Vikan


Vikan - 03.01.1980, Síða 23

Vikan - 03.01.1980, Síða 23
lega stafar þessi hegðun ekki af því að fólk vilji ekki gjarnan taka þátt í sorgum annarra. Þeir vita bara ekki hvernig. Og einmitt þeir sem mest finna til með öðrum finna líka sárast til þess hvað gamli frasinn: „Ég votta þér samúð mína,” er fátæklegur. En í þessu eins og öðru er um að gera að haga sér af skynsemi. Og það má læra. Það er í raun og veru alls ekki svo erfitt að hegða sér þannig að báðir aðilar geti verið ánægðir. Sá sem finnur til með öðrum á bara einfaldlega að láta það í ljósi. Hann getur t.d. sagt: Ég tók dauða konu þinnar afskap- lega nærri mér. Ég vildi svo gjarnan hugga þig, ég veit bara ekki hvernig. En láttu mig vita ef ég get á einhvern hátt hjálpað þér. Eða: Ég veit alls ekki hvað ég á að segja. Ég get aðeins sagt að ég finn innilega til með þér. Eða: Mér verður svo oft hugsað til þin. Þú hlýtur að vera einmana. Við fáum nokkra góða vini i heimsókn um næstu helgi, kannski viltu gera okkur þá ánægju að koma líka? Sorgin er léttbærari ef vinirnir svíkja ekki Vertu ekki feiminn við að bjóða syrgjandanum heim. Oft hjálpar tilbreytingin til að gera sorgina léttbærari. Það er mjög nauðsynlegt fyrir syrgjandann að finna að aðrir muna eftir honum. Það er honum miklu meiri huggun en góð ráð og innantóm orð. Og syrgjandinn ætti einfaldlega að láta vini og vandamenn vita að of mikil tillitssemi bætir ekki úr skák. Hann gæti t.d. sagt: — Ég vona að dagleg umgengni ykkar við mig breytist ekki vegna dauða konu minnar. Þið getið ekki hjálpað mér betur en með því að umgangast mig á sama óþvingaða háttinn og áður. Þetta þýðir ekki að sorgin eða sársaukinn sé neitt minni. En það getur aðeins timinn læknað. Smáauglýsingar MMBIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Og það gengur betur ef syrgjandinn á vini sem bregðast honum ekki. Sá sem þjáist í einrúmi kemst kannski aldrei yfir sorg sína. bók í blaðformi m - W m M Jtr mm m - » I. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.