Vikan


Vikan - 03.01.1980, Síða 27

Vikan - 03.01.1980, Síða 27
 þau séu að biðja um hana sjálf. Það er með því að vita um hegninguna að börn komast að þvi hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þau nálgast siðferði menningarinnar með því að komast að því hvað sé leyfileg hegðun og hvað ekki. Á þessum aldri eru börn full af réttlætiskennd. Allir foreldrar 7-12 ára barna kannast við millimetraréttlætið. Ef t.d. á að skipta súkkulaði verða bitarnir að verða algjörlega jafnir, þannig að ekki verði grátur og gnistran tanna. Börn geta líka endalaust talað um það hvað þetta og hitt sé óréttlátt. „Þú gafst honum meira en mér.” „Hann fær alltaf meira en ég.” „Þú ert alltaf að skamma mig, aldrei hann,” o.s.frv. Umræður um slíka hluti virðast hjálpa börnum að gera reglur og siðferði að sínu eigin. Réttlætiskenndin getur veist börnum erfið og verið orsök árekstra á milli systkina, t.d. þegar þau vilja setja millimetra- mæli á það hvern foreldrunum þykir vænst um. Það er alveg fram að 12 ára aldri sem börn setja jafnaðarmerki á milli réttlætis og þess að þau fái alveg eins og hinir. Þá fyrst geta þau farið að skilja og taka tillit til þess að fleira verður að koma til. ★

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.