Vikan


Vikan - 03.01.1980, Page 31

Vikan - 03.01.1980, Page 31
1 s Opnuplakat SILFURKÓRINN - VINSÆLASTI KÓR LANDSINS Ef miðað er við hljóinplötusölu er Silfurkórinn vinsælasti kór landsins. Með honum hafa komið út þrjár LP plötur, Hvít jót, Tuttugu vinsœlustu lög síðari ára og Rokk. rokk, rokk. Samtals hafa þær selst í 22-23 þúsund eintaka upplagi. Silfurkórinn var gagngert stofnaður til að syngja inn á plötur. Svavar Gests útgefandi auglýsti eftir söngfólki I blöð- unum og stór hópur gaf sig fram. Allt kvenfólkið í kórnum hefur verið með frá upphafi og helmingur karlanna. Allt er þetta fólk upptekið I alls kyns störfum og margir syngja i öðrum kórum. Því hefur hópurinn næsta litið komið fram saman. Það hefur raunar gerst aðeins einu sinni. þegar Silfurkórinn flutti lög af plötunni Rokk, rokk, rokk í sjónvarpi fyrr á þessu ári. Sami kórstjóri og útsetjari hefur unnið nteð Silfurkórnum á öllum þremur plötunum. Hann er Magnús Ingimarsson, kunnur tónlistarmaður og vel að sér I öllum tegundum tónlistar. VIKAN innti Svavar Gests eftir þvi á dögunum, hvort væntanleg væri ný plata með Silfurkórnum. Hann kvaðst vera að velta hlutunum fyrir sér; af orðum hans mátti þó ráða að landsmenn mættu alveg eins búast við fjórðu Silfur kórsplötunni. hvert svo sem viðfangs- efnið verður I það skiptið. Ef marka má viðtökurnar á þremur fyrstu plötunum er ekki ástæða til annars en ætla að hún hljóti einnig góðar viðtökur. 1. tbl. Víkan 31 I

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.