Vikan


Vikan - 03.01.1980, Page 51

Vikan - 03.01.1980, Page 51
I opinberlega á „undrin á Elliheimilinu”, sem svo eru nefnd, nú um nokkurt skeið. Ég er ekki að skrifa um þau hér af því að ég hafi fundið einhverja lausn á þvi hvernig maðurinn varð heill, sem allir geta sætt sig við. Ekki treysti ég mér til þess og læt hvern um að hafa þá skýringu i friði, sem hann telur réttasta. En ástæðan til þess að ég brýt nú aftur upp á þessu umræðuefni er sú, að ég fékk ekki alls fyrir löngu bréf utan af landi og fjallaði það að nokkru leyti um þetta efni. Bréf þetta er ritað vestur við ísafjarðardjúp af Sigurði bónda Þórðar- syni á Laugabóli. Geri ég ráð fyrir því, að margir hafi gaman af „innleggi” hans í þetta mál, því að ég þykist vita, að laust sé við að menn hafi rökrætt það til hlítar, enda verða slfk mál aldrei rædd svo að komist verði að niðurstöðu, sem allir geti fallist á. Menn hafa yfirleitt skipst í tvo flokka í máli þessu og þeir ekki getað komið sér saman. Það vita allir sem hlýtt hafa á rökræður manna um málið eða tekið sjálfir þátt í þeim. En þá er ekki rétt að hafa formálann lengri og byrja á kaflanum úr bréfi Sigurðar. Hann segir: „. . . það kom svolítið skrítið fyrir heima hjá mér í sambandi við fréttina um „undrin á Elliheimilinu”. Hinn 12. nóvember sl. var Vilhjálmur Vilhjálmsson að tala um „daginn og veginn” í útvarpinu og sagði þá, að það sem mest væri talað um í bænum hjá ykkur væru þessi undur. Við höfðum ekki heyrt hér eitt orð um þessi undur og enginn hér í nágrenninu, svo að maður vissi til, og hver spurði annan um, hvaða undur mundu þar hafa gerst. En hér er maður sem Torfi heitir. Hann segir okkur þá alla söguna um þennan Gísla frá Hjalla, að hann hafi fengið beina fingur, kastað hækjum og annað, sem seinna reyndist rétt vera. Þegar við spurðum Torfa, hvaðan hann hefði þetta, þvi að maðurinn hafði hvorki fengið bréf né ferðast frá bænum, segir hann, að Kristmundur heitinn lœknir hafi sagt sér þettafyrir þó nokkru og segist hafa lœknað þennan mann. (Leturbr. ÆRK) „Því praktiserið þið þetta ekki við fleiri?” segist Torfi þá hafa spurt Kristmund lækni. „ Vegna þess að þeir hafa svo sjaldan það rétta hugarfar, svo við komumst ekki að þeim," segir Torfi að Krist- mundur hafi þá sagt. Torfi fullyrðir að hann hafi verið vakandi í rúmi sínu undir þessum hugræðum við Kristmund. Daginn eftir kom svo Vísir, Vesturland, Morgun- blaðið og fleiri blöð með alla fréttina, þegar Djúpbáturinn kom hér í áætlunar- ferð. Þar gátum við lesið það svart á hvítu, að það stóð heima, sem Torfi hafði sagt okkur og kvaðst vita úr samtali sínu við Kristmund heitinn lækni. Maðurinn gat ekki vitað þetta á neinn venjulegan hátt, en þar sem Gísli er þess fullviss að það hafi verið sjálfur Kristur sem læknaði hann, þá vil ég ekki rengja það, en get þess til með tilliti til þess, að ritningin t.d. talar oft i likingamáli, að nafnið Kristmundur væri hér notað sem líking, mund Krists væri sama og hönd Krists. — En kraftaverk er þetta óneitanlega á Gisla gamla, hver sem framið hefur.” Og með þessum orðum lýkur þessu ágæta bréfi Sigurðar bónda Þórðarsonar á Laugabóli um undrið á Elliheimilinu. Höfundur Vísisgreinarinnar hefur litlu við þessi orð Sigurðar bónda að bæta en spyr: Hvaðan var Torfa komin vitneskja hans? Og treystist ekki til þess að svara þeirri gátu. Hér á sér stað það sem ætíð hefur verið að gerast annað veifið gegnum aldirnar og gerist enn þann dag í dag. Maður gæddur miklum sálrænum hæfi- leikum, sem Torfi heitir, kemst í samband við löngu látinn mann, Kristmund Guðjónsson lækni, sökum þess að Torfi getur framleitt tíðnisveiflur þær sem gera slikt samband mögulegt, og þessi látni læknir segir Torfa að hann hafi getað læknað Gísla gamla á Elliheimilinu. Og hvers vegna tekst þessi lækning svona stórkostlega vel? Svarið við því kemur fram þegar Torfi spyr Kristmund hvers vegna ekki sé gert meira að þessu, en látni læknirinn svarar því til að sjúklingar hafi svo sjaldan það rétta hugarfar. En hvað um Gísla gamla? Hann hefur það! Allt blaðaviðtalið, sem birt er hér að framan, ber Ijóslega með sér hvers konar ágætismaður Gísli gamU er. Hugur hans er fullur þakklætis til allra sem hann hefur umgengist. Hann ber öllum vel söguna. En þjáningar sínar og örkuml ber hann með karlmennsku, sáttur við Guð og menn. En hann er þreyttur orðinn að valda öðrum óþægindum með sjúkleik sínum og er fullkomlega reiðu- búinn að kveðja þetta lif. Þessi yndislegi gamli maður með hið kærleiksríka hugarfar uppfyllir einmitt öll skilyrði þess að honum megi hjálpa á stórkost- legan hátt. Þess vegna getur Kristmund- ur heitinn læknir hjálpað honum til fullrar heilsu. Hann hefur til að bera það sem svo marga sjúklinga skortir: kærleikann! Hér er því um að ræða kraftaverk sem maðurinn hefur sjálfur til unnið og reynist þvi, öldungis eins og allir aðrir, sinnar eigin gæfu smiður. „Eins og maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera,” sagði Páll postuli, og er það eins og ég hef oft bent á ekki einung- is laglega orðuð setning, heldur óhjá- kvæmilegt lögmál. Og að lokum sökum þess að nú kann einhverjum lesanda að leika hugur á þvi að vita hver hann hafi verið í lifandi lifi þessi Kristmundur Guðjónsson, sem læknaði Gísla gamla með svo frábærum hætti, þá vil ég upplýsa um hann eftir- farandi: Kristmundur Guðjónsson var Grimsnesingur, fæddur að Hömrum árið 1890. Lauk stúdentsprófi 1913 en kandidatsprófi i læknisfræði árið 1920. Nokkrum árum síðar varð hann héraðs- læknir I Reykjafjarðarhéraði á Ströndum og andaðist á Hólmavik árið 1929. Endir I. tbl. Vikan sx

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.