Vikan


Vikan - 03.01.1980, Qupperneq 14

Vikan - 03.01.1980, Qupperneq 14
VIKAN og Félag húsgagna- og innanhússarkitekta: Húsgagna- arkitekt í námi og starfi borgina á leið út á flugvöll þaðan sem ferðinni var heitið til starfa á íslandi, þá voru barnahúsgögnin okkar á mest áber- andi stöðum í öllum húsgagnaversl- unum Kaupmannahafnar. En þá, eins og nú, virðast þeir fullorðnu hafa haft meiri áhuga á stássstofuumhverfi frekar en umhverfi barna sinna. Það reyndist ekki vera grundvöllur fyrir framleiðslu húsgagnanna og einungis fáir fengu tækifæri til að sjá þau .vaxa með börnunum. — Hvernig hefur svo starfið gengið eftir að heim kom? — Er heim kom hélt brauðstritið áfram. Hinn eiginlegi vinnudagur lengdist og þörfin fyrir að leggja hönd á plóginn á fleiri vígstöðvum jókst. Verkefnin voru flest á sviði innréttinga fyrir einstaklinga, félög eða stofnanir. Þessu samfara vann ég mikið fyrir félag okkar, Félag húsgagna- og innanhúss- arkitekta. Undirbúningur og þátttaka i sýningu húsgagnaarkitekta 1968, sem við Pétur tókum sameiginlega þátt í, er mér minnisstæður frá þessum árum. Á árinu 1972 var mér falið að hanna orlofshús ásamt öllu innanstokks í landi Svignaskarðs í Borgarfirði fyrir Iðju, félag verksmiðjufólks í Reykjavík. Þetta verkefni hefur verið mér afar kært einkum vegna einstaklega góðrar samvinnu við forráðamenn félagsins og þeirra nánu tengsla við náttúruna sem verkefnið bauð upp á. Bæði hús og hús- búnaður var sérhannað og húsin nánast látin spretta upp á milli kjarrsins i landinu. 1 ársbyrjun 1973 stofnuðum við Guðmundur Þór Pálsson arkitekt teiknistofuna Arkhönn sf. Verkefni okkar hafa einkum verið fyrir ríki og sveitarfélög, þ.e.a.s. á sviði hönnunar stærri bygginga s.s. skóla, sjúkrahúsa o.þ.h. 1 því sambandi mætti nefna sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum auk endurbyggingar þess sem þurfti eftir gosið. Þá má einnig nefna gamla sjúkra- húsiðsem breytt var í ráðhús. Nú vinnum við m.a. að hönnun Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, Seljaskóla, endurbyggingu Sundskála Svarfdæla, sem er elsta yfirbyggða sundlaug landins, auk margra annarra verkefna. Eins og sjá má af framantöldu þá skortir ekki verkefnin. Því er jafnframt Álstóll, hannaður 1968 af Jóni Ólafssyni og Pótri B. Lútherssyni. Erlandar fyrirspurnir bárust en ekkert hefur orðið af framleiðslu enn sem komið er. þannig varið með hönnuði að verk þeirra fylgja þeim um aldur og ævi líkt og börn mæðrum sínum. Starfið er lifandi og fjölbreytt og krefst þess einnig að fylgst sé vel með öllum nýjungum. Vinnudagurinn er oft erilsamur og langur, við þurfum stundum að geta brugðið okkur í gervi sáttasemjarans eða sálfræðingsins auk hinnar eiginlegu hönnunar. Til að auka og bæta hibýlamenningu hér á landi tel ég markmiðin vera: Að stuðla að bættu fagurfræðilegu mati einstaklingsins á umhverfi sínu. Að stuðla að aukinni híbýlamenningu með þvi að leiðbeina þeim fullorðnu og fræða þá ungu. Mest lesna tímarít á Islandi samkvæmt fjölmiðlakönnun Hagvangs. VUSM 14 Vikan 1. tl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.