni eigi eftir að setja sinn svip á árið, en því miður treysti ég mér ekki til að fully.rða hver það verður. — En svona til að enda þetta allt saman í léttari dúr sé ég heldur ekki betur en að Karólínu Mónaccópreinsessu eigi eftir að takast að verða ólétt Ólafur Jóhannesson mun nú standa upp úr stól sínum og setjast í he/gan stein. Þó ekki að Bessastöðum. 10 Vikan l. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.