Vikan


Vikan - 03.04.1980, Page 6

Vikan - 03.04.1980, Page 6
Fjölskyldumál — Guöfinna Eydal Þegar böm fara til læknis 11 börn þurfa einhvem tima að fara til læknis. Sum eru heppin og 'purfa aðeins að fá læknisaðstoð í sambandi við venjulegar bólusetningar og venjulega hættulitla sjúkdóma, en önnur þurfa ef til vill að dvelja á sjúkrahúsi um skemmri eða lengri tíma vegna erfiðari sjúkdóma. Langvarandi sjúkrahúsvist mótar oftast börn og það er algengt að börn taki upp aftur ýmiss konar hegðun sem einkenndi þau þegar þau voru minni og tilheyrir fyrri aldursstigum, ef þau lenda í meiri háttar sjúkleika. En það er ekki einungis langvinn | sjúkrahúsdvöl sem virðist hafa áhrif á I börn. Stuttar venjulega heimsóknir eru i oft kvíðvænlegar og börn gráta og fá I ýmiss konar hræðsluköst þegar um i minni háttar aðgerðir er að ræða, t.d. ef j á að bólusetja þau. 1 mörgum löndum hefur undanfarin | ár verið reynt að hjálpa börnum og aðstandendum þeirra til þess að hægt sé að draga úr hræðslu barna þegar um læknisheimsóknir er að ræða. I þvi sambandi má benda á nokkrar leiðir sem minnst hefur verið á. 1) Að búa barnið vel undir læknis- heimsóknina áður en farið er. 2) Að örva barnið til þess að fá útrás fyrir innibyrgðar tilfinningar með þvi að leika sér með læknisdót. 3) Að afneita ekki hræðslu barnsins, en taka hana alvarlega og reyna að skilja hlutverkaleiki bamsins með læknisdótið. Aldur barns hefur mikil áhrif á hræðslu Lotta Andersson, sem er sál- fræðingur á sjúkrahúsi i Gautaborg og sérhæfð I ýmiss konar sjúkdóms- hræðslu barna, staðfestir að börn séu oft hrædd við sprautur, rannsóknir og uppskurði. Ennfremuraðjtaðsem vekur hræðslu barnsins hverju sinni fari mjög eftir aldri barnsins. Langalgengasta hræðsla barna er hræðslan við bólu- setningar, og er hún einna mest á aldrinum 5-7 ára. Hræðsla yngri barna kemur fremur fram I því að þau óttast að foreldrarnir fari frá þeim og þau verði skilin ein eftir. Einnig kemur ótti yngri barna oft fram ef þau eru heft i þvi að njóta hreyfifrelsis. Það eru til margar rannsóknir á því hvernig börn skynja sjúkrahúsvist, bólu- setningar og aðgerðir tannlækna. Almennt má segja að börn bregðist ekki illa við tiltölulega fáum bólusetningum. En þau eiga erfiðara með að sætta sig við langvarandi meðferð og margar sprautur. Við margendurteknar aðgerðir tannlækna virðist hræðslan minnka eftir 4-5 skipti og þá ganga hlutirnir betur. Hræðsla við bólusetningar virðist koma fram fremur fljótt. Ungviði koma þó ekki með bein hræðsluviðbrögð gegn bólusetningum, enda þótt þau gráti vegna sársaukans sem fylgir. Lotta Andersson segir ákveðið að sjúkrahúsheimsókn gangi betur ef barnið sé vel undirbúið og ef það hefur getað farið í læknisleiki áður en heimsóknin hefst og æft sig á þvi að hemja hræðsluna. Börn virðast því geta þolað vissan sársauka og óþægindi ef þau eru vel undirbúin. Orsök sjúkrahús hræðslu Afstaða foreldra til sjúkdóma og lækninga virðist hafa áhrif á börn. Margar rannsóknir sýna að börn sem sýna mikla hræðslu við sjúkrahús- heimsóknir eiga foreldra sem sjálfir eru hræddir við að fara til læknis. Einnig að börn sem mega gráta þegar þau fara til læknis eru rólegri en börn þeirra foreldra sem krefjast þess að börnin haldi sér í skefjum. Það hefur orðið mörgum íhugunar- efni af hverju hræðsla barna við f Labbakútarnir Bud Blake 6 Vikan 14. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.