Vikan


Vikan - 03.01.1980, Page 43

Vikan - 03.01.1980, Page 43
dómur fyrir heilbrigt fólk. Oftast gengur veikin yfir á einni viku, en menn geta verið nokkuð langan tíma að jafna sig. Eldra fólk, eða fólk með króniska sjúk- dóma, getur farið illa út úr veikinni jafn- vel svo að dragi til dauða. Það er því fyllsta ástæða til að taka sjúkdóminn alvarlega. MEÐFERÐ Bólusetningu gegn inflúensu hefur verið beitt i nokkrum mæli. Aðallega hefur öldruðu fólki, heilsulitlu og þeim sem vinna mikilvæg störf, staðið slikt til boða. Eitthvað mun einnig um að vinnu- veitendur hafa fengið bólusetningu fyrir starfsfólk sitt, ef nægt bóluefni hefur verið til. Ekkert meðal vinnur á inflúensuvirus, en sömu verkjalyf og við kvefi koma aö haldi. Lyfin lækka hitann og lina verki. bað má líka nota sterkari verkjalyf en venjulegar verkjatöflur, en fara með allri gát, þvi hætta er á aukaverkunum og að fólk verði háð sterkari lyfjum. Langoftast er sjúklingurinn búinn að ná sér eftir eina viku. Ef ekki, er þörf að leita læknis. Það skaðar ekki að leita hans fyrr — sérstaklega ef það gæti róað fólk. Oftast gerir læknirinn ekki annað en að staðfesta að þetta sé inflúensa og veikin verði bara að hafa sinn gang. En ef um aldrað fólk er að ræða og fólk með króniska sjúkdóma, t.d. lungna- sjúkdóma, er sjálfsagt að leita læknis strax. Oft kemur fyrir að fólk fái lungna- bólgu upp úr inflúensu og þá er þörf skjótra aðgerða. VÖRN GEGN INFLÚENSU Það er ekki mikið, sem við getum gert til að forðast veikina. Fólk smitast t.d. : hvernig svo sem það klæðir sig. Orsök þess, að sumir sleppa við sjúkdóminn, er mismunandi viðnámsþróttur. Maður getur verið smitberi án þess að veikjast sjálfur. Þegar faraldur gengur er rétt að forðast margmenni. Þeir sem óttast um heilsuna geta gert sínar ráðstafanir. Þeir sem veikjast eiga að vera heima, bæði sjálfra sin vegna og annarra. Reynslan hefur sýnt, að inflúensa gengur aðallega íjanúarogfebrúar. VEIKINDADAGAR Eins og áður er sagt, er þess yfirleitt ekki þörf að leita læknis, þegar um kvef- pest eða inflúensu er að ræða. Læknar eru yfirleitt störfum hlaðnir og oftast óþarfi að ónáða þá — þó auðvitað séu undantekningar á, eins og fram hefur komið hér áður. Sumir þurfa að fram- visa læknisvottorði á vinnustað og er þá rétt að hafa samband við heimilislækni í síma á fyrstu dögum veikinnar. Varasamt er að fara of snemma af stað eftir inflúensu, eftirköstin eru oft verri en sjálf veikin. Það er sjálfsagt að forðast óþarfa áreynslu og umsvif, meðan verið er að jafna sig til fulls. Hér áður fyrr dóu þúsundir manna af völdum inflúensu — spánska veikin var þar skæðust. Nú til dags er sjaldgæft að veikin dragi fólk til dauða og er það fyrst og fremst því að þakka, að fólk hefur meira mótstöðuafl gegn veikinni. Bættur hagur fólks hefur leitt til betri heilsu og nú eru kunn lyf, sem geta dregið úr veikinni og læknað fylgikvilla. Inflúensufaraldur gengur oftast einu sinni á ári og er veikin mismunandi slæm. Það eru nú nokkur ár liðin síðan verulega slæm inflúensa hefur gengið hér. Fólk, sem er heilsulítið, er hvatt til að láta bólusetja sig í tíma, þegar fréttist af inflúensu. Efnið er vörn í 3 mánuði og sfðan kann að vera þörf að endurtaka ónæmisaðgerðina. Mest lesna tímarítáíslandi samkvæmt fjölmiólakönnun Hagvangs. m l.tbl. Vlkan 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.