Vikan - 03.01.1980, Qupperneq 12
VIKAN og Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
— Hvað táknar orðið húsgagna-
arkitekt, — er það einhver sem eingöngu
teiknar húsgögn eins og nafnið virðist
bera með sér?
— Því er þannig farið að frumherjar
stéttarinnar völdu sér þetta heiti, —
töldu ýmislegt annað vera húsgagn en
borð og stól, — jafnvel að orðið húsgagn
gæti verið samheiti svo margs á einu
heimili. Þannig er það reyndar einnig
meðokkar starf og þau verksviðsem það
nær yfir.
— Nú skilst mér að stétt ykkar sé
orðin allfjölmenn, — er hugsanlegt að
húsgagnaarkitektar hafi næg verkefni í
svo fámennu þjóðfélagi?
— Nei, þaðer tæplega mögulegt. Eins
og menn vita, sem um húsgögn hugsa og
fylgjast með islenskri húsgagnagerð,
hönnun þeirra og framleiðslu, þá er líkt
fariðað hvort tveggja er flutt til landsins
niðurgreitt.
— Hvað táknar þetta?
— Meginhluti þeirra húsgagna og
innréttinga sem flutt eru til landsins eru
hönnuð af erlendum arkitektum. Eins
og fram hefur komið í fjölmiðlum og
rætt er um þegar staða íslenskrar
húsgagna- og innréttingaframleiðslu er
metin, er mikill hluti og jafnvel mestur
hluti þessarar erlendu framleiðslu
styrktur á einn eða annan hátt í heima-
landi sinu. Innflutningur þessi dregur
ekki síður úr atvinnumöguleikum okkar
húsgagnaarkitekta en hann dregur úr
framleiðslu innlendra fyrirtækja sem að
iðngreininni starfa.
— Hvað er um námið að segja?
— Um námið er það að segja að þar til
fyrir nokkrum árum var það skilyrði sett
að væntanlegur nemandi hefði lokið
námi sem sveinn í húsgagnasmíði og að
því loknu unnið við fagið a.m.k. þrjú ár,
eða sem samsvarar meistaraprófi. Fyrst
að þeim tima liðnum þótti viðkomandi
hæfur til að hefja framhaldsnám. Það er
eingöngu hægt að stunda erlendis og að
gefnu tilefni má taka fram að fleiri staðir
en Danmörk koma til greina í því
santbandi.
Jón Ólafsson húsgagna-
og innanhússarkitekt
„Að stuðla að aukinni híbýlamenn-
ingu með því að leiðbeina þeim
fullorðnu og fræða þá ungu”
HÚSGAGNA
ARKITEKT
I NÁMI
OG STARFI
— 1 hverju var nám þitt t.d. fólgið?
— Námið var einkum fólgið í lærdómi
margs konar teikniaðferða til að byrja
með, rannsókn á tilurð hlutanna og gerð
þeirra og síðan þjálfun í að meta nota-
gildi og fagurfræðilegt gildi þeirra og
raða þessu saman í réttum hlutföllum
viðsköpun nýrra hluta.
— Hafa inntökuskilyrði breyst og
jafnframt námstilhögun?
— Inntökuskilyrði hafa breyst i þá átt
að nú er ekki lengur gerð krafa um að við-
komandi hafi lokið námi í húsgagna-
smíði og er það að vissu leyti miður.
Stúdentspróf eða önnur samsvarandi
menntun er nú skilyrði fyrir inngöngu.
Námið tekur fjögur ár en uppbyggingu
þess er háttað hliðstætt og áður. Meiri
áhersla er þó lögð á jjátt verklegrar
kennslu.
— Hvar stundaðir þú nám?
— Sjálfur sótti ég til Kaupmanna-
hafnar til náms eftir að hafa lokið
sveinsprófi í húsgagnasmíði hjá Helga
Verðlaurmlampi, hannaflur af Jöni Ólafmsyni og Pétri B. Lútherssyni. Skólaverkefni fré érinu 1962.
12 Vikan 1. tbl.