Vikan


Vikan - 03.01.1980, Qupperneq 24

Vikan - 03.01.1980, Qupperneq 24
Smásaga eftir Unni Björgu Fyrir 10 árum skrifaði ég smásögu og sendi einu af vikublöðum bæjarins til birtingar. Ég fékk þessa sögu fljótlega birta, með teikningum eftir allmikils- virtan listamann. Ég var ákaflega upp með mér eftir þetta þrekvirki, en svo feimin var ég að ég skrifaði undir dul- nefni og hef aldrei sagt nokkurri manneskju frá þessu upphafi skáldferils míns — skáldferils segi ég, já, því nú eftir þessi 10 ár er ég aftur að skrifa sögu og ætla að senda þessu sama blaði. Hvort þessi saga verður betri eða verri en hin er óvíst en ég veit að eftir þessi ár hefur blaðið breyst og gerir aðrar kröfur, lesendur gera einnig aðrar kröfur og ég Lítil um sjálf er ekki lengur hin sama. Nú er ég heilum áratug eldri og flest tekur umskiptum á styttri tima en þeim — og er ég svo skáld? Ekki er ég dómbær á það sjálf, en gamla sagan mín þótti ekki sem verst og fleiri en eina persónu heyrði ég tala um hana sent óvenju vel gerða sögu, eins og skáldsagna — og einkum smá- sagnagerð væri á hraðri niðurleið þá. saga lítið Þetta var nú í þá daga. Ennþá er ritað og rætt um slæmar sögur, smáar og stórar. Þess vegna datt mér i hug að hressa upp á skáldskapinn almennt og skapa til að byrja með stutta sögu og vita hvort hún yrði tekin til birtingar. Siðan get skoðað í skrifborðið og reynt að laga til eitthvað af gömlu Ijóðununt mínum, sem ég samdi um ást og róman- FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA útvegar ybur hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 I miðri Viku Ég held að Bjössi viti alveg upp á hár hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Ég veit að það stendur ekkert á Ivfseðlinum, en þú hefur gott af þvi að fá þér göngutúr I apótekið. tík og sum um fallega þorpið mitt, sem ég saknaði ákaft eftir að ég flutti til höfuðborgarinnar, og svo er hreint ekki að vita nema ég eigi eitthvað fleira í pokahorninu. Lengi hef ég hugsað um sögu, sem hún amma mín gamla sagði mér af konu, sem hún þekkti þegar hún var ung. Sú gamla kona var stórmerkileg og ævisagan tilvalin til að setja i skáld- söguform. Ég sé til — fyrst er það þessi smásaga fyrir vikublaðið. Hún verður prófraun á það hvort ég er fær um að semja — sem sagt telst ritfær manneskja. Fyrir 10 árum þótti ég það, en nú — nú fer leikurinn að æsast, því hér kemur sagan: ir AU eru ung og ástfangin, skóla- æskan — Dúdda og Matti. Matti situr hjá Gumnta vini sinum, það er allt i lagi — Gummi er ágætur. Fyrir frantan þá sitja þær Gurri og Dúdda, þær eru vinkonur. Gurri er leiðinleg. freknótt og allt of feit, en Dúdda fullyrðir að hún sé ágæt, enda hjálpar hún Dúddu með heimaverkefnin og ekki veitir af, ekki er hún Dúdda svo dugleg að læra, en hún er því skarpari i ýmsu öðru og hún er falleg, glaðvær og hún veit svo margt um lifið sem Matta langar að vita. Matti elskar hana. hugurinn er fullur af framtíðardraumum um þau Dúddu. Stundum getur hann ekki lært fyrir tilhugsuninni um Dúddu. Mamma jagast i honum yfir þvi að hann lesi ekki nógu mikið, kennarinn talar um að hann standi sig ekki nógu vel, en hvað getur hann gert — hugurinn er fullur af Dúddu. Hún er alls staðar. Þú ert þó ekki orðinn ástfanginn, drengur? segir mamma. — Þú, á þínum aldri. Hann þarf ekki að svara þessu, það kemur engum við, síst mömmu. Svona var hann ekki áður, þá las hann og lærði vel, var heima á kvöldin. En núna er Dúdda alls staðar, i huga hans og þetta hlaut að vera ástin. Hún gat ekki verið öðruvisi. hann hafði lesið eitthvað svipað um þessar og þvílikar tilfinningar hjá fólki. Allt hans líf snýst um þessa stúlku. Hann vill vita hvar hún er og hvað hún er að gera. Hann hringir til hennar — hann fer til hennar í heimsókn eftir að hafa verið i skólanum i návist hennar allan daginn. Dúdda er yndisleg, hann getur ekki lifað án hennar — aldrei. Þau hafa kysst og kelað, þrýst sér fast hvort að öðru. Hann hafði meira að segja sagt henni að hann elskaði hana og spurt hana hvort hún elskaði hann ekki líka. Æ, hún vissi það varla — elska, það er eitthvað svo hátíðlegt, erfitt orð, sem ekki er notað nema í sögum lengur. 24 VlKan l.tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.